Ánægð að það skuli vera þessi gróska í hönnun í Hafnarfirði Magnús Guðmundsson skrifar 28. október 2017 11:30 Minkurinn í Sverrissalnum í Hafnarborg. Mynd/Áslaug Íris Friðjónsdóttir Um helgina verða opnaðar tvær hönnunarsýningar en þær eiga rætur að rekja til ólíkra heimshluta. Í aðalsalnum verður opnuð sýningin Japönsk nútímahönnun 100, farandsýning með áherslu á hönnun nytjahluta frá 2010 til 2017 en í Sverrissal sýningin Með augum Minksins – hönnun, ferli, framleiðsla. Minkurinn er ferðavagn, íslensk hönnun og framleiðsla.Ágústa Kristóferðsdóttir segir að það séu skyldleikar á milli japanskrar og skandinavískrar hönnunar.Mynd/Margrét Seema TakyarÁgústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, segir að síðustu ár hafi að minnsta kosti ein sýning á ári í Hafnarborg verið helguð hönnun. „Á síðasta ári vorum við t.d. með sýningu á keramikhönnun. Síðan höfum við líka verið að horfa á borgarskipulag og þá sérstaklega umhverfishönnun í Hafnarfirði.“ Ágústa segir að sýningarnar eigi það sameiginlegt að hér er á ferðinni iðnhönnun. Hvernig stendur á því að þessi japanska sýning er komin til Hafnarfjarðar? „Þetta er sýning sem var fyrst sett saman fyrir þrettán árum af Japan Foundation og endurnýjuð 2014 og er á ferð um heiminn. Þetta er mjög falleg sýning, hönnuð af japanskri arkitektastofu og kemur alveg tilbúin til okkar.“Er mikill munur á japanskri hönnun og til að mynda vestrænni? „Nei, í sjálfu sér ekki. Japanir voru náttúrulega mjög leiðandi um miðja tuttugustu öldina í allri hönnun, hátækni og framleiðslu. Síðan eru mjög sterk og skýr tengsl á milli Japans og Skandinavíu og eins Japans og módernismans sem er áhugavert fyrir okkur að skoða.“Munir á sýningunni Japönsk nútímahönnun 100, í aðalsal Hafnarborgar.Mynd/Áslaug Íris FriðjónsdóttirÁgústa segir að það sé líka mjög spennandi að skoða sýninguna í Sverrissal en hún sé ekki bara íslensk heldur úr Hafnarfirðinum. „Þegar við vorum búin að setja þessa japönsku sýningu á dagskrá fórum við að leita að íslenskri iðnhönnun. Þá vorum við svo heppin að í Íshúsinu í Hafnarfirði eru aðilar sem hafa verið að vinna að hönnun Minksins, þessa skemmtilega ferðavagns, um nokkurra ára skeið. Minkurinn er kominn í prufueintaki og var á ferð um landið í sumar. Nú er hann kominn upp á pall í Hafnarborg og við höfum með honum allar upplýsingar um þetta langa ferli sem liggur að baki. Þetta ferli sem er líka að baki hverjum einasta grip á japönsku sýningunni sem felur í sér samvinnu margra aðila, endalaust samtal og drifkraftinn sem þarf til þess að hrinda hugmynd í framkvæmd. Gera hugmynd að veruleika, verða að grip sem er verið að fjöldaframleiða. Við erum gríðarlega ánægð með að það skuli vera gróska sem þessi í Hafnarfirði. Það er frábært.“ Menning Tíska og hönnun Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Um helgina verða opnaðar tvær hönnunarsýningar en þær eiga rætur að rekja til ólíkra heimshluta. Í aðalsalnum verður opnuð sýningin Japönsk nútímahönnun 100, farandsýning með áherslu á hönnun nytjahluta frá 2010 til 2017 en í Sverrissal sýningin Með augum Minksins – hönnun, ferli, framleiðsla. Minkurinn er ferðavagn, íslensk hönnun og framleiðsla.Ágústa Kristóferðsdóttir segir að það séu skyldleikar á milli japanskrar og skandinavískrar hönnunar.Mynd/Margrét Seema TakyarÁgústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, segir að síðustu ár hafi að minnsta kosti ein sýning á ári í Hafnarborg verið helguð hönnun. „Á síðasta ári vorum við t.d. með sýningu á keramikhönnun. Síðan höfum við líka verið að horfa á borgarskipulag og þá sérstaklega umhverfishönnun í Hafnarfirði.“ Ágústa segir að sýningarnar eigi það sameiginlegt að hér er á ferðinni iðnhönnun. Hvernig stendur á því að þessi japanska sýning er komin til Hafnarfjarðar? „Þetta er sýning sem var fyrst sett saman fyrir þrettán árum af Japan Foundation og endurnýjuð 2014 og er á ferð um heiminn. Þetta er mjög falleg sýning, hönnuð af japanskri arkitektastofu og kemur alveg tilbúin til okkar.“Er mikill munur á japanskri hönnun og til að mynda vestrænni? „Nei, í sjálfu sér ekki. Japanir voru náttúrulega mjög leiðandi um miðja tuttugustu öldina í allri hönnun, hátækni og framleiðslu. Síðan eru mjög sterk og skýr tengsl á milli Japans og Skandinavíu og eins Japans og módernismans sem er áhugavert fyrir okkur að skoða.“Munir á sýningunni Japönsk nútímahönnun 100, í aðalsal Hafnarborgar.Mynd/Áslaug Íris FriðjónsdóttirÁgústa segir að það sé líka mjög spennandi að skoða sýninguna í Sverrissal en hún sé ekki bara íslensk heldur úr Hafnarfirðinum. „Þegar við vorum búin að setja þessa japönsku sýningu á dagskrá fórum við að leita að íslenskri iðnhönnun. Þá vorum við svo heppin að í Íshúsinu í Hafnarfirði eru aðilar sem hafa verið að vinna að hönnun Minksins, þessa skemmtilega ferðavagns, um nokkurra ára skeið. Minkurinn er kominn í prufueintaki og var á ferð um landið í sumar. Nú er hann kominn upp á pall í Hafnarborg og við höfum með honum allar upplýsingar um þetta langa ferli sem liggur að baki. Þetta ferli sem er líka að baki hverjum einasta grip á japönsku sýningunni sem felur í sér samvinnu margra aðila, endalaust samtal og drifkraftinn sem þarf til þess að hrinda hugmynd í framkvæmd. Gera hugmynd að veruleika, verða að grip sem er verið að fjöldaframleiða. Við erum gríðarlega ánægð með að það skuli vera gróska sem þessi í Hafnarfirði. Það er frábært.“
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira