Hnerri hafi mögulega orsakað 180 km hraða á Reykjanesbrautinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2017 23:30 Magnús Ólafur Garðarsson er stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon. Vísir/Eyþór Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, segir mögulegt að hnerri hafi valdið því að Tesla bifreið hans skaust upp í um 180 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni í desember í fyrra. Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara á hendur Magnúsi Ólafi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Magnús er grunaður um „stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“ á Teslunni en í umrætt skipti á Reykjanesbraut varð harður árekstur þar sem ökumaður hins bílsins var fluttur á sjúkrahús. Þá skemmdist bíll hans mikið. Helstu álitamálin fyrir dómi eru þau hvort upplýsingar úr Teslu bifreið Magnúsar, sem er rafmagnsbíll af fremstu gerð og metinn á um tuttugu milljónir króna, er varðar þann hraða sem bíllinn var á þegar áreksturinn varð verði teknar gildar. Sömuleiðis hvort haldlagning lögreglu á bílnum hafi verið í lagi en Magnús Ólafur telur lögreglu hafa farið gegn heimildum sínum og brotið gegn friðhelgi með því að fara í gegnum persónuupplýsingar í bílnum án dómsúrskurðar. Rétt er að taka fram að það mál á hendur Magnúsi sem nú er til meðferðar fyrir dómstólum er ótengt öðru máli sem héraðssaksóknari hefur til rannsóknar á hendur honum. Það mál snýr að grun um allt að hálfs milljarðs króna fjársvika í starfi sem forstjóri United Silicon en bæði United Silicon og Arion banki hafa kært Magnús fyrir fjársvik. Hann neitar sök í því máli og segir að um slag á eignarhaldi sé að ræða.Magnús hrökklaðist frá störfum í Danmörku eftir að hafa orðið uppvís af að hafa brotið á réttindum pólskra verkamanna, misnotað nafn fyrirtækisins COWI og reikninga. Hér er hann að ræða við danskan lögreglumann.Ekkert CO2 Magnús var ekki viðstaddur aðalmeðferð málsins sem hófst í héraðsdómi í gær. Nokkur vitni komu fyrir dóminn, aðallega lögreglumenn, en stuðst er við framburð Magnúsar í skýrslutöku hjá lögreglu. Það var að morgni þriðjudagsins 20. desember 2016 sem Magnús ók Teslu bifreið sinni með einkanúmerinu NO-CO2 vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Þar er honum gefið að sök að hafa tekið fram úr fjölda bíla án þess að sinna aðgæsluskyldu við framúrakstur. Minnstu munaði að árekstur yrði við bíla sem komu úr gagnstæðri átt, segir í ákærunni. Er talið að Magnús hafi verið á tæplega 183 km hraða skömmu áður en hann ók hægra framhorni bílsins aftan á vinstra afturhorn annars bíls, af gerðinni Toyota Yaris, sem ekið var í sömu átt, við Hvassahraun. Afleiðingarnar voru þær að síðarnefndi bíllinn hafnaði utan vegar og varð fyrir skemmdum. Ökumaður þeirrar bifreiðar skall með höfuðið í stýri bílsins, missti meðvitund um stund og hlaut 2,5 sm langan skurð á efra augnloki, bólgu á nefi, glerungssprungur á miðframtönn og hliðarframtönn. Með akstri sínum raskaði ákærði umferðaröryggi á alfaraleið og á ófyrirleitin hátt stofnað lífi og heilsu hins ökumannsins í hættu auk annarra vegfarenda segir í ákæru. Reykjanesbrautin hafi verið blaut og hál auk þess sem skyggni var slæmt vegna veðurs og myrkurs.Vitni segja Magnús hafa tekið fram úr nokkrum bílum á ofsahraða á Reykjanesbrautinni nærri álverinu í Straumsvík.vísir/vilhelmÓk aftan á Yaris Lagt var hald á Teslu bíl Magnúsar í tengslum við rannsókn lögreglunnar. Fyrir dómi í gær kom fram að lögreglan á Suðurnesjum, sem fór með rannsókn málsins á fyrstu stigum, hefði fengið gögn úr rafbílnum með aðstoð framleiðanda bílsins. Samkvæmt gögnunum var Magnús Ólafur á fyrrnefndum um 180 km hraða, eða tvöföldum hámarkshraða, fimmtán sekúndum áður en Teslan hafnaði á Toyota Yaris bílnum. Magnús viðurkenndi í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa ekið bíl sínum of hratt, en þó ekki næstum því svo hratt. Nefndi hann við skýrslutöku að ástæða þess að gögn Teslunnar sýndu svo mikinn hraða væri mögulega sú að hann hefði hnerrað, sem hefði orsakað skyndilega hröðun. Koma verður í ljós hvort héraðsdómur fallist á að upplýsingar úr gögnum framleiðandans verði metnar gildar fyrir dómi. Sömuleiðis er tekist á um það hvort haldlagning lögreglu á bílnum hafi verið samkvæmt lögum. Saksóknari í málinu fór fram á kyrrsetningu bílsins meðal annars af þeim sökum að um tíu hraðakstursmál eru í kerfinu á Íslandi og í Danmörku er snerta Magnús. Um sé að ræða „gróf“ hraðakstursbrot og sjö þeirra séu frá því árið 2016. Magnús segir að „um afar einfalt mál sé að ræða,“ eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar er snýr að haldlagningu á Teslunni. Hann hafi misst stjórn á bílnum vegna ytri aðstæðna með þeim afleiðingum að hann hafi rekist á annan bíl. Hann segir málið gefa ekkert tilefni til þeirrar ítarlegu og íþyngjandi rannsóknar sem hann hafi þurft að sæta. Ekkert tilefni sé til haldlagningar lengur og lagaskilyrði bresti til að halda bílnum áfram. Saksóknari hafði aftur á móti einnig áhyggjur af því að fengi Magnús að nálgast bílinn og síðar meir yrði fallist á upptöku bílsins gæti reynst erfitt að nálgast hann því til stæði að flytja bílinn til útlanda. Magnús er búsettur í Danmörku. Aðalmeðferðinni í því sem mætti kalla ofsaakstursmáli Magnúsar hefur verið frestað þar til síðar í mánuðinum. Ekki liggur fyrir hvort Magnús muni mæta fyrir dóminn.Frétt Viðskiptablaðsins um nýjan bíl Mangúsar árið 2015.Skjáskot af VB.is3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið Töluvert hefur verið fjallað um Teslu Magnúsar en hann er mikill áhugamaður um þess konar bíla eins og fram kom í viðtali við hann í Viðskiptablaðinu í mars 2015. Um er að ræða Teslu Model S P85 en hann var fyrir rúmum tveimur árum aflmesti og dýrasti rafbíll sem komið hafði til Íslands. Einkanúmerið NO CO2 vísar til þess að enginn útblástur er frá bílnum enda rafmagnsbíll. „Bíllinn er gríðarlega kraftmikill. Hann er fjórhjóladrifinn og með tvo rafmótora, einn að framan og einn að aftan. Rafmótorarnir tveir skila samtals 690 hestöflum. Bíllinn er aðeins 3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Hámarkshraði bílsins er 250 km/klst,“ segir í umfjöllun Viðskiptablaðsins. Magnús var í hópi um 220 ökumanna sem komust í heimsmetabók Guinnes sumarið 2014 fyrir lengstu samfelldu röð rafbíla sem ekið hefur saman. Bílunum var ekið yfir Eyrarsundsbrúnna, frá Malmö til Kaupmannahafnar.Atli Már Gylfason (til hægri) á góðri stundu með Justin Bieber þegar kanadíski söngvarinn sótti Ísland heim um árið.Þormar VignirSakar lögreglumenn um leka Það er ekki aðeins Magnús sem sætir kæru og ákæru því Magnús hefur sömuleiðis lagt fram kæru á hendur lögreglunni á Suðurnesjum og starfsmönnum héraðssaksóknara eins og Vísir hefur fjallað um. Hann telur að lögreglumenn hafi gerst sekir um að leka upplýsingum til blaðamanns DV, Atla Más Gylfasonar, sem fjallaði fyrstur um rannsóknina á slysinu á Reykjanesbraut þann 20. desember í fyrra. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi og hafa ritstjórar DV og blaðamaður gefið skýrslu vegna málsins. Telur Magnús að Atli Már hafi haft óeðlilegan aðgang að upplýsingum við vinnslu fréttarinnar um árekstur Tesla-bifreiðarinnar. Atli hefur sagst hvorki hafa fengið upplýsingar frá héraðssaksóknara né lögreglunni á Suðurnesjum. Þá muni hann aldrei gefa upp heimildarmenn sína. Tengdar fréttir Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Magnús kærði starfsmenn héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar og aðstoðar lögreglan á Vesturlandi við hana. 13. september 2017 23:41 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Magnús Ólafur Garðarsson, stofnandi og fyrrverandi forstjóri United Silicon, segir mögulegt að hnerri hafi valdið því að Tesla bifreið hans skaust upp í um 180 kílómetra hraða á Reykjanesbrautinni í desember í fyrra. Þetta kom fram við aðalmeðferð í máli héraðssaksóknara á hendur Magnúsi Ólafi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Magnús er grunaður um „stórfelldan og ítrekaðan hraðakstur“ á Teslunni en í umrætt skipti á Reykjanesbraut varð harður árekstur þar sem ökumaður hins bílsins var fluttur á sjúkrahús. Þá skemmdist bíll hans mikið. Helstu álitamálin fyrir dómi eru þau hvort upplýsingar úr Teslu bifreið Magnúsar, sem er rafmagnsbíll af fremstu gerð og metinn á um tuttugu milljónir króna, er varðar þann hraða sem bíllinn var á þegar áreksturinn varð verði teknar gildar. Sömuleiðis hvort haldlagning lögreglu á bílnum hafi verið í lagi en Magnús Ólafur telur lögreglu hafa farið gegn heimildum sínum og brotið gegn friðhelgi með því að fara í gegnum persónuupplýsingar í bílnum án dómsúrskurðar. Rétt er að taka fram að það mál á hendur Magnúsi sem nú er til meðferðar fyrir dómstólum er ótengt öðru máli sem héraðssaksóknari hefur til rannsóknar á hendur honum. Það mál snýr að grun um allt að hálfs milljarðs króna fjársvika í starfi sem forstjóri United Silicon en bæði United Silicon og Arion banki hafa kært Magnús fyrir fjársvik. Hann neitar sök í því máli og segir að um slag á eignarhaldi sé að ræða.Magnús hrökklaðist frá störfum í Danmörku eftir að hafa orðið uppvís af að hafa brotið á réttindum pólskra verkamanna, misnotað nafn fyrirtækisins COWI og reikninga. Hér er hann að ræða við danskan lögreglumann.Ekkert CO2 Magnús var ekki viðstaddur aðalmeðferð málsins sem hófst í héraðsdómi í gær. Nokkur vitni komu fyrir dóminn, aðallega lögreglumenn, en stuðst er við framburð Magnúsar í skýrslutöku hjá lögreglu. Það var að morgni þriðjudagsins 20. desember 2016 sem Magnús ók Teslu bifreið sinni með einkanúmerinu NO-CO2 vestur Reykjanesbraut til móts við álverið í Straumsvík. Þar er honum gefið að sök að hafa tekið fram úr fjölda bíla án þess að sinna aðgæsluskyldu við framúrakstur. Minnstu munaði að árekstur yrði við bíla sem komu úr gagnstæðri átt, segir í ákærunni. Er talið að Magnús hafi verið á tæplega 183 km hraða skömmu áður en hann ók hægra framhorni bílsins aftan á vinstra afturhorn annars bíls, af gerðinni Toyota Yaris, sem ekið var í sömu átt, við Hvassahraun. Afleiðingarnar voru þær að síðarnefndi bíllinn hafnaði utan vegar og varð fyrir skemmdum. Ökumaður þeirrar bifreiðar skall með höfuðið í stýri bílsins, missti meðvitund um stund og hlaut 2,5 sm langan skurð á efra augnloki, bólgu á nefi, glerungssprungur á miðframtönn og hliðarframtönn. Með akstri sínum raskaði ákærði umferðaröryggi á alfaraleið og á ófyrirleitin hátt stofnað lífi og heilsu hins ökumannsins í hættu auk annarra vegfarenda segir í ákæru. Reykjanesbrautin hafi verið blaut og hál auk þess sem skyggni var slæmt vegna veðurs og myrkurs.Vitni segja Magnús hafa tekið fram úr nokkrum bílum á ofsahraða á Reykjanesbrautinni nærri álverinu í Straumsvík.vísir/vilhelmÓk aftan á Yaris Lagt var hald á Teslu bíl Magnúsar í tengslum við rannsókn lögreglunnar. Fyrir dómi í gær kom fram að lögreglan á Suðurnesjum, sem fór með rannsókn málsins á fyrstu stigum, hefði fengið gögn úr rafbílnum með aðstoð framleiðanda bílsins. Samkvæmt gögnunum var Magnús Ólafur á fyrrnefndum um 180 km hraða, eða tvöföldum hámarkshraða, fimmtán sekúndum áður en Teslan hafnaði á Toyota Yaris bílnum. Magnús viðurkenndi í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa ekið bíl sínum of hratt, en þó ekki næstum því svo hratt. Nefndi hann við skýrslutöku að ástæða þess að gögn Teslunnar sýndu svo mikinn hraða væri mögulega sú að hann hefði hnerrað, sem hefði orsakað skyndilega hröðun. Koma verður í ljós hvort héraðsdómur fallist á að upplýsingar úr gögnum framleiðandans verði metnar gildar fyrir dómi. Sömuleiðis er tekist á um það hvort haldlagning lögreglu á bílnum hafi verið samkvæmt lögum. Saksóknari í málinu fór fram á kyrrsetningu bílsins meðal annars af þeim sökum að um tíu hraðakstursmál eru í kerfinu á Íslandi og í Danmörku er snerta Magnús. Um sé að ræða „gróf“ hraðakstursbrot og sjö þeirra séu frá því árið 2016. Magnús segir að „um afar einfalt mál sé að ræða,“ eins og fram kemur í dómi Hæstaréttar er snýr að haldlagningu á Teslunni. Hann hafi misst stjórn á bílnum vegna ytri aðstæðna með þeim afleiðingum að hann hafi rekist á annan bíl. Hann segir málið gefa ekkert tilefni til þeirrar ítarlegu og íþyngjandi rannsóknar sem hann hafi þurft að sæta. Ekkert tilefni sé til haldlagningar lengur og lagaskilyrði bresti til að halda bílnum áfram. Saksóknari hafði aftur á móti einnig áhyggjur af því að fengi Magnús að nálgast bílinn og síðar meir yrði fallist á upptöku bílsins gæti reynst erfitt að nálgast hann því til stæði að flytja bílinn til útlanda. Magnús er búsettur í Danmörku. Aðalmeðferðinni í því sem mætti kalla ofsaakstursmáli Magnúsar hefur verið frestað þar til síðar í mánuðinum. Ekki liggur fyrir hvort Magnús muni mæta fyrir dóminn.Frétt Viðskiptablaðsins um nýjan bíl Mangúsar árið 2015.Skjáskot af VB.is3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið Töluvert hefur verið fjallað um Teslu Magnúsar en hann er mikill áhugamaður um þess konar bíla eins og fram kom í viðtali við hann í Viðskiptablaðinu í mars 2015. Um er að ræða Teslu Model S P85 en hann var fyrir rúmum tveimur árum aflmesti og dýrasti rafbíll sem komið hafði til Íslands. Einkanúmerið NO CO2 vísar til þess að enginn útblástur er frá bílnum enda rafmagnsbíll. „Bíllinn er gríðarlega kraftmikill. Hann er fjórhjóladrifinn og með tvo rafmótora, einn að framan og einn að aftan. Rafmótorarnir tveir skila samtals 690 hestöflum. Bíllinn er aðeins 3,4 sekúndur úr kyrrstöðu í hundraðið samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. Hámarkshraði bílsins er 250 km/klst,“ segir í umfjöllun Viðskiptablaðsins. Magnús var í hópi um 220 ökumanna sem komust í heimsmetabók Guinnes sumarið 2014 fyrir lengstu samfelldu röð rafbíla sem ekið hefur saman. Bílunum var ekið yfir Eyrarsundsbrúnna, frá Malmö til Kaupmannahafnar.Atli Már Gylfason (til hægri) á góðri stundu með Justin Bieber þegar kanadíski söngvarinn sótti Ísland heim um árið.Þormar VignirSakar lögreglumenn um leka Það er ekki aðeins Magnús sem sætir kæru og ákæru því Magnús hefur sömuleiðis lagt fram kæru á hendur lögreglunni á Suðurnesjum og starfsmönnum héraðssaksóknara eins og Vísir hefur fjallað um. Hann telur að lögreglumenn hafi gerst sekir um að leka upplýsingum til blaðamanns DV, Atla Más Gylfasonar, sem fjallaði fyrstur um rannsóknina á slysinu á Reykjanesbraut þann 20. desember í fyrra. Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Vesturlandi og hafa ritstjórar DV og blaðamaður gefið skýrslu vegna málsins. Telur Magnús að Atli Már hafi haft óeðlilegan aðgang að upplýsingum við vinnslu fréttarinnar um árekstur Tesla-bifreiðarinnar. Atli hefur sagst hvorki hafa fengið upplýsingar frá héraðssaksóknara né lögreglunni á Suðurnesjum. Þá muni hann aldrei gefa upp heimildarmenn sína.
Tengdar fréttir Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45 Magnús kærði starfsmenn héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar og aðstoðar lögreglan á Vesturlandi við hana. 13. september 2017 23:41 Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30 Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48 Mest lesið Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Erlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Magnús grunaður um að hafa dregið sér allt að hálfan milljarð frá United Silicon Stjórn United Silicon hefur kært Magnús Ólaf Garðarsson, fyrrverandi forstjóra og stofnanda fyrirtækisins, til Embættis héraðssaksóknara vegna gruns um stórfelld auðgunarbrot og skjalafals frá árinu 2014. 11. september 2017 20:45
Magnús kærði starfsmenn héraðssaksóknara fyrir upplýsingaleka til DV Ríkissaksóknari hefur málið til rannsóknar og aðstoðar lögreglan á Vesturlandi við hana. 13. september 2017 23:41
Kísilkóngurinn selur 450 fermetra einbýlishús á 150 milljónir Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri og stofnandi hins umdeilda fyrirtækis United Silicon, er grunaður um hafa dregið sér um hálfan milljarð með fölsuðum reikningum gefnum út á búnaðarframleiðandann Tenova Pyromet á Ítalíu. 14. september 2017 13:30
Svipmynd af Magnúsi Garðarssyni: Dýfingameistari, ökufantur og ævintýramaður Ævintýralegur ferill fyrrverandi forstjóra United Silicon. 13. september 2017 09:48