Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2017 12:02 Viðar er milli steins og sleggju eða Framsóknarflokksins og Sigurðar Inga annars vegar og hins vegar Sigmundar Davíðs. Framsóknarflokkurinn neitar að greiða Viðari Garðarssyni hjá Forystu ehf. fyrir kynningar- og undirbúningsþjónustu innta af hendi í formannstíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Langt er frá að um heilt sé gróið milli Framsóknar og Sigmundar og er þetta mál komið fyrir dómstóla.Einlægur stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Í dag er fyrirtaka í forvitnilegu máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þar stefnir Forysta ehf. Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. Forysta er kynningar- og fjölmiðlafyrirtæki sem hefur starfað fyrir Framsóknarflokkinn en Viðar Garðarsson, fyrirsvarsmaður Forystu er mikill stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. Hann og fyrirtæki hans hafa meðal annars sett upp stuðningsmannavefi þar sem hans sjónarmiðum er haldið á loft. Vísir spurði Viðar út í málið en hann sagðist ekki vilja tjá sig að sinni. Málið væri á viðkvæmu stigi. Eftir því sem næst verður komist snýst þetta mál um vinnu sem Viðar og Forysta inntu af hendi í tíð Sigmundar Davíðs, þá er hann var formaður Framsóknarflokksins. Sú vinna snéri að undirbúningi fyrir kosningar sem samkvæmt öllu óbreyttu áttu að fara fram vor 2017. Síðan urðu verulegar vendingar ófyrirséðar. Kosningum er flýtt og Sigmundur Davíð í kjölfarið settur af sem formaður í blóðugum formannsslag og Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við.Ekki um heilt gróið Svo virðist sem Framsóknarflokkurinn líti svo á að hann sé óbundinn af verkefnum sem Sigmundur Davíð lagði upp og að forsendur hafi breyst með svo afgerandi hætti; og að þetta snúi þá meira að Sigmundi Davíð og þá Miðflokki hans fremur en Framsóknarflokknum. Samkvæmt heimildum Vísis hlaupa reikningar frá Viðari á einhverjum milljónum og snúa meðal annars að einhverjum undirverktökum Forystu ehf. Málið virðist þannig að einhverju grundvallast á særindum milli fyrrum formanns og svo flokks. Sár milli Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eru djúp og langt í frá gróin. Sem svo gæti sett strik í reikninginn og haft sitt að segja í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira
Framsóknarflokkurinn neitar að greiða Viðari Garðarssyni hjá Forystu ehf. fyrir kynningar- og undirbúningsþjónustu innta af hendi í formannstíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Langt er frá að um heilt sé gróið milli Framsóknar og Sigmundar og er þetta mál komið fyrir dómstóla.Einlægur stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Í dag er fyrirtaka í forvitnilegu máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þar stefnir Forysta ehf. Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. Forysta er kynningar- og fjölmiðlafyrirtæki sem hefur starfað fyrir Framsóknarflokkinn en Viðar Garðarsson, fyrirsvarsmaður Forystu er mikill stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. Hann og fyrirtæki hans hafa meðal annars sett upp stuðningsmannavefi þar sem hans sjónarmiðum er haldið á loft. Vísir spurði Viðar út í málið en hann sagðist ekki vilja tjá sig að sinni. Málið væri á viðkvæmu stigi. Eftir því sem næst verður komist snýst þetta mál um vinnu sem Viðar og Forysta inntu af hendi í tíð Sigmundar Davíðs, þá er hann var formaður Framsóknarflokksins. Sú vinna snéri að undirbúningi fyrir kosningar sem samkvæmt öllu óbreyttu áttu að fara fram vor 2017. Síðan urðu verulegar vendingar ófyrirséðar. Kosningum er flýtt og Sigmundur Davíð í kjölfarið settur af sem formaður í blóðugum formannsslag og Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við.Ekki um heilt gróið Svo virðist sem Framsóknarflokkurinn líti svo á að hann sé óbundinn af verkefnum sem Sigmundur Davíð lagði upp og að forsendur hafi breyst með svo afgerandi hætti; og að þetta snúi þá meira að Sigmundi Davíð og þá Miðflokki hans fremur en Framsóknarflokknum. Samkvæmt heimildum Vísis hlaupa reikningar frá Viðari á einhverjum milljónum og snúa meðal annars að einhverjum undirverktökum Forystu ehf. Málið virðist þannig að einhverju grundvallast á særindum milli fyrrum formanns og svo flokks. Sár milli Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eru djúp og langt í frá gróin. Sem svo gæti sett strik í reikninginn og haft sitt að segja í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Sjá meira