Þorgerður Katrín: Eðlilegt að stjórnarandstaðan fái svigrúm til viðræðna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. október 2017 18:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, ræddi við fjölmiðlamenn fyrir utan Bessastaði nú síðdegis. Vísir/Eyþór. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. Þetta sagði Þorgerður Katrín eftir fund hennar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem fundaði í dag með formönnum allra flokka sem taka sæti á Alþingi. Fyrr í dag var greint frá því að formenn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata hafi fundað óformlega í dag og rætt möguleikann á því að mynda ríkisstjórn en þessir flokkar geta myndað 32 sæta meirihluta á Alþingi. „Ég mælti með því við hann að af því að eins og allir vita eru greinilega einhverjar óformlegar eða formlegar þreifingar í gangi hjá núverandi stjórnarandstöðuflokkum þannig að mér finnst eðlilegt að menn andi rólega og bíði með það að veita umboðið strax,“ sagði Þorgerður Katrín Þorgerður Katrín sagði einnig að Viðreisn hefði ekki komið að þeim viðræðum sem hún vísaði til að en bætti við að flokkurinn myndi ekki skorast undan ábyrgð yrði óskað eftir aðkomu Viðreisnar í þeim viðræðum.Þorgerður Katrín var síðust til að hitta Guðna Th. í dag.Vísir/EyþórAðspurð að því hvort Viðreisn ætti málefnalega samleið með þessum fjórum flokkum taldi Þorgerður Katrín að svo væri, að minnsta kosti með flestum þeirra. „Almennt séð myndi ég segja að það væri hægt að ná ákveðnum flötum og málamiðlunum í gegnum allt þetta, líka ef maður horfir yfir til annarra flokka,“ sagði Þorgerður Katrín en bætti við að leyfa þyrfti flokkunum fjórum að tala saman áður en möguleikinn á því að bæta fimmta flokknum við í viðræðurnar yrði ræddur.Auðveldara að mynda ríkisstjórn í þetta skiptið Langan tíma tók að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar á síðasta ári, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók ekki við fyrr en í janúar, um tveimur mánuðum eftir kosningar. Þorgerður Katrín telur að flokkarnir hafi lært af þessu tímabili og auðveldara verði að mynda ríkisstjórn núna. „Ég er sannfærð um það eftir að hafa upplifað þessa hringekju sem fór af stað í fyrra að stjórnmálaflokkarnir og einstaklingarnir eru þroskaðri, þeir vita meira um hvorn annan og átta sig á því. Síðan held ég að allir eru meðvitaðir um það að það er ábyrgð sem fylgir því að vera í forystu í stjórnmálum,“ sagði Þorgerður Katrín. Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að eðlilegt sé að þeir flokkar sem mynduðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi fá svigrúm til að ræða málin sín á milli, áður en tekin verður ákvörðun um hver fái formlegt stjórnarmyndunarumboð. Þetta sagði Þorgerður Katrín eftir fund hennar með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, sem fundaði í dag með formönnum allra flokka sem taka sæti á Alþingi. Fyrr í dag var greint frá því að formenn Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokksins og Pírata hafi fundað óformlega í dag og rætt möguleikann á því að mynda ríkisstjórn en þessir flokkar geta myndað 32 sæta meirihluta á Alþingi. „Ég mælti með því við hann að af því að eins og allir vita eru greinilega einhverjar óformlegar eða formlegar þreifingar í gangi hjá núverandi stjórnarandstöðuflokkum þannig að mér finnst eðlilegt að menn andi rólega og bíði með það að veita umboðið strax,“ sagði Þorgerður Katrín Þorgerður Katrín sagði einnig að Viðreisn hefði ekki komið að þeim viðræðum sem hún vísaði til að en bætti við að flokkurinn myndi ekki skorast undan ábyrgð yrði óskað eftir aðkomu Viðreisnar í þeim viðræðum.Þorgerður Katrín var síðust til að hitta Guðna Th. í dag.Vísir/EyþórAðspurð að því hvort Viðreisn ætti málefnalega samleið með þessum fjórum flokkum taldi Þorgerður Katrín að svo væri, að minnsta kosti með flestum þeirra. „Almennt séð myndi ég segja að það væri hægt að ná ákveðnum flötum og málamiðlunum í gegnum allt þetta, líka ef maður horfir yfir til annarra flokka,“ sagði Þorgerður Katrín en bætti við að leyfa þyrfti flokkunum fjórum að tala saman áður en möguleikinn á því að bæta fimmta flokknum við í viðræðurnar yrði ræddur.Auðveldara að mynda ríkisstjórn í þetta skiptið Langan tíma tók að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar á síðasta ári, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar tók ekki við fyrr en í janúar, um tveimur mánuðum eftir kosningar. Þorgerður Katrín telur að flokkarnir hafi lært af þessu tímabili og auðveldara verði að mynda ríkisstjórn núna. „Ég er sannfærð um það eftir að hafa upplifað þessa hringekju sem fór af stað í fyrra að stjórnmálaflokkarnir og einstaklingarnir eru þroskaðri, þeir vita meira um hvorn annan og átta sig á því. Síðan held ég að allir eru meðvitaðir um það að það er ábyrgð sem fylgir því að vera í forystu í stjórnmálum,“ sagði Þorgerður Katrín.
Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira