Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2017 06:00 Eins og sjá má er áfengi í Þrastalundi stillt upp með annarri matvöru við hlið osta og eggja. Slíkt tíðkast víða á landsbyggðinni. vísir/sveinn Hægt er að kaupa bjór og léttvín í nýrri kjörbúð Þrastalundar í Þrastaskógi við Sogið þrátt fyrir fullyrðingar eiganda hennar um að viðskiptavinir fái ekki að fara með vörurnar nema inn á veitingastað sem þar er. Þetta sannreyndi blaðamaður Fréttablaðsins á laugardag þegar hann keypti bjór og hvarf á braut. Bjór og léttvíni er haganlega raðað í hillur kjörbúðarinnar ásamt öðrum drykkjarvörum og ostum. Hægt er að kaupa þar helstu nauðsynjar en fjölmargir fara framhjá Þrastalundi á leið í sumarbústaði og á áningarstaði í uppsveitum Árnessýslu. Sverrir Eiríksson, eigandi Þrastalundar, segir engin lög brotin með þessu og að sami háttur sé viðhafður á fleiri stöðum. Hér sé ekki um það að ræða að áfengi sé selt í matvörubúð en að allar hinar vörurnar séu þó til þess ætlaðar að þær séu keyptar og teknar með. „Þetta er svona á nánast öllu Suðurlandinu,“ segir Sverrir. „Ef þú ferð í þjóðgarðinn á Þingvöllum þá sérðu sama fyrirkomulag. Einnig er þetta fyrirkomulag haft á Geysi í Haukadal og víðar. Á veitingastöðum með vínveitingaleyfi sérðu áfengi í kælum út um allar trissur. Þetta er bara hluti af veitingastaðnum.“ Eftir ábendingar viðskiptavina um að kaupa mætti áfengi í kjörbúðinni ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að sannreyna fullyrðingu Sverris. Keypti hann á laugardag áfenga vöru og ýmislegt annað og var vörunum raðað í poka af afgreiðslumanni á staðnum. Áfengi er því selt í matvöruversluninni en um er að ræða brot á áfengislögum enda ÁTVR með einkaleyfi á smásölu áfengis. Hávær umræða hefur verið um það síðustu ár hér á landi að afnema eigi einokun ríkisins á sölu bjórs og léttvíns. „Ég hef oft tekið dæmi um uppsveitir Árnessýslu til að sýna fram á tvískinnunginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður og flutningsmaður frumvarps um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. „Þetta er einhvers konar krafa frá ferðamönnum en við verðum líka að hugsa þetta fyrir smákaupmenn um allt land. Að þeir geti selt þessar vörur og það hjálpi þeim að halda úti litlum verslunum hér og þar um allt land. Þetta snýst ekkert um aðgengi heldur að hjálpa litlum verslunum,“ segir Vilhjálmur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Hægt er að kaupa bjór og léttvín í nýrri kjörbúð Þrastalundar í Þrastaskógi við Sogið þrátt fyrir fullyrðingar eiganda hennar um að viðskiptavinir fái ekki að fara með vörurnar nema inn á veitingastað sem þar er. Þetta sannreyndi blaðamaður Fréttablaðsins á laugardag þegar hann keypti bjór og hvarf á braut. Bjór og léttvíni er haganlega raðað í hillur kjörbúðarinnar ásamt öðrum drykkjarvörum og ostum. Hægt er að kaupa þar helstu nauðsynjar en fjölmargir fara framhjá Þrastalundi á leið í sumarbústaði og á áningarstaði í uppsveitum Árnessýslu. Sverrir Eiríksson, eigandi Þrastalundar, segir engin lög brotin með þessu og að sami háttur sé viðhafður á fleiri stöðum. Hér sé ekki um það að ræða að áfengi sé selt í matvörubúð en að allar hinar vörurnar séu þó til þess ætlaðar að þær séu keyptar og teknar með. „Þetta er svona á nánast öllu Suðurlandinu,“ segir Sverrir. „Ef þú ferð í þjóðgarðinn á Þingvöllum þá sérðu sama fyrirkomulag. Einnig er þetta fyrirkomulag haft á Geysi í Haukadal og víðar. Á veitingastöðum með vínveitingaleyfi sérðu áfengi í kælum út um allar trissur. Þetta er bara hluti af veitingastaðnum.“ Eftir ábendingar viðskiptavina um að kaupa mætti áfengi í kjörbúðinni ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að sannreyna fullyrðingu Sverris. Keypti hann á laugardag áfenga vöru og ýmislegt annað og var vörunum raðað í poka af afgreiðslumanni á staðnum. Áfengi er því selt í matvöruversluninni en um er að ræða brot á áfengislögum enda ÁTVR með einkaleyfi á smásölu áfengis. Hávær umræða hefur verið um það síðustu ár hér á landi að afnema eigi einokun ríkisins á sölu bjórs og léttvíns. „Ég hef oft tekið dæmi um uppsveitir Árnessýslu til að sýna fram á tvískinnunginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður og flutningsmaður frumvarps um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. „Þetta er einhvers konar krafa frá ferðamönnum en við verðum líka að hugsa þetta fyrir smákaupmenn um allt land. Að þeir geti selt þessar vörur og það hjálpi þeim að halda úti litlum verslunum hér og þar um allt land. Þetta snýst ekkert um aðgengi heldur að hjálpa litlum verslunum,“ segir Vilhjálmur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00
Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15