Framsókn ræður miklu um mögulegt stjórnarsamstarf til hægri og vinstri Heimir Már Pétursson skrifar 31. október 2017 19:45 Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. Ef þessir flokkar ná ekki saman eru líkur á að reynt verði að mynda stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ef aðeins er horft til þingstyrks þeirra flokka sem náðu kjöri síðast liðinn laugardag væri augljóst að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn með samanlagt 27 þingmenn ættu að reyna að mynda saman stjórn með einhverjum þriðja flokknum. En þótt þingmannatala flokka skipti vissulega miklu máli ráða málefni og hugmyndafræði þeirra líka miklu. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn geta ráðið miklu um hvers konar stjórn verður mynduð en það er líka langt á milli þeirra í Evrópu- og peningamálum. Því gæti krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið komið í veg fyrir stjórnarsamstarf þessara flokka. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir evrópumálin ekki eitt af úrlausnarefnum komandi kjörtímabils. „Við þurfum að ná málefnasamningi sem sameinar en sundrar ekki. Það er alveg ljóst að ef farið yrði í slíkar kosningar yrðu þær eitt stærsta pólitíska deilumálið sem við værum að fara í. Þannig að ég tel það óráð að vera að fara í slíkar kosningar eins og staðan er í íslenskum stjórnmálum,“ segir Lilja. Hins vegar er ljóst að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki áfjáður í að sitja til borðs með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins í ríkisstjórn, eins og heyra mátti á svari hans á Stöð 2 á sunnudag þegar hann var spurður út í ummæli Sigmundar Davíðs varðandi Lilju Alfreðsdóttur sem bandamann Miðflokksins. „Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tali,“ sagði Sigurður Ingi.Reynt að sætta formenn Framsóknar og Miðflokks? Heyrst hefur að Lilja hafi verið að reyna að bera vopn á klæðin milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, en hún segir ekkert til í þeim sögusögnum. „Nei, nei. Eins og ég hef sagt, við útilokum ekki samstarf við einn eða neinn. En þetta mun alltaf snúast um málefni. Hverjir ná saman málefnalega og menn þurfa að vera raunsæir. Ég hef talað fyrir því að menn þurfi að vera mjög skýrir varðandi heilbrigðisþjónustuna, menntamálin, innviða uppbyggingu. Og svo að sjálfsögðu endurskipulagningu fjármálakerfisins því það er eitt stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Lilja en það mál er einmitt í forgangi hjá Miðflokknum. Það er hins vegar ekki langt á milli Framsóknar og Vinstri grænna í evrópumálum sem gætu myndað 35 manna meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Sjálfsætisflokkurinn sömuleiðis myndað 35 manna fjögurra flokka stjórnir með Framsókn, Miðflokki og annað hvort Flokki fólksins eða Viðreisn. Leiðtogar fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka hafa rætt saman óformlega í dag en þeir eru nú með eins manns meirihluta á Alþingi og gætu myndað 36 manna meirihluta með annað hvort Viðreisn eða Flokki fólksins. Inga Sæland formaður Flokks fólksins átti fund með Helga Hrafni Gunnarssyni þingmanni Pírata í dag, að þeirra sögn til að ræða lífeyrismál en ekki stjórnarmyndun.Ertu búin að heyra í mörgum flokksleiðtogum í dag? „Já, svona nokkrum.“„Hvernig leggst þetta í þig? „Bara vel.“Ertu farin að sjá glitta í eitthvað stjórnarsamstarf? „Nei ekki enn þá,“ sagði Inga Sæland á leið til fundar við nokkra þingmenn Pírata í dag. Kosningar 2017 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira
Afstaða Framsóknarflokksins til samstarfs við Viðreisn og Samfylkinguna gæti ráðið miklu um hvort fyrrverandi stjórnarandstöðuflokkar ná saman um myndun ríkisstjórnar, en forystufólk þessara flokka hefur rætt saman óformlega í dag. Ef þessir flokkar ná ekki saman eru líkur á að reynt verði að mynda stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins. Ef aðeins er horft til þingstyrks þeirra flokka sem náðu kjöri síðast liðinn laugardag væri augljóst að Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn með samanlagt 27 þingmenn ættu að reyna að mynda saman stjórn með einhverjum þriðja flokknum. En þótt þingmannatala flokka skipti vissulega miklu máli ráða málefni og hugmyndafræði þeirra líka miklu. Framsóknarflokkurinn og Viðreisn geta ráðið miklu um hvers konar stjórn verður mynduð en það er líka langt á milli þeirra í Evrópu- og peningamálum. Því gæti krafa um þjóðaratkvæðagreiðslu á kjörtímabilinu um áframhald aðildarviðræðna við Evrópusambandið komið í veg fyrir stjórnarsamstarf þessara flokka. Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir evrópumálin ekki eitt af úrlausnarefnum komandi kjörtímabils. „Við þurfum að ná málefnasamningi sem sameinar en sundrar ekki. Það er alveg ljóst að ef farið yrði í slíkar kosningar yrðu þær eitt stærsta pólitíska deilumálið sem við værum að fara í. Þannig að ég tel það óráð að vera að fara í slíkar kosningar eins og staðan er í íslenskum stjórnmálum,“ segir Lilja. Hins vegar er ljóst að Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins er ekki áfjáður í að sitja til borðs með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni formanni Miðflokksins í ríkisstjórn, eins og heyra mátti á svari hans á Stöð 2 á sunnudag þegar hann var spurður út í ummæli Sigmundar Davíðs varðandi Lilju Alfreðsdóttur sem bandamann Miðflokksins. „Ég og Framsóknarflokkurinn þurfum ekki lengur að svara fyrir svona tali,“ sagði Sigurður Ingi.Reynt að sætta formenn Framsóknar og Miðflokks? Heyrst hefur að Lilja hafi verið að reyna að bera vopn á klæðin milli Sigurðar Inga og Sigmundar Davíðs, en hún segir ekkert til í þeim sögusögnum. „Nei, nei. Eins og ég hef sagt, við útilokum ekki samstarf við einn eða neinn. En þetta mun alltaf snúast um málefni. Hverjir ná saman málefnalega og menn þurfa að vera raunsæir. Ég hef talað fyrir því að menn þurfi að vera mjög skýrir varðandi heilbrigðisþjónustuna, menntamálin, innviða uppbyggingu. Og svo að sjálfsögðu endurskipulagningu fjármálakerfisins því það er eitt stærsta verkefnið sem við stöndum frammi fyrir,“ segir Lilja en það mál er einmitt í forgangi hjá Miðflokknum. Það er hins vegar ekki langt á milli Framsóknar og Vinstri grænna í evrópumálum sem gætu myndað 35 manna meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Sjálfsætisflokkurinn sömuleiðis myndað 35 manna fjögurra flokka stjórnir með Framsókn, Miðflokki og annað hvort Flokki fólksins eða Viðreisn. Leiðtogar fyrrverandi stjórnarandstöðuflokka hafa rætt saman óformlega í dag en þeir eru nú með eins manns meirihluta á Alþingi og gætu myndað 36 manna meirihluta með annað hvort Viðreisn eða Flokki fólksins. Inga Sæland formaður Flokks fólksins átti fund með Helga Hrafni Gunnarssyni þingmanni Pírata í dag, að þeirra sögn til að ræða lífeyrismál en ekki stjórnarmyndun.Ertu búin að heyra í mörgum flokksleiðtogum í dag? „Já, svona nokkrum.“„Hvernig leggst þetta í þig? „Bara vel.“Ertu farin að sjá glitta í eitthvað stjórnarsamstarf? „Nei ekki enn þá,“ sagði Inga Sæland á leið til fundar við nokkra þingmenn Pírata í dag.
Kosningar 2017 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Fleiri fréttir Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Sjá meira