Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Slysið átti sér stað við Jökulsárlón í ágúst 2015. Skipstjórinn var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Fréttablaðið/Pjetur Maður sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, segist hafa sýnt fyllstu aðgát á vettvangi. Aðalmeðferð í máli mannsins hófst í gær í Héraðsdómi Austurlands. Hann er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í vitnisburði sínum sagði maðurinn að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Samstarfsmaður hans tók undir þetta og voru þeir sammála um að ekkert óhefðbundið hefði verið við hvernig bátnum var ekið. Báturinn sem um ræðir er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani við lónið. Í skýrslutöku sagði maðurinn að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn, en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunnar sem lést gaf skýrslu í gegnum síma. Hann segir að litlu hafi munað að báturinn færi einnig yfir sig. Maðurinn, konan og sonur þeirra biðu við lónið eftir að þyrla þeirra kæmi aftur á staðinn. „Allt í einu bakkaði farartækið á okkur. Þetta gerðist svo hratt,“ sagði eiginmaðurinn. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Þyrluflugmaðurinn sem flaug með kanadísku fjölskylduna þennan dag sagði fyrir dómi að á malarplaninu, þar sem slysið varð, sé oft mikið af fólki. „Fólk er að labba þarna þvers og kruss um allt, þetta er algjört kaos.“ Eftir slysið hefur borðum verið komið fyrir og malarplanið því afgirt en þó eru dæmi um að fólk virði ekki takmarkanir og gangi enn um planið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira
Maður sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, segist hafa sýnt fyllstu aðgát á vettvangi. Aðalmeðferð í máli mannsins hófst í gær í Héraðsdómi Austurlands. Hann er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í vitnisburði sínum sagði maðurinn að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Samstarfsmaður hans tók undir þetta og voru þeir sammála um að ekkert óhefðbundið hefði verið við hvernig bátnum var ekið. Báturinn sem um ræðir er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani við lónið. Í skýrslutöku sagði maðurinn að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn, en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunnar sem lést gaf skýrslu í gegnum síma. Hann segir að litlu hafi munað að báturinn færi einnig yfir sig. Maðurinn, konan og sonur þeirra biðu við lónið eftir að þyrla þeirra kæmi aftur á staðinn. „Allt í einu bakkaði farartækið á okkur. Þetta gerðist svo hratt,“ sagði eiginmaðurinn. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Þyrluflugmaðurinn sem flaug með kanadísku fjölskylduna þennan dag sagði fyrir dómi að á malarplaninu, þar sem slysið varð, sé oft mikið af fólki. „Fólk er að labba þarna þvers og kruss um allt, þetta er algjört kaos.“ Eftir slysið hefur borðum verið komið fyrir og malarplanið því afgirt en þó eru dæmi um að fólk virði ekki takmarkanir og gangi enn um planið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Fleiri fréttir „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Sjá meira
Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42
Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58
Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39