Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á leið í þinghúsið eftir fund formannanna fjögurra á mánudag. vísir/vilhelm Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. Þrátt fyrir að forystumenn keppist við að segja allt galopið virðist raunin sú að allir kostir eru erfiðleikum bundnir. Margir spá því að forsetinn fari að hugsa sér til hreyfings og veiti Bjarna Benediktssyni umboð til stjórnarmyndunar. Hins vegar eru flestir þeirrar skoðunar meðal viðmælenda blaðsins að Katrín Jakobsdóttir standi með pálmann í höndunum. Hún á hins vegar bæði völina og kvölina enda stendur hún frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort eigi að mynda ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í óþökk margra flokksfélaga sinna. Með stjórnarmyndunarumboði hefði Bjarni hins vegar sterkari stöðu gagnvart Katrínu, sérstaklega varðandi embætti forsætisráðherra enda gerð rík krafa um það í báðum flokkum að formenn þeirra leiði ríkisstjórn. Eins ogblaðið greindi frá í gær heyrast raddir innan þingflokks Sjálfstæðismanna að Bjarni eigi þann kost að gefa Katrínu eftir forsætið gegn því að fá fleiri ráðherrastóla enda margir reyndir stjórnmálamenn í þingflokknum sem Bjarna gæti reynst erfitt að ganga fram hjá við myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að Bjarni hafi orðað viðræður við Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eru skiptar skoðanir um hvort sú stjórn er raunhæfur kostur enda ekki einhugur um samstarf í þá átt, hvorki meðal Sjálfstæðismanna né Framsóknarmanna. Þrýst er á Katrínu að reyna aftur viðræður frá vinstri til miðju með þátttöku Viðreisnar, í stað þess að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Samkvæmt heimildum eru meiri líkur á að Viðreisn taki sæti í stjórn frá vinstri til miðju en með Sjálfstæðisflokki. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. Þrátt fyrir að forystumenn keppist við að segja allt galopið virðist raunin sú að allir kostir eru erfiðleikum bundnir. Margir spá því að forsetinn fari að hugsa sér til hreyfings og veiti Bjarna Benediktssyni umboð til stjórnarmyndunar. Hins vegar eru flestir þeirrar skoðunar meðal viðmælenda blaðsins að Katrín Jakobsdóttir standi með pálmann í höndunum. Hún á hins vegar bæði völina og kvölina enda stendur hún frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort eigi að mynda ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í óþökk margra flokksfélaga sinna. Með stjórnarmyndunarumboði hefði Bjarni hins vegar sterkari stöðu gagnvart Katrínu, sérstaklega varðandi embætti forsætisráðherra enda gerð rík krafa um það í báðum flokkum að formenn þeirra leiði ríkisstjórn. Eins ogblaðið greindi frá í gær heyrast raddir innan þingflokks Sjálfstæðismanna að Bjarni eigi þann kost að gefa Katrínu eftir forsætið gegn því að fá fleiri ráðherrastóla enda margir reyndir stjórnmálamenn í þingflokknum sem Bjarna gæti reynst erfitt að ganga fram hjá við myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að Bjarni hafi orðað viðræður við Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eru skiptar skoðanir um hvort sú stjórn er raunhæfur kostur enda ekki einhugur um samstarf í þá átt, hvorki meðal Sjálfstæðismanna né Framsóknarmanna. Þrýst er á Katrínu að reyna aftur viðræður frá vinstri til miðju með þátttöku Viðreisnar, í stað þess að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Samkvæmt heimildum eru meiri líkur á að Viðreisn taki sæti í stjórn frá vinstri til miðju en með Sjálfstæðisflokki.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda