Reyndi að fá Baldur sýknaðan Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2017 22:02 Jón Steinar Gunnlaugsson og Baldur Guðlaugsson. Vísir/Ernir/GVA Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur viðurkennt að hafa reynt að fá samdómara sinn til að sýkna náinn vin sinn í máli Þar sem Jón hafði lýst yfir eigin vanhæfi. Vinurinn, Baldur Guðlaugsson, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik árið 2012. Jón Steinar viðurkenndi afskiptin í viðtali við Kveik á RÚV nú í kvöld.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsiJón Steinar gaf nýverið út bókina Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason höfðaði mál á hendur Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni. Nánar tiltekið, þeim ummælum Jóns Steinars að Benedikt og aðrir dómarar í meirihluta Hæstaréttar hafi framið dómsmorð á Baldri.Sjá einnig: Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni SteinariÍ frétt Ríkisútvarpsins segir að fram komi í stefnu Benedikts að Jón Steinar hafi ítrekað gert sér ferð inn á skrifstofur dómara í málinu og reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þess. „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls,“ segir í stefnunni samkvæmt RÚV. Jón Steinar viðurkenndi þetta í áðurnefndu viðtali og einnig að hann hafði afhent þremur dómurum skjal þar sem hann hafði rökstutt af hverju þeir ættu að sýkna Baldur. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts, segir að mögulega hefði átt að kæra afskiptin á sínum tíma. Dómsformaður hefði verið látinn vita og hann hefði talað við Jón Steinar og hann hefði beðist afsökunar. Málið hefði stoppað þar. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur viðurkennt að hafa reynt að fá samdómara sinn til að sýkna náinn vin sinn í máli Þar sem Jón hafði lýst yfir eigin vanhæfi. Vinurinn, Baldur Guðlaugsson, var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik árið 2012. Jón Steinar viðurkenndi afskiptin í viðtali við Kveik á RÚV nú í kvöld.Sjá einnig: Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsiJón Steinar gaf nýverið út bókina Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason höfðaði mál á hendur Jóni Steinari vegna ummæla í bókinni. Nánar tiltekið, þeim ummælum Jóns Steinars að Benedikt og aðrir dómarar í meirihluta Hæstaréttar hafi framið dómsmorð á Baldri.Sjá einnig: Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni SteinariÍ frétt Ríkisútvarpsins segir að fram komi í stefnu Benedikts að Jón Steinar hafi ítrekað gert sér ferð inn á skrifstofur dómara í málinu og reynt að hafa áhrif á niðurstöðu þess. „Þetta gerði stefndi þvert gegn venju og óskráðum siðareglum sem fylgt er í Hæstarétti enda á dómari sem ekki situr í máli og hefur ekki hlýtt á málflutning í málinu ekkert með að blanda sér með þessum hætti í meðferð þess. Þetta á enn frekar við þegar viðkomandi dómari er vanhæfur til þess að fara með viðkomandi mál sökum vinatengsla við aðila máls,“ segir í stefnunni samkvæmt RÚV. Jón Steinar viðurkenndi þetta í áðurnefndu viðtali og einnig að hann hafði afhent þremur dómurum skjal þar sem hann hafði rökstutt af hverju þeir ættu að sýkna Baldur. Vilhjálmur Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts, segir að mögulega hefði átt að kæra afskiptin á sínum tíma. Dómsformaður hefði verið látinn vita og hann hefði talað við Jón Steinar og hann hefði beðist afsökunar. Málið hefði stoppað þar.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira