Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2017 06:00 Eins og sjá má er áfengi í Þrastalundi stillt upp með annarri matvöru við hlið osta og eggja. Slíkt tíðkast víða á landsbyggðinni. vísir/sveinn Hægt er að kaupa bjór og léttvín í nýrri kjörbúð Þrastalundar í Þrastaskógi við Sogið þrátt fyrir fullyrðingar eiganda hennar um að viðskiptavinir fái ekki að fara með vörurnar nema inn á veitingastað sem þar er. Þetta sannreyndi blaðamaður Fréttablaðsins á laugardag þegar hann keypti bjór og hvarf á braut. Bjór og léttvíni er haganlega raðað í hillur kjörbúðarinnar ásamt öðrum drykkjarvörum og ostum. Hægt er að kaupa þar helstu nauðsynjar en fjölmargir fara framhjá Þrastalundi á leið í sumarbústaði og á áningarstaði í uppsveitum Árnessýslu. Sverrir Eiríksson, eigandi Þrastalundar, segir engin lög brotin með þessu og að sami háttur sé viðhafður á fleiri stöðum. Hér sé ekki um það að ræða að áfengi sé selt í matvörubúð en að allar hinar vörurnar séu þó til þess ætlaðar að þær séu keyptar og teknar með. „Þetta er svona á nánast öllu Suðurlandinu,“ segir Sverrir. „Ef þú ferð í þjóðgarðinn á Þingvöllum þá sérðu sama fyrirkomulag. Einnig er þetta fyrirkomulag haft á Geysi í Haukadal og víðar. Á veitingastöðum með vínveitingaleyfi sérðu áfengi í kælum út um allar trissur. Þetta er bara hluti af veitingastaðnum.“ Eftir ábendingar viðskiptavina um að kaupa mætti áfengi í kjörbúðinni ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að sannreyna fullyrðingu Sverris. Keypti hann á laugardag áfenga vöru og ýmislegt annað og var vörunum raðað í poka af afgreiðslumanni á staðnum. Áfengi er því selt í matvöruversluninni en um er að ræða brot á áfengislögum enda ÁTVR með einkaleyfi á smásölu áfengis. Hávær umræða hefur verið um það síðustu ár hér á landi að afnema eigi einokun ríkisins á sölu bjórs og léttvíns. „Ég hef oft tekið dæmi um uppsveitir Árnessýslu til að sýna fram á tvískinnunginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður og flutningsmaður frumvarps um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. „Þetta er einhvers konar krafa frá ferðamönnum en við verðum líka að hugsa þetta fyrir smákaupmenn um allt land. Að þeir geti selt þessar vörur og það hjálpi þeim að halda úti litlum verslunum hér og þar um allt land. Þetta snýst ekkert um aðgengi heldur að hjálpa litlum verslunum,“ segir Vilhjálmur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Hægt er að kaupa bjór og léttvín í nýrri kjörbúð Þrastalundar í Þrastaskógi við Sogið þrátt fyrir fullyrðingar eiganda hennar um að viðskiptavinir fái ekki að fara með vörurnar nema inn á veitingastað sem þar er. Þetta sannreyndi blaðamaður Fréttablaðsins á laugardag þegar hann keypti bjór og hvarf á braut. Bjór og léttvíni er haganlega raðað í hillur kjörbúðarinnar ásamt öðrum drykkjarvörum og ostum. Hægt er að kaupa þar helstu nauðsynjar en fjölmargir fara framhjá Þrastalundi á leið í sumarbústaði og á áningarstaði í uppsveitum Árnessýslu. Sverrir Eiríksson, eigandi Þrastalundar, segir engin lög brotin með þessu og að sami háttur sé viðhafður á fleiri stöðum. Hér sé ekki um það að ræða að áfengi sé selt í matvörubúð en að allar hinar vörurnar séu þó til þess ætlaðar að þær séu keyptar og teknar með. „Þetta er svona á nánast öllu Suðurlandinu,“ segir Sverrir. „Ef þú ferð í þjóðgarðinn á Þingvöllum þá sérðu sama fyrirkomulag. Einnig er þetta fyrirkomulag haft á Geysi í Haukadal og víðar. Á veitingastöðum með vínveitingaleyfi sérðu áfengi í kælum út um allar trissur. Þetta er bara hluti af veitingastaðnum.“ Eftir ábendingar viðskiptavina um að kaupa mætti áfengi í kjörbúðinni ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að sannreyna fullyrðingu Sverris. Keypti hann á laugardag áfenga vöru og ýmislegt annað og var vörunum raðað í poka af afgreiðslumanni á staðnum. Áfengi er því selt í matvöruversluninni en um er að ræða brot á áfengislögum enda ÁTVR með einkaleyfi á smásölu áfengis. Hávær umræða hefur verið um það síðustu ár hér á landi að afnema eigi einokun ríkisins á sölu bjórs og léttvíns. „Ég hef oft tekið dæmi um uppsveitir Árnessýslu til að sýna fram á tvískinnunginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður og flutningsmaður frumvarps um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. „Þetta er einhvers konar krafa frá ferðamönnum en við verðum líka að hugsa þetta fyrir smákaupmenn um allt land. Að þeir geti selt þessar vörur og það hjálpi þeim að halda úti litlum verslunum hér og þar um allt land. Þetta snýst ekkert um aðgengi heldur að hjálpa litlum verslunum,“ segir Vilhjálmur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Fleiri fréttir Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Sjá meira
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00
Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent