Bjór og léttvín seld í kjörbúð Þrastalundar Sveinn Arnarsson skrifar 23. október 2017 06:00 Eins og sjá má er áfengi í Þrastalundi stillt upp með annarri matvöru við hlið osta og eggja. Slíkt tíðkast víða á landsbyggðinni. vísir/sveinn Hægt er að kaupa bjór og léttvín í nýrri kjörbúð Þrastalundar í Þrastaskógi við Sogið þrátt fyrir fullyrðingar eiganda hennar um að viðskiptavinir fái ekki að fara með vörurnar nema inn á veitingastað sem þar er. Þetta sannreyndi blaðamaður Fréttablaðsins á laugardag þegar hann keypti bjór og hvarf á braut. Bjór og léttvíni er haganlega raðað í hillur kjörbúðarinnar ásamt öðrum drykkjarvörum og ostum. Hægt er að kaupa þar helstu nauðsynjar en fjölmargir fara framhjá Þrastalundi á leið í sumarbústaði og á áningarstaði í uppsveitum Árnessýslu. Sverrir Eiríksson, eigandi Þrastalundar, segir engin lög brotin með þessu og að sami háttur sé viðhafður á fleiri stöðum. Hér sé ekki um það að ræða að áfengi sé selt í matvörubúð en að allar hinar vörurnar séu þó til þess ætlaðar að þær séu keyptar og teknar með. „Þetta er svona á nánast öllu Suðurlandinu,“ segir Sverrir. „Ef þú ferð í þjóðgarðinn á Þingvöllum þá sérðu sama fyrirkomulag. Einnig er þetta fyrirkomulag haft á Geysi í Haukadal og víðar. Á veitingastöðum með vínveitingaleyfi sérðu áfengi í kælum út um allar trissur. Þetta er bara hluti af veitingastaðnum.“ Eftir ábendingar viðskiptavina um að kaupa mætti áfengi í kjörbúðinni ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að sannreyna fullyrðingu Sverris. Keypti hann á laugardag áfenga vöru og ýmislegt annað og var vörunum raðað í poka af afgreiðslumanni á staðnum. Áfengi er því selt í matvöruversluninni en um er að ræða brot á áfengislögum enda ÁTVR með einkaleyfi á smásölu áfengis. Hávær umræða hefur verið um það síðustu ár hér á landi að afnema eigi einokun ríkisins á sölu bjórs og léttvíns. „Ég hef oft tekið dæmi um uppsveitir Árnessýslu til að sýna fram á tvískinnunginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður og flutningsmaður frumvarps um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. „Þetta er einhvers konar krafa frá ferðamönnum en við verðum líka að hugsa þetta fyrir smákaupmenn um allt land. Að þeir geti selt þessar vörur og það hjálpi þeim að halda úti litlum verslunum hér og þar um allt land. Þetta snýst ekkert um aðgengi heldur að hjálpa litlum verslunum,“ segir Vilhjálmur. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Hægt er að kaupa bjór og léttvín í nýrri kjörbúð Þrastalundar í Þrastaskógi við Sogið þrátt fyrir fullyrðingar eiganda hennar um að viðskiptavinir fái ekki að fara með vörurnar nema inn á veitingastað sem þar er. Þetta sannreyndi blaðamaður Fréttablaðsins á laugardag þegar hann keypti bjór og hvarf á braut. Bjór og léttvíni er haganlega raðað í hillur kjörbúðarinnar ásamt öðrum drykkjarvörum og ostum. Hægt er að kaupa þar helstu nauðsynjar en fjölmargir fara framhjá Þrastalundi á leið í sumarbústaði og á áningarstaði í uppsveitum Árnessýslu. Sverrir Eiríksson, eigandi Þrastalundar, segir engin lög brotin með þessu og að sami háttur sé viðhafður á fleiri stöðum. Hér sé ekki um það að ræða að áfengi sé selt í matvörubúð en að allar hinar vörurnar séu þó til þess ætlaðar að þær séu keyptar og teknar með. „Þetta er svona á nánast öllu Suðurlandinu,“ segir Sverrir. „Ef þú ferð í þjóðgarðinn á Þingvöllum þá sérðu sama fyrirkomulag. Einnig er þetta fyrirkomulag haft á Geysi í Haukadal og víðar. Á veitingastöðum með vínveitingaleyfi sérðu áfengi í kælum út um allar trissur. Þetta er bara hluti af veitingastaðnum.“ Eftir ábendingar viðskiptavina um að kaupa mætti áfengi í kjörbúðinni ákvað blaðamaður Fréttablaðsins að sannreyna fullyrðingu Sverris. Keypti hann á laugardag áfenga vöru og ýmislegt annað og var vörunum raðað í poka af afgreiðslumanni á staðnum. Áfengi er því selt í matvöruversluninni en um er að ræða brot á áfengislögum enda ÁTVR með einkaleyfi á smásölu áfengis. Hávær umræða hefur verið um það síðustu ár hér á landi að afnema eigi einokun ríkisins á sölu bjórs og léttvíns. „Ég hef oft tekið dæmi um uppsveitir Árnessýslu til að sýna fram á tvískinnunginn í þessu,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður og flutningsmaður frumvarps um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. „Þetta er einhvers konar krafa frá ferðamönnum en við verðum líka að hugsa þetta fyrir smákaupmenn um allt land. Að þeir geti selt þessar vörur og það hjálpi þeim að halda úti litlum verslunum hér og þar um allt land. Þetta snýst ekkert um aðgengi heldur að hjálpa litlum verslunum,“ segir Vilhjálmur.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00
Áfengi í verslanir: Dæmin sýna að Costco fær sínu framgengt Prófessor frá Kanada fór yfir hvort gefa ætti smásölu áfengis frjálsa á opnum fundi í Háskóla Íslands. 29. september 2017 10:15