Stjórn Bjartrar framtíðar fór fram á afsögn Guðlaugar Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2017 10:03 Guðlaug Kristjánsdóttir tók við stjórnarformennsku í Bjartri framtíð í september. Guðlaug Kristjánsdóttir sagði af sér stjórnarformennsku í Bjartri framtíð eftir fund stjórnar flokksins í gær. Guðlaug greindi frá ákvörðun sinni í bréfi til stjórnar flokksins í gærkvöldi. Guðlaug var kjörin stjórnarformaður flokksins á ársfundi flokksins í byrjun september síðastliðinn. Flokkurinn beið afhroð í nýliðnum þingkosningum, hlaut 1,2 prósent á landsvísu, og hlaut engan mann kjörinn. Óttar Proppé sagði af sér formennsku í flokknum í byrjun vikunnar. Mikið virðist hafa gengið á á fundinum í gærkvöldi en í bréfi sínu til stjórnar þakkar Guðlaug fyrir fundinn og fyrir það sem þar var sagt. „Hefði sannarlega verið betra að fá þau orð sem þar féllu fyrr, svo ég hefði haft færi á að bregðast við þeim og draga þar með úr skaða,“ segir Guðlaug.Stjórn fór fram á afsögn Ekki hefur náðst í Guðlaugu í morgun, en í bréfinu vísar hún ekki nákvæmlega í hvað hafi verið rætt á fundinum. „Ég segi hér með af mér stjórnarformennsku eftir slétta tvo mánuði í því hlutverki. Mér var heiður að og þótti vænt um að fá þetta traust og þykir innilega fyrir því að hafa brugðist því. Í ljósi þess að það er stjórnin sem óskar eftir afsögn minni, fer ég fram á að víkja strax en sitja ekki fram að aukaársfundi,“ segir Guðlaug í bréfinu.Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr Í byrjun októbermánaðar birti Guðlaug mynd á Instagram og Facebook af undirskrift og heimilisfangi Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og sagðist dauðsjá eftir henni. Guðlaug birti myndina í tengslum við það að Jón hafi gengið til liðs við Samfylkinguna, en Jón hafði áður mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð til að ræða mögulega þátttöku í kosningabaráttunni. Í kjölfar fundarins varð Jón hins vegar afhuga flokknum og gekk til liðs við Samfylkingu. Vitað er að birting Guðlaugar á myndinni var mikið gagnrýnd innan stjórnar Bjartrar framtíðar og samkvæmt heimildum Vísis var málið meðal þeirra sem sneru að störfum Guðlaugar og voru til umræðu á stjórnarfundinum í gær.Uppfært 10:51: Samkvæmt Valgerði Björk Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Bjartrar framtíðar, mun flokkurinn halda aukaársfund fyrir árslok til að velja nýja forystu. Tímasetning er þó ekki komin.Uppfært 12:18: Guðlaug hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frekar frá ákvörðuninni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir sagði af sér stjórnarformennsku í Bjartri framtíð eftir fund stjórnar flokksins í gær. Guðlaug greindi frá ákvörðun sinni í bréfi til stjórnar flokksins í gærkvöldi. Guðlaug var kjörin stjórnarformaður flokksins á ársfundi flokksins í byrjun september síðastliðinn. Flokkurinn beið afhroð í nýliðnum þingkosningum, hlaut 1,2 prósent á landsvísu, og hlaut engan mann kjörinn. Óttar Proppé sagði af sér formennsku í flokknum í byrjun vikunnar. Mikið virðist hafa gengið á á fundinum í gærkvöldi en í bréfi sínu til stjórnar þakkar Guðlaug fyrir fundinn og fyrir það sem þar var sagt. „Hefði sannarlega verið betra að fá þau orð sem þar féllu fyrr, svo ég hefði haft færi á að bregðast við þeim og draga þar með úr skaða,“ segir Guðlaug.Stjórn fór fram á afsögn Ekki hefur náðst í Guðlaugu í morgun, en í bréfinu vísar hún ekki nákvæmlega í hvað hafi verið rætt á fundinum. „Ég segi hér með af mér stjórnarformennsku eftir slétta tvo mánuði í því hlutverki. Mér var heiður að og þótti vænt um að fá þetta traust og þykir innilega fyrir því að hafa brugðist því. Í ljósi þess að það er stjórnin sem óskar eftir afsögn minni, fer ég fram á að víkja strax en sitja ekki fram að aukaársfundi,“ segir Guðlaug í bréfinu.Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr Í byrjun októbermánaðar birti Guðlaug mynd á Instagram og Facebook af undirskrift og heimilisfangi Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins. Skömmu síðar eyddi hún færslunni og sagðist dauðsjá eftir henni. Guðlaug birti myndina í tengslum við það að Jón hafi gengið til liðs við Samfylkinguna, en Jón hafði áður mætt á stjórnarfund hjá Bjartri framtíð til að ræða mögulega þátttöku í kosningabaráttunni. Í kjölfar fundarins varð Jón hins vegar afhuga flokknum og gekk til liðs við Samfylkingu. Vitað er að birting Guðlaugar á myndinni var mikið gagnrýnd innan stjórnar Bjartrar framtíðar og samkvæmt heimildum Vísis var málið meðal þeirra sem sneru að störfum Guðlaugar og voru til umræðu á stjórnarfundinum í gær.Uppfært 10:51: Samkvæmt Valgerði Björk Pálsdóttur, framkvæmdastjóra Bjartrar framtíðar, mun flokkurinn halda aukaársfund fyrir árslok til að velja nýja forystu. Tímasetning er þó ekki komin.Uppfært 12:18: Guðlaug hefur birt færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún greinir frekar frá ákvörðuninni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37 Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Sjá meira
Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15
Óttarr Proppé segir af sér sem formaður Bjartrar framtíðar Óttarr Proppé hefur sagt af sér sem formaður Bjartrar framtíðar. 31. október 2017 13:37
Jón Gnarr segir Bjarta framtíð sjúka Fyrrverandi borgarstjóri segist hafa orðið fyrir ótrúlega svæsnum árásum úr ranni Bjartrar framtíðar. 10. október 2017 12:50
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent