Deilt um forsæti og stólafjölda Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 8. nóvember 2017 06:00 Þrátt fyrir að mesti þunginn sé í samræðum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks, eru forystumenn flestra flokka mjög að tala saman, ýmist á fundum eða í síma. vísir Störukeppni er orðið sem flestir viðmælenda blaðsins nota til að lýsa stöðunni í samtölum flokka um myndun ríkisstjórnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræða forystumenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og eftir atvikum Framsóknarflokks nú aðallega um hver eigi að leiða viðræður, hver sé ákjósanlegasta forsætisráðherraefnið og hvort mynda eigi þriggja flokka stjórn eða láta undan Katrínu Jakobsdóttur með breikkun stjórnar og innkomu Samfylkingar eða mögulega Viðreisnar. Bæði Katrín og Bjarni vilja leiða ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn segja þvert nei við breikkun og eru Bjarni og Sigurður Ingi sagðir þrýsta mjög á Katrínu um að mynda með þeim stjórn án aðkomu annarra flokka. Viðmælendur Fréttablaðsins úr röðum Sjálfstæðismanna segja sína menn leggja þunga áherslu á að Bjarni leiði viðræður og verði í forsæti í næstu ríkisstjórn en fái að öðrum kosti fleiri ráðherrastóla. Stólafjöldinn er helsta ástæða þess að Sjálfstæðismenn vilja heldur þriggja flokka stjórn en fjögurra, segja viðmælendur Fréttablaðsins. Nokkurrar kergju gætir í garð Framsóknarflokksins eftir að slitnaði upp úr viðræðum vinstri flokkanna síðastliðinn mánudag og traustið milli Katrínar og forystumanna Framsóknarflokksins er brothættara en verið hefur, herma heimildir blaðsins. Þrátt fyrir að mesti þunginn sé í samræðum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks, eru forystumenn flestra flokka mjög að tala saman, ýmist á fundum eða í síma. Þótt minna fari fyrir Miðflokknum en áður er Sigmundur Davíð alls ekki útilokaður frá þátttöku í ríkisstjórn og hafa bæði Bjarni Benediktsson og Katrín átt við hann samtöl á allra síðustu dögum. Beðið er enn átekta með ákvörðun um þingsetningu en þótt stutt sé liðið frá kosningum er skammur tími til afgreiðslu fjárlaga. „Ef línur verða ekki farnar að skýrast þegar líður á næstu viku eða í lok næstu viku, þá náttúrulega þurfa menn að fara að undirbúa mögulega þingsetningu með eða án ríkisstjórnar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, sitjandi forseti Alþingis, og bætir við: „Jafnvel þótt ný ríkisstjórn yrði til fljótlega upp úr því þá er viðbúið að ný stjórn vilji fá einhverja daga til að formera sig og hugsanlega setja sitt mark á fjárlagafrumvarp, en þá þyrfti engu að síður að fara að undirbúa að þing kæmi saman.“ Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvenær Alþingi verður sett er undirbúningur fyrir þingstörfin að komast á skrið. Nýir alþingismenn hittast á Alþingi í dag og fá kynningu um þinghúsið og þingstörfin. Þá hefur fyrsti fundur formanna þingflokka með forseta verið boðaður á morgun, fimmtudag. Á fundinum verður farið yfir það sem fram undan er; skipan fastanefnda og önnur praktísk atriði sem tengjast upphafi þingstarfa að afloknum kosningum. Tíminn fer nú að verða knappur til fjárlagavinnu en þingið þarf að afgreiða fjárlög fyrir áramót. Eftir haustkosningarnar í fyrra tókst með naumindum að samþykkja fjárlög fyrir jól en þing var ekki kallað saman fyrr en 6. desember og voru fjárlög afgreidd á rúmum tveimur vikum án þess að ríkisstjórn hefði verið mynduð. Verði stjórn ekki mynduð á allra næstu vikum verður þing kallað saman án ríkisstjórnar og mun þá Benedikt Jóhannesson, sem féll af þingi í nýafstöðnum kosningunum, stíga í ræðustól Alþingis og mæla fyrir fjárlagafrumvarpi, sem skylt er, enda er hann enn og verður fjármálaráðherra í starfsstjórn þar til forseti veitir sitjandi ráðherrum lausn og skipar nýja í þeirra stað. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira
Störukeppni er orðið sem flestir viðmælenda blaðsins nota til að lýsa stöðunni í samtölum flokka um myndun ríkisstjórnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins ræða forystumenn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og eftir atvikum Framsóknarflokks nú aðallega um hver eigi að leiða viðræður, hver sé ákjósanlegasta forsætisráðherraefnið og hvort mynda eigi þriggja flokka stjórn eða láta undan Katrínu Jakobsdóttur með breikkun stjórnar og innkomu Samfylkingar eða mögulega Viðreisnar. Bæði Katrín og Bjarni vilja leiða ríkisstjórn. Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn segja þvert nei við breikkun og eru Bjarni og Sigurður Ingi sagðir þrýsta mjög á Katrínu um að mynda með þeim stjórn án aðkomu annarra flokka. Viðmælendur Fréttablaðsins úr röðum Sjálfstæðismanna segja sína menn leggja þunga áherslu á að Bjarni leiði viðræður og verði í forsæti í næstu ríkisstjórn en fái að öðrum kosti fleiri ráðherrastóla. Stólafjöldinn er helsta ástæða þess að Sjálfstæðismenn vilja heldur þriggja flokka stjórn en fjögurra, segja viðmælendur Fréttablaðsins. Nokkurrar kergju gætir í garð Framsóknarflokksins eftir að slitnaði upp úr viðræðum vinstri flokkanna síðastliðinn mánudag og traustið milli Katrínar og forystumanna Framsóknarflokksins er brothættara en verið hefur, herma heimildir blaðsins. Þrátt fyrir að mesti þunginn sé í samræðum Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks, eru forystumenn flestra flokka mjög að tala saman, ýmist á fundum eða í síma. Þótt minna fari fyrir Miðflokknum en áður er Sigmundur Davíð alls ekki útilokaður frá þátttöku í ríkisstjórn og hafa bæði Bjarni Benediktsson og Katrín átt við hann samtöl á allra síðustu dögum. Beðið er enn átekta með ákvörðun um þingsetningu en þótt stutt sé liðið frá kosningum er skammur tími til afgreiðslu fjárlaga. „Ef línur verða ekki farnar að skýrast þegar líður á næstu viku eða í lok næstu viku, þá náttúrulega þurfa menn að fara að undirbúa mögulega þingsetningu með eða án ríkisstjórnar,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, sitjandi forseti Alþingis, og bætir við: „Jafnvel þótt ný ríkisstjórn yrði til fljótlega upp úr því þá er viðbúið að ný stjórn vilji fá einhverja daga til að formera sig og hugsanlega setja sitt mark á fjárlagafrumvarp, en þá þyrfti engu að síður að fara að undirbúa að þing kæmi saman.“ Þrátt fyrir að ekki liggi fyrir hvenær Alþingi verður sett er undirbúningur fyrir þingstörfin að komast á skrið. Nýir alþingismenn hittast á Alþingi í dag og fá kynningu um þinghúsið og þingstörfin. Þá hefur fyrsti fundur formanna þingflokka með forseta verið boðaður á morgun, fimmtudag. Á fundinum verður farið yfir það sem fram undan er; skipan fastanefnda og önnur praktísk atriði sem tengjast upphafi þingstarfa að afloknum kosningum. Tíminn fer nú að verða knappur til fjárlagavinnu en þingið þarf að afgreiða fjárlög fyrir áramót. Eftir haustkosningarnar í fyrra tókst með naumindum að samþykkja fjárlög fyrir jól en þing var ekki kallað saman fyrr en 6. desember og voru fjárlög afgreidd á rúmum tveimur vikum án þess að ríkisstjórn hefði verið mynduð. Verði stjórn ekki mynduð á allra næstu vikum verður þing kallað saman án ríkisstjórnar og mun þá Benedikt Jóhannesson, sem féll af þingi í nýafstöðnum kosningunum, stíga í ræðustól Alþingis og mæla fyrir fjárlagafrumvarpi, sem skylt er, enda er hann enn og verður fjármálaráðherra í starfsstjórn þar til forseti veitir sitjandi ráðherrum lausn og skipar nýja í þeirra stað.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Fleiri fréttir „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Sjá meira