Flest bendir til þess að flokkarnir þrír nái að mynda stjórn: „Söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 13:10 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 Skjáskot Þau sögulegu tímamót eru framundan í íslenskum stjórnmálum að í fyrsta skipti í sjötíu og þrjú ár fer Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn með sósíalistum, en það gerðist síðast árið 1944, nokkrum mánuðum eftir að Ísland varð sjálfstætt ríki. „Auðvitað eru þetta söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir, en við vitum náttúrulega ekki hvort þetta gengur eftir eða ekki.“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands en hann var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2, um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Ræddu Ólafur og Heimir meðal annars um stjórnarmyndanir á Íslandi fyrr og nú.Merkilegt ef Katrín verður forsætisráðherra„Manni sýnist nú flest benda til þess að þetta ætti að ganga upp. En það yrðu söguleg tíðindi, bæði að þessir flokkar í heild næðu saman í fyrsta skipti síðan 1944. Ekki síður ef Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra. Því að frá bara myndun, eða frá því að íslenska flokkakerfið var að verða til á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar að þá náttúrulega datt engum manni það í hug að vinstri sósíalisti, hvort sem það væri úr Sósíalistaflokknum eða Alþýðubandalaginu eða vinstri grænum gæti orðið forsætisráðherra. Þetta var náttúrulega lengi vel sko í tengslum við utanríkismálin, NATO og herinn en líka bara það að menn áttu mjög erfitt með að sjá það fyrir sér að flokkurinn lengst til vinstri gæti fengið forsætisráðherraembættið.“ Ólafur segir þetta tákn um miklar breytingar og nýja tíma eftir umrót alveg frá hruninu. Rifjar hann upp að það hafi þótt stórtíðindi þegar Alþýðubandalagið fékk fyrst fjármálaráðuneytið, þeim hafi ekki einu sinni verið treyst til að sitja fundi utanríkismálanefndar um tíma þrátt fyrir að hafa lagalega rétt á því. Sagði hann því merkilegt ef Katrín yrði næsti forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þegar hún kom til formannafundar í Ráðherrabústaðnum í vikunni.vísir/eyþórAndlit ríkisstjórnarinnar„Katrín hefur greinilega mjög mikið vald á því að tala og gera grein fyrir sínu máli, útskýra og þar fram eftir götunum.“ Sagði hann stíl Katrínar mjög ólíkan stíl Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. „Virðist Katrín vera lagin í samstarfi og eiga svona tiltölulega auðvelt með að afla sér trausts. Stundum láta menn eins og það að Katrín og Vinstri grænir vilji fá forsætisráðherraembættið sé bara einhverskonar dæmi um hégómleika. Það er auðvitað mikill misskilningur, vegna þess að það að fá forsætisráðherrann skiptir auðvitað miklu máli.“ Að hans mati mun reyna töluvert á lagni Katrínar í samstarfi. Telur hann að það yrði erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í þessa ríkisstjórn án þess að fá forsætisráðuneytið, miðað við óánægjuna innan flokksins. „Forsætisráðherrann er náttúrulega andlit ríkisstjórnarinnar út á við. Það að hafa hana þarna frekar en Sigurð Inga eða Bjarna gefur þessari stjórn, ef hún kemst á koppinn, svona öðruvísi yfirbragð.“Ríkisstjórn ræður öllu en stjórnarandstaðan enguKatrín hefur lagt áherslu á að þessi stjórn muni reyna að auka gegnsæi í pólitík og í stjórnsýslunni. „Svona heiðarleika kannski. Í rauninni líka hefur hún lagt áherslu á að hún vilji reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu þannig að það verði meiri samræða eða samtal á milli stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar, segir Ólafur. „Því að okkar kerfi, ólíkt Skandinavíu, hefur verið þannig að annaðhvort eru menn í stjórn eða stjórnarandstöðu. Ef þú ert í stjórn þá er okkar hefð að þú ræður öllu, ef þú ert í stjórnarandstöðunni ræður þú engu. Það eina sem þú getur gert er að skrækja á ríkisstjórnina.“ Ólafur segir að hefðin sé þannig að stjórnarandstaðan segi alltaf að allt sem stjórnin sé að gera sé steypa, þrátt fyrir að væru þessir flokkar í stjórn væru þeir eflaust að gera það nákvæmlega sama. Í Skandinavíu sé meira samstarf, þvert á flokka og rauðar og bláar blokkir. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Þau sögulegu tímamót eru framundan í íslenskum stjórnmálum að í fyrsta skipti í sjötíu og þrjú ár fer Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn með sósíalistum, en það gerðist síðast árið 1944, nokkrum mánuðum eftir að Ísland varð sjálfstætt ríki. „Auðvitað eru þetta söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir, en við vitum náttúrulega ekki hvort þetta gengur eftir eða ekki.“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands en hann var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2, um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Ræddu Ólafur og Heimir meðal annars um stjórnarmyndanir á Íslandi fyrr og nú.Merkilegt ef Katrín verður forsætisráðherra„Manni sýnist nú flest benda til þess að þetta ætti að ganga upp. En það yrðu söguleg tíðindi, bæði að þessir flokkar í heild næðu saman í fyrsta skipti síðan 1944. Ekki síður ef Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra. Því að frá bara myndun, eða frá því að íslenska flokkakerfið var að verða til á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar að þá náttúrulega datt engum manni það í hug að vinstri sósíalisti, hvort sem það væri úr Sósíalistaflokknum eða Alþýðubandalaginu eða vinstri grænum gæti orðið forsætisráðherra. Þetta var náttúrulega lengi vel sko í tengslum við utanríkismálin, NATO og herinn en líka bara það að menn áttu mjög erfitt með að sjá það fyrir sér að flokkurinn lengst til vinstri gæti fengið forsætisráðherraembættið.“ Ólafur segir þetta tákn um miklar breytingar og nýja tíma eftir umrót alveg frá hruninu. Rifjar hann upp að það hafi þótt stórtíðindi þegar Alþýðubandalagið fékk fyrst fjármálaráðuneytið, þeim hafi ekki einu sinni verið treyst til að sitja fundi utanríkismálanefndar um tíma þrátt fyrir að hafa lagalega rétt á því. Sagði hann því merkilegt ef Katrín yrði næsti forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þegar hún kom til formannafundar í Ráðherrabústaðnum í vikunni.vísir/eyþórAndlit ríkisstjórnarinnar„Katrín hefur greinilega mjög mikið vald á því að tala og gera grein fyrir sínu máli, útskýra og þar fram eftir götunum.“ Sagði hann stíl Katrínar mjög ólíkan stíl Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. „Virðist Katrín vera lagin í samstarfi og eiga svona tiltölulega auðvelt með að afla sér trausts. Stundum láta menn eins og það að Katrín og Vinstri grænir vilji fá forsætisráðherraembættið sé bara einhverskonar dæmi um hégómleika. Það er auðvitað mikill misskilningur, vegna þess að það að fá forsætisráðherrann skiptir auðvitað miklu máli.“ Að hans mati mun reyna töluvert á lagni Katrínar í samstarfi. Telur hann að það yrði erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í þessa ríkisstjórn án þess að fá forsætisráðuneytið, miðað við óánægjuna innan flokksins. „Forsætisráðherrann er náttúrulega andlit ríkisstjórnarinnar út á við. Það að hafa hana þarna frekar en Sigurð Inga eða Bjarna gefur þessari stjórn, ef hún kemst á koppinn, svona öðruvísi yfirbragð.“Ríkisstjórn ræður öllu en stjórnarandstaðan enguKatrín hefur lagt áherslu á að þessi stjórn muni reyna að auka gegnsæi í pólitík og í stjórnsýslunni. „Svona heiðarleika kannski. Í rauninni líka hefur hún lagt áherslu á að hún vilji reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu þannig að það verði meiri samræða eða samtal á milli stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar, segir Ólafur. „Því að okkar kerfi, ólíkt Skandinavíu, hefur verið þannig að annaðhvort eru menn í stjórn eða stjórnarandstöðu. Ef þú ert í stjórn þá er okkar hefð að þú ræður öllu, ef þú ert í stjórnarandstöðunni ræður þú engu. Það eina sem þú getur gert er að skrækja á ríkisstjórnina.“ Ólafur segir að hefðin sé þannig að stjórnarandstaðan segi alltaf að allt sem stjórnin sé að gera sé steypa, þrátt fyrir að væru þessir flokkar í stjórn væru þeir eflaust að gera það nákvæmlega sama. Í Skandinavíu sé meira samstarf, þvert á flokka og rauðar og bláar blokkir.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira