Framsókn neitar að greiða reikninga frá í tíð Sigmundar Jakob Bjarnar skrifar 7. nóvember 2017 12:02 Viðar er milli steins og sleggju eða Framsóknarflokksins og Sigurðar Inga annars vegar og hins vegar Sigmundar Davíðs. Framsóknarflokkurinn neitar að greiða Viðari Garðarssyni hjá Forystu ehf. fyrir kynningar- og undirbúningsþjónustu innta af hendi í formannstíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Langt er frá að um heilt sé gróið milli Framsóknar og Sigmundar og er þetta mál komið fyrir dómstóla.Einlægur stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Í dag er fyrirtaka í forvitnilegu máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þar stefnir Forysta ehf. Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. Forysta er kynningar- og fjölmiðlafyrirtæki sem hefur starfað fyrir Framsóknarflokkinn en Viðar Garðarsson, fyrirsvarsmaður Forystu er mikill stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. Hann og fyrirtæki hans hafa meðal annars sett upp stuðningsmannavefi þar sem hans sjónarmiðum er haldið á loft. Vísir spurði Viðar út í málið en hann sagðist ekki vilja tjá sig að sinni. Málið væri á viðkvæmu stigi. Eftir því sem næst verður komist snýst þetta mál um vinnu sem Viðar og Forysta inntu af hendi í tíð Sigmundar Davíðs, þá er hann var formaður Framsóknarflokksins. Sú vinna snéri að undirbúningi fyrir kosningar sem samkvæmt öllu óbreyttu áttu að fara fram vor 2017. Síðan urðu verulegar vendingar ófyrirséðar. Kosningum er flýtt og Sigmundur Davíð í kjölfarið settur af sem formaður í blóðugum formannsslag og Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við.Ekki um heilt gróið Svo virðist sem Framsóknarflokkurinn líti svo á að hann sé óbundinn af verkefnum sem Sigmundur Davíð lagði upp og að forsendur hafi breyst með svo afgerandi hætti; og að þetta snúi þá meira að Sigmundi Davíð og þá Miðflokki hans fremur en Framsóknarflokknum. Samkvæmt heimildum Vísis hlaupa reikningar frá Viðari á einhverjum milljónum og snúa meðal annars að einhverjum undirverktökum Forystu ehf. Málið virðist þannig að einhverju grundvallast á særindum milli fyrrum formanns og svo flokks. Sár milli Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eru djúp og langt í frá gróin. Sem svo gæti sett strik í reikninginn og haft sitt að segja í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Framsóknarflokkurinn neitar að greiða Viðari Garðarssyni hjá Forystu ehf. fyrir kynningar- og undirbúningsþjónustu innta af hendi í formannstíð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Langt er frá að um heilt sé gróið milli Framsóknar og Sigmundar og er þetta mál komið fyrir dómstóla.Einlægur stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Í dag er fyrirtaka í forvitnilegu máli fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en þar stefnir Forysta ehf. Framsóknarflokknum vegna vangoldinna reikninga. Forysta er kynningar- og fjölmiðlafyrirtæki sem hefur starfað fyrir Framsóknarflokkinn en Viðar Garðarsson, fyrirsvarsmaður Forystu er mikill stuðningsmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Miðflokksins. Hann og fyrirtæki hans hafa meðal annars sett upp stuðningsmannavefi þar sem hans sjónarmiðum er haldið á loft. Vísir spurði Viðar út í málið en hann sagðist ekki vilja tjá sig að sinni. Málið væri á viðkvæmu stigi. Eftir því sem næst verður komist snýst þetta mál um vinnu sem Viðar og Forysta inntu af hendi í tíð Sigmundar Davíðs, þá er hann var formaður Framsóknarflokksins. Sú vinna snéri að undirbúningi fyrir kosningar sem samkvæmt öllu óbreyttu áttu að fara fram vor 2017. Síðan urðu verulegar vendingar ófyrirséðar. Kosningum er flýtt og Sigmundur Davíð í kjölfarið settur af sem formaður í blóðugum formannsslag og Sigurður Ingi Jóhannsson tekur við.Ekki um heilt gróið Svo virðist sem Framsóknarflokkurinn líti svo á að hann sé óbundinn af verkefnum sem Sigmundur Davíð lagði upp og að forsendur hafi breyst með svo afgerandi hætti; og að þetta snúi þá meira að Sigmundi Davíð og þá Miðflokki hans fremur en Framsóknarflokknum. Samkvæmt heimildum Vísis hlaupa reikningar frá Viðari á einhverjum milljónum og snúa meðal annars að einhverjum undirverktökum Forystu ehf. Málið virðist þannig að einhverju grundvallast á særindum milli fyrrum formanns og svo flokks. Sár milli Framsóknarflokksins og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar eru djúp og langt í frá gróin. Sem svo gæti sett strik í reikninginn og haft sitt að segja í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira