Vill að fólk sé óhrætt við orðið „píka“ Guðný Hrönn skrifar 31. október 2017 10:15 Linda hefur undanfarið dundað sér við að teikna píkur. vísir/ANTON BRINK Linda Jóhannsdóttir,vöruhönnuður og eigandi Pastelpaper, opnar á morgun sýningu með teikningum af píkum. Með sýningunni vill Linda meðal annars vekja fólk til umhugsunar um orðið "píka“ sem virðist trufla margt fólk. „Sýning sem heitir Píka verður opnuð á morgun. Ég er búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi,“ segir Linda um teikningasýningu sína. „Hugmyndin kviknaði út frá þeirri margþættu merkingu sem orðið „píka“ hefur, miðað við orðið „typpi“. Og hversu sorglegt það sé að fólk eigi oft erfitt með að segja „píka“.“ „Ef við þurfum að skammast okkar fyrir orðið, þá er kannski ekkert skrýtið að sumar konur skammist sín fyrir píkuna sjálfa,“ útskýrir Linda sem vill með sýningunni vinna gegn þeirri neikvæðu merkingu sem hefur hengt sig við orðið „píka“. „Ég vil að fólk geti sagt „píka“ án þess að blána og að við hættum að nota orðið sem eitthvert blótsyrði.“Teikningar eftir Lindu.Myndirnar eru abstraktverk af píkum, unnar í blandaðri tækni og engar tvær myndir eru eins. „Með teikningunum langar mig sýna píkur í allri sinni fegurð og fjölbreytileika.“„Það er grátlegt að heyra konur tala illu um píkuna sína, þá gjarnan um að þeim þyki píkan sín ljót, og bara píkur yfirhöfuð.“ „Fegrunaraðgerðir á píkum hafa líka aukist mikið á undanförnum árum, svokallaðar skapabarmaaðgerðir. Þannig að við lifum á skrýtnum tímum, það er eitt að fara í aðgerð vegna þess að eitthvað er að, en þegar eingöngu er um fegrunarinngrip að ræða, er það eitthvað sem er að mínu mati raunverulegt áhyggjuefni. Hvaðan eru konur að fá myndir af hinni fullkomnu píku, hver er fyrirmyndin?“ Hluti ágóða af sölu myndanna mun renna til UN Women, spurð nánar út í það segir Linda: „Mann langar auðvitað að láta gott af sér leiða og ég valdi UN Women af því að starf þeirra tengist beint inn í þennan málstað sem ég er að vinna með. Á sama tíma og íslenskar konur fara sjálfviljugar og láta skera og „lagfæra“ á sér kynfærin þá er UN Women að hjálpa konum úti í heimi sem eru settar í aðgerðir á kynfærum sínum gegn vilja sínum. Þessi andstæða er hræðileg,“ segir Linda. Þess má geta að sýningin Píka verður opnuð klukkan 18.00 á morgun og er opin út mánudaginn næsta á Hverfisgötu 16. Menning Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira
Linda Jóhannsdóttir,vöruhönnuður og eigandi Pastelpaper, opnar á morgun sýningu með teikningum af píkum. Með sýningunni vill Linda meðal annars vekja fólk til umhugsunar um orðið "píka“ sem virðist trufla margt fólk. „Sýning sem heitir Píka verður opnuð á morgun. Ég er búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi,“ segir Linda um teikningasýningu sína. „Hugmyndin kviknaði út frá þeirri margþættu merkingu sem orðið „píka“ hefur, miðað við orðið „typpi“. Og hversu sorglegt það sé að fólk eigi oft erfitt með að segja „píka“.“ „Ef við þurfum að skammast okkar fyrir orðið, þá er kannski ekkert skrýtið að sumar konur skammist sín fyrir píkuna sjálfa,“ útskýrir Linda sem vill með sýningunni vinna gegn þeirri neikvæðu merkingu sem hefur hengt sig við orðið „píka“. „Ég vil að fólk geti sagt „píka“ án þess að blána og að við hættum að nota orðið sem eitthvert blótsyrði.“Teikningar eftir Lindu.Myndirnar eru abstraktverk af píkum, unnar í blandaðri tækni og engar tvær myndir eru eins. „Með teikningunum langar mig sýna píkur í allri sinni fegurð og fjölbreytileika.“„Það er grátlegt að heyra konur tala illu um píkuna sína, þá gjarnan um að þeim þyki píkan sín ljót, og bara píkur yfirhöfuð.“ „Fegrunaraðgerðir á píkum hafa líka aukist mikið á undanförnum árum, svokallaðar skapabarmaaðgerðir. Þannig að við lifum á skrýtnum tímum, það er eitt að fara í aðgerð vegna þess að eitthvað er að, en þegar eingöngu er um fegrunarinngrip að ræða, er það eitthvað sem er að mínu mati raunverulegt áhyggjuefni. Hvaðan eru konur að fá myndir af hinni fullkomnu píku, hver er fyrirmyndin?“ Hluti ágóða af sölu myndanna mun renna til UN Women, spurð nánar út í það segir Linda: „Mann langar auðvitað að láta gott af sér leiða og ég valdi UN Women af því að starf þeirra tengist beint inn í þennan málstað sem ég er að vinna með. Á sama tíma og íslenskar konur fara sjálfviljugar og láta skera og „lagfæra“ á sér kynfærin þá er UN Women að hjálpa konum úti í heimi sem eru settar í aðgerðir á kynfærum sínum gegn vilja sínum. Þessi andstæða er hræðileg,“ segir Linda. Þess má geta að sýningin Píka verður opnuð klukkan 18.00 á morgun og er opin út mánudaginn næsta á Hverfisgötu 16.
Menning Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Sjá meira