Innlent

Bíll bandaríska ferðamannsins fannst við Sólheimasand

Birgir Olgeirsson skrifar
Flugvélaflakið á Sólheimasandi en bíll mannsins fannst á bílastæðinu í nokkurra kílómetra fjarlægð frá því.
Flugvélaflakið á Sólheimasandi en bíll mannsins fannst á bílastæðinu í nokkurra kílómetra fjarlægð frá því. Vísir
Vísir greindi frá því í morgun að lögreglan á Suðurlandi hefði hafið leit að bandarískum ferðamanni sem kom hingað til lands 12. október síðastliðinn.

Maðurinn ætlaði að fara frá landinu 13. október en skilaði sér ekki heim. Síðast var vitað um ferðir hans þegar hann skráði sig út af hosteli við Skógafoss 13. október síðastliðinn.

Lögreglan sagðist i samtali við Vísi fyrr í dag ætla að leita að bílaleigubíl hans á þekktum ferðamannastöðum á Suðurlandinu og er hann nú fundinn við Sólheimasand, að sögn Sveins Kristjáns Rúnarsson, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi. Voru björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar fengnar til að aðstoða við leitina í kjölfarið.

Fjölskylda mannsins og aðstandendur hafa lýst eftir manninum á samfélagsmiðlum en hann var væntanlegur aftur til Bandaríkjanna 19. október síðastliðinn. Þau höfðu hins vegar ekkert frétt af honum og hafði hann ekki látið þau vita um breytt ferðaplön.

Maðurinn heitir Jaspinderjit Singh en kærasta hans ritar á Facebook að fjölskyldan hans hafi ekki heyrt frá honum síðan hann var á Íslandi. Hún segir þau hafa verið í sambandi við lögreglu og sendiráð






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×