Óskýrt hvað flokkarnir ætla sér í skattamálum Hersir Aron Ólafsson skrifar 25. október 2017 22:00 Skattastefna margra þeirra flokka sem bjóða nú fram til Alþingis er afar óskýr og óljóst hvað þeir hafa í hyggju í málaflokknum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands þar sem kallað er eftir auknu gagnsæi. Úttektin ber heitið „Skattstefnuþokan“ og er þar gagnrýnt meint stefnuleysi margra flokkanna. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir afar óábyrgt að setja ekki fram skýra stefnu í skattamálum enda sé um að ræða stærstu tekjuöflunarleið ríkissjóðs. Hún bendir á að 78% þeirra peninga sem koma inn í ríkissjóð séu skattfé frá fólkinu í landinu. Í úttektinni var litið til aðgengilegra upplýsinga á heimasíðum þeirra flokka sem mælst hafa með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum síðustu vikna. Þeim er svo raðað á kvarða eftir skýrleika upplýsinganna annars vegar og stefnu í skattamálum hins vegar. Ásta bendir á að stefnuleysi margra flokkanna í málaflokknum þýði ekki að breytingarnar verði engar að loknum kosningum. Þannig hafi oft orðið miklar breytingar á skattheimtu þó þær hafi ekki endilega verið að finna í stefnuskrám flokkanna hverju sinni. Þannig hafi verið gerðar 240 skattbreytingar á síðustu tíu árum, þar af 179 til hækkunar. Viðskiptaráð telur skýrustu stefnurnar að finna á vefsíðum Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Á vef þess fyrrnefnda má finna nokkuð nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaðar skattprósentubreytingar, en þar kemur m.a. fram að lækka eigi neðri mörk tekjuskatts úr 37% í 35%. Þá er á vef Pírata að finna svokölluð skuggafjárlög þar sem fyrirætlanir flokksins eru útlistaðar lið fyrir lið. Óskýrastur þykir hins vegar Miðflokkurinn, en á vef flokksins er litlar upplýsingar að sjá utan glærusýningar og upptöku af tæplega eins og hálfs klukkustundar löngum fyrirlestri formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stefnumálin. Næst óskýrust þykir Samfylkingin, en á vef flokksins segir þó m.a. að beita beri skattkerfinu sem tæki til tekjujöfnunar jafnt sem tekjuöflunar. Nær miðju í skýrleika falla svo Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Ásta segir skamman tíma í kosningabaráttu og ungan aldur margra flokkanna ekki afsökun fyrir óskýrri skattastefnu. Ef flokkarnir geti gefið út skýrar áætlanir um fyrirhuguð fjárútlát eigi þeir einnig að geta staðið á því skil hvernig afla eigi fjár í því skyni. Þannig þurfi fyrst að vita hversu mikið fé er í hendi áður en kjósendum eru gefin loforð um hvernig eyða eigi fénu. Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Skattastefna margra þeirra flokka sem bjóða nú fram til Alþingis er afar óskýr og óljóst hvað þeir hafa í hyggju í málaflokknum. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Viðskiptaráðs Íslands þar sem kallað er eftir auknu gagnsæi. Úttektin ber heitið „Skattstefnuþokan“ og er þar gagnrýnt meint stefnuleysi margra flokkanna. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, segir afar óábyrgt að setja ekki fram skýra stefnu í skattamálum enda sé um að ræða stærstu tekjuöflunarleið ríkissjóðs. Hún bendir á að 78% þeirra peninga sem koma inn í ríkissjóð séu skattfé frá fólkinu í landinu. Í úttektinni var litið til aðgengilegra upplýsinga á heimasíðum þeirra flokka sem mælst hafa með yfir 5% fylgi í skoðanakönnunum síðustu vikna. Þeim er svo raðað á kvarða eftir skýrleika upplýsinganna annars vegar og stefnu í skattamálum hins vegar. Ásta bendir á að stefnuleysi margra flokkanna í málaflokknum þýði ekki að breytingarnar verði engar að loknum kosningum. Þannig hafi oft orðið miklar breytingar á skattheimtu þó þær hafi ekki endilega verið að finna í stefnuskrám flokkanna hverju sinni. Þannig hafi verið gerðar 240 skattbreytingar á síðustu tíu árum, þar af 179 til hækkunar. Viðskiptaráð telur skýrustu stefnurnar að finna á vefsíðum Sjálfstæðisflokksins og Pírata. Á vef þess fyrrnefnda má finna nokkuð nákvæmar upplýsingar um fyrirhugaðar skattprósentubreytingar, en þar kemur m.a. fram að lækka eigi neðri mörk tekjuskatts úr 37% í 35%. Þá er á vef Pírata að finna svokölluð skuggafjárlög þar sem fyrirætlanir flokksins eru útlistaðar lið fyrir lið. Óskýrastur þykir hins vegar Miðflokkurinn, en á vef flokksins er litlar upplýsingar að sjá utan glærusýningar og upptöku af tæplega eins og hálfs klukkustundar löngum fyrirlestri formannsins Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um stefnumálin. Næst óskýrust þykir Samfylkingin, en á vef flokksins segir þó m.a. að beita beri skattkerfinu sem tæki til tekjujöfnunar jafnt sem tekjuöflunar. Nær miðju í skýrleika falla svo Viðreisn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin grænt framboð. Ásta segir skamman tíma í kosningabaráttu og ungan aldur margra flokkanna ekki afsökun fyrir óskýrri skattastefnu. Ef flokkarnir geti gefið út skýrar áætlanir um fyrirhuguð fjárútlát eigi þeir einnig að geta staðið á því skil hvernig afla eigi fjár í því skyni. Þannig þurfi fyrst að vita hversu mikið fé er í hendi áður en kjósendum eru gefin loforð um hvernig eyða eigi fénu.
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira