Innlent

Ísland fer líklega yfir Kýótó-heimildir vegna ferðamanna, hagvaxtar og minni kolefnisbindingar

Birgir Olgeirsson skrifar
Ljóst er að mikil aukning í komum ferðamanna til Íslands og hagvöxtur vegna þess hafi áhrif á losun, meðal annars frá samgöngum og í byggingariðnaði.
Ljóst er að mikil aukning í komum ferðamanna til Íslands og hagvöxtur vegna þess hafi áhrif á losun, meðal annars frá samgöngum og í byggingariðnaði. vísir/anton brink

Umhverfisstofnun telur líklegt að Ísland verði ekki innan heimilda á öðru tímabili Kýótó-bókunarinnar og þurfi að kaupa heimildir til að standa við skuldbindingar sínar. Þetta kemur fram í greiningu Umhverfisstofnunar um stöðu Íslands gagnvart skuldbindingum sínum á öðrum tímabili Kýótó-bókunarinnar (2013 – 2020).

Í greiningunni kemur fram að Ísland þurfi að kaupa heimildir sem nemi um 3,6 milljónum tonna af koldíoxíðígildum fyrir tímabilið í heild.

Umhverfisstofnun segir einkum tvær ástæður fyrir því að Ísland fari líklega yfir heimildir sínar. Annars vegar er útlit fyrir að kolefnisbinding í skógrækt og landgræðslu verði minni en gert var ráð fyrir í aðgerðaáætlun árið 2010. Hins vegar sé ljóst að mikil aukning í komum ferðamanna til Íslands og hagvöxtur vegna þess hafi áhrif á losun, meðal annars frá samgöngum og í byggingariðnaði. Losun frá sjávarútvegi hafi minnkað verulega frá 1990, en lítið breyst frá landbúnaði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.