Innlent

Ragnar Þór kjörinn formaður Kennarasambands Íslands

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ragnar Þór Pétursson er nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands.
Ragnar Þór Pétursson er nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands.
Ragnar Þór Pétursson hefur verið kjörinn formaður Kennarasambands Íslands en þrjú voru í framboði til formanns og hlaut Ragnar 56,3 prósent atkvæða. Atkvæði féllu þannig að því er fram kemur á heimasíðu KÍ:

•    Guðríður Arnardóttir hlaut 1.944 atkvæði eða 34,2%

•    Ólafur Loftsson hlaut 392 atkvæði eða 6,9%

•    Ragnar Þór Pétursson hlaut 3.205 atkvæði eða 56,3%

•    Auðir seðlar 150 eða 2,6%

Alls voru 10.675 á kjörskrá og greiddu 5.691 atkvæði eða 53,3 prósent.

 

„Atkvæðagreiðslan var rafræn; hún hófst klukkan 9:00 miðvikudaginn 1. nóvember og lauk klukkan 14.00 í dag.

Ragnar Þór tekur við formennsku af Þórði Árna Hjaltested á VII þingi Kennarasambandsins sem fram fer í apríl á næsta ári. Þórður lætur þá af embætti en hann hefur gegnt formennsku í KÍ frá árinu 2011. Eiríkur Jónsson var fyrsti formaður KÍ, sat frá árinu 2000 til 2011,“ segir á vef Kennarasambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×