Hæstaréttardómari höfðar meiðyrðamál gegn Jóni Steinari Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 19:08 Benedikt Bogason hæstaréttardómari. Vísir/Valli Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Jón Steinar er fyrrverandi dómari í Hæstarétti en í riti sínu setur hann fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindra dómara. Í ítarlegu viðtali við Vísi í tilefni af útgáfu bókarinnar kvaðst Jón Steinar ekki telja tilefni til málshöfðana vegna ærumeiðandi ummæla, „en komi hver sem koma vill," bætti hann þó við. Ásakaður um dómsmorð Í tilkynningu frá lögmanni Benedikts, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Þá segir að í ritinu sé byggt á eftirfarandi skilgreiningu á hugtakinu dómsmorð: „Dómsmorð er ... dráp af ásettu ráði, þar sem réttarfarið verður að morðtólinu. Hér er því um ,,intentional (ásetnings-) miscarriage of justice” að ræða. Með orðinu dómsmorð er einnig átt við hitt, þegar verknaðurinn leiðir eigi til dauða fórnarlambsins, heldur óverðskuldaðrar refsingar, eins og t.d. í Dreyfusar-málinu; og hægt er að fremja það, þar sem lögmál þau, er gilda um vandaðan málsrekstur, eru brotin, svo sem með þarf, til þess að komast megi að rangri niðurstöðu.” (bls. 63 í riti Jóns Steinars). Dómsmálið sem um ræðir var höfðað gegn Baldri Guðlaugssyni og sneri að innherjasvikum um hlutabréfaviðskipti í Landsbankanum. Baldur var sakfelldur fyrir téð brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Benedikt Bogason var settur dómari í málinu. Auk Benedikts skipuðu dóminn þau Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem skilaði sératkvæði í málinu en hann taldi að sýkna ætti Baldur. Í umfjöllun Jóns Steinars um málið í riti sínu viðrar hann efasemdir sínar um að hlutleysi hafi verið gætt við úrlausn málsins og segir að ofangreind skilgreining á dómsmorði falli vel að því. Í tilkynningunni segir jafnframt að þess sé krafist að fimm ummæli í ritinu verði dæmd dauð og ómerk. Stefna í málinu hefur verið birt. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness miðvikudaginn 15. nóvember 2017. Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Benedikt Bogason hæstaréttardómari hefur höfðað dómsmál á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni vegna ummæla sem birtust í nýlegu riti hans um Hæstarétt, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Jón Steinar er fyrrverandi dómari í Hæstarétti en í riti sínu setur hann fram alvarlegar ásakanir á hendur nafngreindra dómara. Í ítarlegu viðtali við Vísi í tilefni af útgáfu bókarinnar kvaðst Jón Steinar ekki telja tilefni til málshöfðana vegna ærumeiðandi ummæla, „en komi hver sem koma vill," bætti hann þó við. Ásakaður um dómsmorð Í tilkynningu frá lögmanni Benedikts, Vilhjálmi Vilhjálmssyni, segir að í ritinu ásaki Jón Steinar Benedikt og aðra dómara sem sátu í meirihluta Hæstaréttar í máli nr. 279/2011 um að hafa framið dómsmorð á ákærða í málinu. Þá segir að í ritinu sé byggt á eftirfarandi skilgreiningu á hugtakinu dómsmorð: „Dómsmorð er ... dráp af ásettu ráði, þar sem réttarfarið verður að morðtólinu. Hér er því um ,,intentional (ásetnings-) miscarriage of justice” að ræða. Með orðinu dómsmorð er einnig átt við hitt, þegar verknaðurinn leiðir eigi til dauða fórnarlambsins, heldur óverðskuldaðrar refsingar, eins og t.d. í Dreyfusar-málinu; og hægt er að fremja það, þar sem lögmál þau, er gilda um vandaðan málsrekstur, eru brotin, svo sem með þarf, til þess að komast megi að rangri niðurstöðu.” (bls. 63 í riti Jóns Steinars). Dómsmálið sem um ræðir var höfðað gegn Baldri Guðlaugssyni og sneri að innherjasvikum um hlutabréfaviðskipti í Landsbankanum. Baldur var sakfelldur fyrir téð brot og dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar. Benedikt Bogason var settur dómari í málinu. Auk Benedikts skipuðu dóminn þau Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir og Ólafur Börkur Þorvaldsson, sem skilaði sératkvæði í málinu en hann taldi að sýkna ætti Baldur. Í umfjöllun Jóns Steinars um málið í riti sínu viðrar hann efasemdir sínar um að hlutleysi hafi verið gætt við úrlausn málsins og segir að ofangreind skilgreining á dómsmorði falli vel að því. Í tilkynningunni segir jafnframt að þess sé krafist að fimm ummæli í ritinu verði dæmd dauð og ómerk. Stefna í málinu hefur verið birt. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjaness miðvikudaginn 15. nóvember 2017.
Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira