Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Slysið átti sér stað við Jökulsárlón í ágúst 2015. Skipstjórinn var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Fréttablaðið/Pjetur Maður sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, segist hafa sýnt fyllstu aðgát á vettvangi. Aðalmeðferð í máli mannsins hófst í gær í Héraðsdómi Austurlands. Hann er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í vitnisburði sínum sagði maðurinn að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Samstarfsmaður hans tók undir þetta og voru þeir sammála um að ekkert óhefðbundið hefði verið við hvernig bátnum var ekið. Báturinn sem um ræðir er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani við lónið. Í skýrslutöku sagði maðurinn að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn, en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunnar sem lést gaf skýrslu í gegnum síma. Hann segir að litlu hafi munað að báturinn færi einnig yfir sig. Maðurinn, konan og sonur þeirra biðu við lónið eftir að þyrla þeirra kæmi aftur á staðinn. „Allt í einu bakkaði farartækið á okkur. Þetta gerðist svo hratt,“ sagði eiginmaðurinn. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Þyrluflugmaðurinn sem flaug með kanadísku fjölskylduna þennan dag sagði fyrir dómi að á malarplaninu, þar sem slysið varð, sé oft mikið af fólki. „Fólk er að labba þarna þvers og kruss um allt, þetta er algjört kaos.“ Eftir slysið hefur borðum verið komið fyrir og malarplanið því afgirt en þó eru dæmi um að fólk virði ekki takmarkanir og gangi enn um planið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Maður sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, segist hafa sýnt fyllstu aðgát á vettvangi. Aðalmeðferð í máli mannsins hófst í gær í Héraðsdómi Austurlands. Hann er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í vitnisburði sínum sagði maðurinn að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Samstarfsmaður hans tók undir þetta og voru þeir sammála um að ekkert óhefðbundið hefði verið við hvernig bátnum var ekið. Báturinn sem um ræðir er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani við lónið. Í skýrslutöku sagði maðurinn að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn, en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunnar sem lést gaf skýrslu í gegnum síma. Hann segir að litlu hafi munað að báturinn færi einnig yfir sig. Maðurinn, konan og sonur þeirra biðu við lónið eftir að þyrla þeirra kæmi aftur á staðinn. „Allt í einu bakkaði farartækið á okkur. Þetta gerðist svo hratt,“ sagði eiginmaðurinn. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Þyrluflugmaðurinn sem flaug með kanadísku fjölskylduna þennan dag sagði fyrir dómi að á malarplaninu, þar sem slysið varð, sé oft mikið af fólki. „Fólk er að labba þarna þvers og kruss um allt, þetta er algjört kaos.“ Eftir slysið hefur borðum verið komið fyrir og malarplanið því afgirt en þó eru dæmi um að fólk virði ekki takmarkanir og gangi enn um planið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42
Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58
Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39