Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Slysið átti sér stað við Jökulsárlón í ágúst 2015. Skipstjórinn var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Fréttablaðið/Pjetur Maður sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, segist hafa sýnt fyllstu aðgát á vettvangi. Aðalmeðferð í máli mannsins hófst í gær í Héraðsdómi Austurlands. Hann er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í vitnisburði sínum sagði maðurinn að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Samstarfsmaður hans tók undir þetta og voru þeir sammála um að ekkert óhefðbundið hefði verið við hvernig bátnum var ekið. Báturinn sem um ræðir er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani við lónið. Í skýrslutöku sagði maðurinn að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn, en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunnar sem lést gaf skýrslu í gegnum síma. Hann segir að litlu hafi munað að báturinn færi einnig yfir sig. Maðurinn, konan og sonur þeirra biðu við lónið eftir að þyrla þeirra kæmi aftur á staðinn. „Allt í einu bakkaði farartækið á okkur. Þetta gerðist svo hratt,“ sagði eiginmaðurinn. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Þyrluflugmaðurinn sem flaug með kanadísku fjölskylduna þennan dag sagði fyrir dómi að á malarplaninu, þar sem slysið varð, sé oft mikið af fólki. „Fólk er að labba þarna þvers og kruss um allt, þetta er algjört kaos.“ Eftir slysið hefur borðum verið komið fyrir og malarplanið því afgirt en þó eru dæmi um að fólk virði ekki takmarkanir og gangi enn um planið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Maður sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, segist hafa sýnt fyllstu aðgát á vettvangi. Aðalmeðferð í máli mannsins hófst í gær í Héraðsdómi Austurlands. Hann er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í vitnisburði sínum sagði maðurinn að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Samstarfsmaður hans tók undir þetta og voru þeir sammála um að ekkert óhefðbundið hefði verið við hvernig bátnum var ekið. Báturinn sem um ræðir er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani við lónið. Í skýrslutöku sagði maðurinn að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn, en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunnar sem lést gaf skýrslu í gegnum síma. Hann segir að litlu hafi munað að báturinn færi einnig yfir sig. Maðurinn, konan og sonur þeirra biðu við lónið eftir að þyrla þeirra kæmi aftur á staðinn. „Allt í einu bakkaði farartækið á okkur. Þetta gerðist svo hratt,“ sagði eiginmaðurinn. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Þyrluflugmaðurinn sem flaug með kanadísku fjölskylduna þennan dag sagði fyrir dómi að á malarplaninu, þar sem slysið varð, sé oft mikið af fólki. „Fólk er að labba þarna þvers og kruss um allt, þetta er algjört kaos.“ Eftir slysið hefur borðum verið komið fyrir og malarplanið því afgirt en þó eru dæmi um að fólk virði ekki takmarkanir og gangi enn um planið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42
Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58
Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39