Wow air svarar breskum blaðamanni sem sagði tilboð flugfélagsins „falskar fréttir“ Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2017 11:07 Vél WOW air. vísir/vilhelm Blaðamaður Independent gagnrýnir tilboð íslenska flugfélagsins Wow Air á áætlunarferð frá Stansted-flugvelli í London til JFK-flugvallar í New York. Wow Air auglýsti í síðustu viku sæti í áætlunarferðir frá Stansted til New York fyrir 99 pund, eða því sem nemur um 13 þúsund íslenskra króna. Nokkrir breskir fjölmiðla fjölluðu um þetta tilboð en blaðamaður Independent, Simon Calder, segir þær umfjallanir hafa verið „falskar fréttir“. „Til að byrja með þá er Wow Air ekki að hefja nýja flugleið frá Stansted til JFK. Það mun flytja þig frá Essex til Keflavíkurflugvallar á Íslandi, þar sem þú þarft að ná tengiflugi til að komast til New York,“ skrifar Calder. Hann segir að þetta 99 punda tilboð hafa aðeins staðið til boða ef bókað var báðar leiðir og þá hafi heimferðin verið dýrari. Þá hafi bókunargjald einnig verið bætt við upphæðina. „Við erum að bjóða upp á mjög samkeppnishæf verð sem leggjast vel í fólk enda seldust þessi sæti fljótt upp,“ segir María Margrét Jóhannsdóttir hjá Wow Air við Vísi vegna skrifa breska blaðamannsins.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Vísir/VilhelmHún segir Wow Air alltaf hafa þann hátt á í tilboðum sínum að bókað sé flug fram og til baka og það sé tekið skýrt fram á vef félagsins. Hún segir flugvallarskatta í Bretlandi um 129 pund og því hafi Wow Air verið að lofa að borga með þeim farþegum sem næðu að nýta sér þetta tilboð. „Við höfum almennt ekki orðið vör við gagnrýni sem þessa,“ segir María. Calder segir Wow Air hafa heillað heimsbyggðina með þessu tilboði sínu og að það hafi meira segja ratað í fréttir á Nýja Sjálandi. Hann tekur fram að ódýrasta flugið báðar leiðir með Wow Air frá London til New York hafi verið á 251 pund. Það sé got verð en ekki eins gott og tilboð flugfélagsins Primera Air sem hefur flug frá Stansted til New York í apríl næstkomandi. Með Primera Air hafi hann átt möguleika á að bóka báðar leiðir með Primera Air fyrir 234 pund, og án þess að þurfa að millilenda á Íslandi. WOW Air tilkynnti í síðustu viku að það muni hefja flug frá Keflavíkurflugvelli til JFK-flugvallar í New York 26. apríl næstkomandi. Flugfélagið er nú þegar með áætlunarferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Newark-flugvallar í New York. Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW og Primera á lista yfir flugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér Flugfélögin WOW air og Primera Air eru á lista breska dagblaðsins Telegraph yfir tíu lággjaldaflugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér 16. nóvember 2017 11:00 WOW hefur flug til JFK í New York WOW air mun hefja flug til JFK-flugvallar í New York þann 26. apríl. 7. nóvember 2017 09:08 Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Samgöngustofu hafa borist hátt í 900 erindi vegna flugfélaga það sem af er ári. Fjöldinn hefur tvöfaldast tvö ár í röð. 28. október 2017 06:00 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
Blaðamaður Independent gagnrýnir tilboð íslenska flugfélagsins Wow Air á áætlunarferð frá Stansted-flugvelli í London til JFK-flugvallar í New York. Wow Air auglýsti í síðustu viku sæti í áætlunarferðir frá Stansted til New York fyrir 99 pund, eða því sem nemur um 13 þúsund íslenskra króna. Nokkrir breskir fjölmiðla fjölluðu um þetta tilboð en blaðamaður Independent, Simon Calder, segir þær umfjallanir hafa verið „falskar fréttir“. „Til að byrja með þá er Wow Air ekki að hefja nýja flugleið frá Stansted til JFK. Það mun flytja þig frá Essex til Keflavíkurflugvallar á Íslandi, þar sem þú þarft að ná tengiflugi til að komast til New York,“ skrifar Calder. Hann segir að þetta 99 punda tilboð hafa aðeins staðið til boða ef bókað var báðar leiðir og þá hafi heimferðin verið dýrari. Þá hafi bókunargjald einnig verið bætt við upphæðina. „Við erum að bjóða upp á mjög samkeppnishæf verð sem leggjast vel í fólk enda seldust þessi sæti fljótt upp,“ segir María Margrét Jóhannsdóttir hjá Wow Air við Vísi vegna skrifa breska blaðamannsins.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Vísir/VilhelmHún segir Wow Air alltaf hafa þann hátt á í tilboðum sínum að bókað sé flug fram og til baka og það sé tekið skýrt fram á vef félagsins. Hún segir flugvallarskatta í Bretlandi um 129 pund og því hafi Wow Air verið að lofa að borga með þeim farþegum sem næðu að nýta sér þetta tilboð. „Við höfum almennt ekki orðið vör við gagnrýni sem þessa,“ segir María. Calder segir Wow Air hafa heillað heimsbyggðina með þessu tilboði sínu og að það hafi meira segja ratað í fréttir á Nýja Sjálandi. Hann tekur fram að ódýrasta flugið báðar leiðir með Wow Air frá London til New York hafi verið á 251 pund. Það sé got verð en ekki eins gott og tilboð flugfélagsins Primera Air sem hefur flug frá Stansted til New York í apríl næstkomandi. Með Primera Air hafi hann átt möguleika á að bóka báðar leiðir með Primera Air fyrir 234 pund, og án þess að þurfa að millilenda á Íslandi. WOW Air tilkynnti í síðustu viku að það muni hefja flug frá Keflavíkurflugvelli til JFK-flugvallar í New York 26. apríl næstkomandi. Flugfélagið er nú þegar með áætlunarferðir á milli Keflavíkurflugvallar og Newark-flugvallar í New York.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir WOW og Primera á lista yfir flugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér Flugfélögin WOW air og Primera Air eru á lista breska dagblaðsins Telegraph yfir tíu lággjaldaflugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér 16. nóvember 2017 11:00 WOW hefur flug til JFK í New York WOW air mun hefja flug til JFK-flugvallar í New York þann 26. apríl. 7. nóvember 2017 09:08 Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Samgöngustofu hafa borist hátt í 900 erindi vegna flugfélaga það sem af er ári. Fjöldinn hefur tvöfaldast tvö ár í röð. 28. október 2017 06:00 Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Fleiri fréttir Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Sjá meira
WOW og Primera á lista yfir flugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér Flugfélögin WOW air og Primera Air eru á lista breska dagblaðsins Telegraph yfir tíu lággjaldaflugfélög sem eru að leggja heiminn að fótum sér 16. nóvember 2017 11:00
WOW hefur flug til JFK í New York WOW air mun hefja flug til JFK-flugvallar í New York þann 26. apríl. 7. nóvember 2017 09:08
Kvartanir hrönnuðust upp í vaxtaverkjum hjá WOW air Samgöngustofu hafa borist hátt í 900 erindi vegna flugfélaga það sem af er ári. Fjöldinn hefur tvöfaldast tvö ár í röð. 28. október 2017 06:00