Skipstjóri hjólabátsins segist ekki hafa getað sýnt meiri aðgát Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 16. nóvember 2017 06:00 Slysið átti sér stað við Jökulsárlón í ágúst 2015. Skipstjórinn var ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Fréttablaðið/Pjetur Maður sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, segist hafa sýnt fyllstu aðgát á vettvangi. Aðalmeðferð í máli mannsins hófst í gær í Héraðsdómi Austurlands. Hann er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í vitnisburði sínum sagði maðurinn að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Samstarfsmaður hans tók undir þetta og voru þeir sammála um að ekkert óhefðbundið hefði verið við hvernig bátnum var ekið. Báturinn sem um ræðir er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani við lónið. Í skýrslutöku sagði maðurinn að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn, en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunnar sem lést gaf skýrslu í gegnum síma. Hann segir að litlu hafi munað að báturinn færi einnig yfir sig. Maðurinn, konan og sonur þeirra biðu við lónið eftir að þyrla þeirra kæmi aftur á staðinn. „Allt í einu bakkaði farartækið á okkur. Þetta gerðist svo hratt,“ sagði eiginmaðurinn. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Þyrluflugmaðurinn sem flaug með kanadísku fjölskylduna þennan dag sagði fyrir dómi að á malarplaninu, þar sem slysið varð, sé oft mikið af fólki. „Fólk er að labba þarna þvers og kruss um allt, þetta er algjört kaos.“ Eftir slysið hefur borðum verið komið fyrir og malarplanið því afgirt en þó eru dæmi um að fólk virði ekki takmarkanir og gangi enn um planið. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Maður sem bakkaði yfir kanadíska konu við Jökulsárlón í ágúst 2015, með þeim afleiðingum að hún lést samstundis, segist hafa sýnt fyllstu aðgát á vettvangi. Aðalmeðferð í máli mannsins hófst í gær í Héraðsdómi Austurlands. Hann er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í vitnisburði sínum sagði maðurinn að hann hefði varla getað sýnt meiri aðgát en hann gerði. Samstarfsmaður hans tók undir þetta og voru þeir sammála um að ekkert óhefðbundið hefði verið við hvernig bátnum var ekið. Báturinn sem um ræðir er svokallaður hjólabátur sem bæði ekur á landi og siglir á sjó. Slysið varð á malarplani við lónið. Í skýrslutöku sagði maðurinn að hann hefði aldrei orðið var við fólk í kringum bátinn, en bakkmyndavél bátsins var biluð þennan dag. Þá á starfsmaður á landi að ganga með bátnum og gæta þess að enginn vegfarandi sé nálægur. Sá starfsmaður sagðist fyrir dómi ekki geta staðfest hvort hann hafi séð allt sem var fyrir aftan bátinn. Eiginmaður konunnar sem lést gaf skýrslu í gegnum síma. Hann segir að litlu hafi munað að báturinn færi einnig yfir sig. Maðurinn, konan og sonur þeirra biðu við lónið eftir að þyrla þeirra kæmi aftur á staðinn. „Allt í einu bakkaði farartækið á okkur. Þetta gerðist svo hratt,“ sagði eiginmaðurinn. „Konan mín lá á maganum og beint fyrir aftan dekkið sem fór svo yfir hana. Síðustu orðin hennar voru „Hvað er að gerast? Guð minn góður,“ og svo fór dekkið yfir hana og hún dó samstundis.“ Sonur hjónanna hljóp fram fyrir bátinn og gerði skipstjóra viðvart með því að berja í bátinn og hrópa en eins og áður segir lést konan samstundis. Þyrluflugmaðurinn sem flaug með kanadísku fjölskylduna þennan dag sagði fyrir dómi að á malarplaninu, þar sem slysið varð, sé oft mikið af fólki. „Fólk er að labba þarna þvers og kruss um allt, þetta er algjört kaos.“ Eftir slysið hefur borðum verið komið fyrir og malarplanið því afgirt en þó eru dæmi um að fólk virði ekki takmarkanir og gangi enn um planið.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Samgöngustofa boðar hertar aðgerðir eftir banaslysið "Þetta er ekki gott.“ 25. júní 2017 20:04 Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42 Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58 Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39 Mest lesið Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Fleiri fréttir Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Sjá meira
Banaslysið við Jökulsárlón: Skipstjórinn neitar sök Skipstjórinn var 22 ára þegar slysið átti sér stað sem hafði þær afleiðingar í för með sér að kona lést. 26. júní 2017 11:42
Skipstjóri hjólabátsins ákærður fyrir manndráp af gáleysi Málið hefur verið til rannsóknar hjá Lögreglunni á Suðurlandi í tvö ár. Stefnt er að því að þingfesta málið í Héraðsdómi Austurlands á mánudaginn. 24. júní 2017 13:58
Banaslys við Jökulsárlón: Eiginmaður konunnar sem lést rétt náði að forða sér undan hjólabátnum Þetta kom fram í vitnisburði mannsins fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag en þar fer fram aðalmeðferð í sakamáli þar sem starfsmaður ferðaþjónustufyrirtækis við Jökulsárlón er ákærður fyrir manndráp af gáleysi. 15. nóvember 2017 14:39