Álitsgjafar Vísis gera upp kosningabaráttu flokkanna Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2017 19:30 Andrés Jónsson, Karen Kjartansdóttir og Mikael Torfason gera upp kosningabaráttu flokkanna. Vísir Kosningabaráttan hefur verið flaustursleg, erfið og ekki endilega fjallað um það sem varð til þess að boðað var til kosninga fyrir nokkrum vikum síðan. Þetta er mat Karenar Kjartansdóttur almannatengils, Andrésar Jónssonar almannatengils og rithöfundarins Mikaels Torfasonar. Vísir fékk þau til að fara yfir kosningabaráttu flokkanna og meta hvað þeir gerðu vel og hvað þeir gerðu illa. Karen segir flokkana hafa reynt að finna sig á ógnarhraða í þessari snörpu kosningabaráttu sem hefur hefur verið skemmtileg ásýndar að hennar mati. Andrés segir baráttuna hafa einkennst af miklum hávaða frá byrjun þar sem flokkunum hefur reynst erfitt að ræða málefni og ná í gegn með útspil. Flokkarnir hafi reynt að ná til fólk með gríðarlegri tíðni auglýsinga á ákveðnum miðli þar sem skilaboð voru endurtekin aftur og aftur og margfalt meira fé hafi farið í samfélagsmiðlauglýsingar en áður. Mikael bendir á að að þessar kosningar eigi ekki endilega að snúast um framtíðarsýn flokkanna því boðað var til þeirra undir óeðlilegum kringumstæðum annað árið í röð og um það sé lítið rætt. Lítið hafi farið fyrir þeim hneykslismálum sem sprengdu tvær síðustu ríkisstjórnir. Í staðinn fyrir að einblína á þau mál sé látið eins og um hefðbundnar kosningar sé að ræða, sem þessar kosningar eru alls ekki að hans mati.Sjálfstæðisflokkurinn: Karen er á því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið að leita á nýjar lendur með sinni kosningabaráttu. „Mér finnst þau vera að tala við fólk sem ætlar að kjósa flokkinn. Það er ekki tekin áhætta í neinu og enginn töffaraskapur. Þau setja fram traust skilaboð sem dyggir kjósendur flokksins skilja. Þetta er eiginlega meira áferð en skilaboð; Við erum ströng og örugg og við gerum samfélagið betra. Þetta er ekki flóknara.“ Henni þykir þó skrýtið hvað Sjálfstæðisflokkurinn er í raun í miklu veseni miðað við hversu vel gengur í samfélaginu þegar litið til þess að efnahagurinn hefur verið í vexti. „Og þess vegna skilur maður ekki alveg af hverju flokkarnir sem skipuðu ríkisstjórnina sem sprakk í loft upp eru að fá svona harkalega útreið.“ Snjallt að tala út fyrir flokkinnMikael er ekki sammála því að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tala til dyggra kjósenda flokksins. Hann segir að það sé í raun snjallt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki talað inn í sinn hóp. „Ég veit ekki hvort þetta sé beinlínis heiðarlegt af þeim, því ég fékk inn um lúguna daginn bækling þar sem var mynd af Brynjari Níelssyni og tilvitnun í hann þar sem hann og Sjálfstæðismenn vildu heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð efnahag. Manni hefur fundist að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé að mestu í eigu innmúraðra Sjálfstæðismanna og því hefur mér ekki fundist vera að tala við sinn hóp. Mér finnst þeir vera að reyna að ná út fyrir hann því nú er stór hluti landsmanna búinn að skrifa undir undirskriftalista til að endurræsa heilbrigðiskerfið og vill að meiru sé eytt í samneysluna.“ Hann segir Sjálfstæðismenn hafa hoppað á þann vagn sem sé ótrúlega undarlegt miðað við hvað flokkurinn hefur í raun gert. „Mér finnst þeir hafa verið snjallir og þetta virkar því þeir eru búnir að heyja mikla varnarbaráttu eins og í síðustu kosningum. Bjarni Ben var á forsíðum heimsblaða vegna hneykslismála og í rauninni átti stjórnarandstaðan ekki séns í hann síðast þegar hann fékk þriðjung atkvæða á Íslandi og nú er hann í stórsókn og því er flokkurinn að gera eitthvað rétt og ná út fyrir sitt þýði.“ Staðið sig vel í krísustjórnunAndrés Jónsson segir að Sjálfstæðisflokknum hafi að mestu leyti tekist mjög vel til í sinni baráttu. Flokkurinn hafi auglýst mikið og segir Andrés að svo virðist vera sem hann hafi úr meiri peningum að spila en aðrir. Flokkurinn hafi jafnframt lært mikið af stjórnarslitunum og staðið sig vel í krísustjórnun þegar lögbannsmálið gegn Stundinni kom upp eftir að fjölmiðillinn hafði fjallað mikið um málefni Bjarna Benediktssonar. „Bjarni fór í langt viðtal í átta og hálfa mínútu þar sem hann fór í auðmýktina og náði að sleppa frá nokkrum tundurduflum í þessari kosningabaráttu.“ Hann segir vandamál Sjálfstæðisflokksins vera arfleið hans. „Svolítið eins og líkið í lestinni,“ segir Andrés. Flokkurinn státi þó af lang fagmannlegustu kosningabaráttunni. Hann nefnir sem dæmi að strætóskýli í suðvesturkjördæmi séu merkt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þó svo að hann sé í framboði í Reykjavík. „Það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn veit til hvaða kjósenda Guðlaugur Þór höfðar og þau eru ekki að auglýsa hann í miðborginni, aðallega í úthverfunum og nágranna sveitarfélögum. Þau eru með mismunandi skilaboð og gott slagorð (Fyrir okkur öll) og sést á því að það fer í taugarnar á keppinautunum. Þau fór inn í þessa baráttu í vörn og virðast vera að ná að vinna varnarsigur.“Vinstri græn: Karen segir frambjóðendur Vinstri grænna vera örugga og dálítið „töff“, eins og Sjálfstæðisflokkurinn var áður. „Þau geta verið með töffaralega baráttu og eru ekki mikið að pikka í aðra.“ Hún segir Katrínu Jakobsdóttur vera frambærilegasta leiðtogann ásamt Bjarna Benediktssyni. „Maður treystir þeim. Kata er svakalega flott og þau eru afgerandi sigurvegarar þessarar baráttu. Eiginlega grunar mann dálítið að unga fólkið gæti verið að skila sér til VG. Það er jafnvel sama fólkið og sagðist ætla að kjósa Pírata síðasta en skilaði sér ekki á kjörstað,“ segir Karen. Hvolpamyndbandið slær í gegnHún nefnir sérstaklega hvolpamyndbandið listamannsins Ragnars Kjartanssonar sem sé æðislegt. „Það er engin vondur við neinn í þessu myndbandi eða andstyggilegur eins og í þessum nafnlausu myndböndum sem hafa birst á síðum Kosningavaktarinnar og Kosningar 2017. Þetta er bara svo sniðugt, og undir nafni.“Hvolpamyndbandið hans Ragnars er það fyrsta sem Mikael nefnir þegar hann fer yfir baráttu Vinstri grænna. „Mér fannst þetta auglýsingin hans stórkostleg en mér fannst líka auglýsingarnar hans í fyrra stórkostlegar. Þær höfða mikið til mín sem rithöfundar og aðdáandi Ragnars Kjartanssonar en veit ekki hvort hann höfði út fyrir þann hóp, enda er mér sama um það. Hún var skemmtilegasta auglýsingin og að því leytinu til ættu Vinstri grænir að vera skemmtilegastir.“Rétt að einblína á KatrínuHann er á því að það hafi verið rétt taktík hjá Vinstri grænum að leggja mesta áherslu á að hafa Katrínu Jakobsdóttur í forgrunni í kosningabaráttunni. „Það var stutt til kosninga og almennt ber fólk mikið traust til hennar. Í öllum könnunum eru Íslendingar stundum að láta í ljós óánægju sína með því að segjast ætla að kjósa Pírata og Flokk fólksins og þannig mælast ýmsir flokkar háir í skoðanakönnunum. Eðli málsins samkvæmt voru Vinstri græn aldrei að fara fá 30 prósent atkvæða en ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá þeim að gera það.“ Andrés er á sama máli, Vinstri græn gerðu rétt með að keyra á Katrínu sem var óska forsetaframbjóðandi þjóðarinnar fyrir tveimur árum. „Þau fóru líka sömu leið og aðrar forsetakosningabaráttur þeirra sem fara inn í baráttu með langmest fylgi, eins og Þóra Arnórs og Guðni Th., að reyna að gera engin mistök. Segja sem minnst til að fæla sem fæsta frá. En rétt eins og með fyrri dæmin þá er þetta ákveðin áhætta og Vinstri græn misstu frumkvæðið í baráttunni. Þau virtust líka ekki vilja svara um hvaða skatta ætti að hækka og lækka. Eftir stendur samt að þau eru með besta forsætisráðherraefnið í Katrínu og hún kemur ósködduð frá baráttunni. Kæmi ekki á óvart að hún fengi stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar.“Samfylkingin: Karen segir það hafa öskrað á sig að Samfylkingin yrði að láta heyra í sér til að ná til þeirra atkvæða sem vilja atvinnulífsmiðað, frjálslynt og evrópusinnað afl en treysta sér ekki til að kjósa Viðreisn. „Ég var mjög ánægð með að þau færu að hreyfa sig og létu vita að þau væru enn þá lifandi. Það var ekkert flókin kosningabarátta hjá þeim, þau bara létu vita af sér og þá komu atkvæðin. Þau voru ekki að berjast við einhvern annan í þetta skiptið með því að segja að hinn eða þessi væri ömurlegur. Þannig að hrós til Samfylkingarinnar fyrir það.“ Samfylkingin svarað kalliMikael bendir á að ríkisstjórnin sprakk út af málaflokki sem hefur verið ótrúlega erfiður til umfjöllunar á Íslandi, kynferðisofbeldi. „Ríkisstjórnin sprakk af því Bjarni Ben var að hylma yfir með föður sínum sem skrifaði undir meðmælabréf með barnaníðingi og fólk á erfitt með að segja þá setningu því því finnst það svo óþægilegt. Samfylkingin hefur svarað því og segjast ætla að eyða meiri pening í þann málaflokk og eru búnir að eyrnamerkja þeim málaflokki ákveðna upphæð. Að einhverju leyti við værum ekki að kjósa nema einmitt út af því að ríkisstjórnin sprakk út af þessu. Samfylkingin hefur að mörgu leyti svarað því og það er partur af þeirra sókn.“ Flokkurinn aftur orðinn „kúl“ Andrés segir að Samfylkingin hafi hreinsast í síðustu kosningum þegar hún hlaut aðeins fimm prósent atkvæða. Flokkurinn hafði fyrir þær kosningar verið búinn að missa sína helstu frambjóðendur og umfram allt kúlið. Flokkurinn sæki fylgi sitt til höfuðborgarinnar þar sem hann er sterkur í grónum hverfum sem mótast af stemningu. Þegar flokkurinn hreinsaðist í síðustu kosningum hafi aftur orðið kúl að halda með Samfylkingunni. Logi Einarsson sé nýgræðingur sem formaður, mistækur en rosalega eðlilegur og sannur. „Það hefur nefnilega orðið breytingin á Íslandi. Við vorum rosa kaldhæðin þjóð en nú er einlægni málið. Logi virðist hitta í mark hjá álitsgjöfum og fólki sem finnst allt ömurlegt. Það er einhver einlægni þarna sem er að ná í gegn og Logi hefur smell passað þar.“Píratar: Karen segir alltof lítið hafa heyrst í Pírötum í þessari baráttu. Flokkurinn sé að takast á við það að vera orðinn fullorðinn flokkur og þá megi ekki vera eins miklir pönkarar og áður. „Þau eru að verða stór og eru að fóta sig í þessu. Það er virkilega skemmtilegt að sjá Helga Hrafn koma þarna inn, það ríkir þverpólitísk virðing fyrir honum.“ Andrés segir Pírata hafa verið vonbrigði þessarar baráttu að hluta til. Þeir eru komnir svolítið langt frá því sem þeir voru. Þeir voru flokkur þeirra sem voru óánægðir með stjórnmálin. En af því að aðrir flokkar eru byrjaðir að gagnrýna kerfið þá hafa þeir verið að verja kerfið og sagt að þú megir ekki taka lán í framtíðinni. Þeir hafa verið ábyrgi flokkurinn og þó það sé nýmóðins í kosningabaráttu þá er ég ekki viss um að það sé að skila því sem þeir vonuðust eftir. Þeir eru ekki pönkararnir í þessari baráttu en það gerir þá kannski vænlegri til stjórnarmyndun, þó ég sé ekki viss um það.“Viðreisn: Karen segir Viðreisn vera með ótrúlega flott og áhugavert fólk innanborðs. „Unga karlmenn sem ég sé ekki alveg inni í Sjálfstæðisflokknum sem virðist vera að eldast mjög hratt. Sjálfstæðisflokkurinn er svolítið eins og gamli frændinn sem ætlar enn að skemmta liðinu með Ladda eftirhermum en færri og færri vita hvað er um að vera þegar djókanir byrja. Viðreisn er með fólk á blönduðum aldri og og mér finnst flokkurinn mjög forvitnilegt stjórnarmálaafl sem ég hlakka til að fylgjast betur með,“ segir Karen.Rétt að skipta um formannMikael segir Viðreisn hafa gert svakalega vel með því að skipta Benedikt Jóhannessyni út fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem formann flokksins. „Benedikt hefur ofboðslega litla persónutöfra hann og er líka náfrændi Bjarna Benediktssonar sem var að skaða Viðreisn því margir geta ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með Bjarna sem formann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kemur ótrúlega vel fyrir. Hún hefur sína fortíð með sitt hjónaband, verandi gift handboltahetjunni sem varð að bankamanni. En hún er ótrúlega hæfur stjórnmálamaður og með alvöru persónutöfra. Hún er hrífandi og stendur sig vel og hefur Viðreisn verið skemmtilegur flokkur eftir að hún tók við.“ Andrés segir Benedikt hafa átt heiðurinn að því að búa til Viðreisn sem margir höfðu beðið eftir sem leið illa með að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Benedikt hafi hins vegar ekki náð í gegn. „Hann sagði kannski réttu hlutina, en af því hann sagði þá, þá virkuðu þeir ekki.“ Flokkurinn náði að minna á sigViðreisn tók mikla áhættu að hans mati með því að skipta út formanni en það virkaði og státar flokkurinn nú af besta endasprettinum. Flokkurinn hafi ekki beint náð í gegn en lagað ásýnd sína og minnt sitt fólk á hvað hann stendur fyrir. Nefnir Andrés þar útspil Þorsteins Pálssonar í sjávarútvegsmálinu og útspil Þorgerðar Katrínar varðandi verðlagsnefndina. Flokkurinn búi þó við þann vanda eins og aðrir jaðarflokkar að ef enginn stemning er í kringum hann þá sé kjarnafylgið ekkert.Miðflokkurinn: Karen segir segir Sigmund Davíð hafa snúið Flokk fólksins niður með vinstri hendi og væntanlega tekið kjósendur frá Ingu Sæland sem finnst það hlunnfarið og vill einhvern sem boðar miklar breytingar. „Þó Inga Sæland sé töffari vinnur, Sigmundur hana alla daga. Fólki finnst hann hafa unnið einhverja sigra. Miðflokkurinn er sama marki brennt og Flokkur fólksins. Manni finnst flokkurinn vera bara ein manneskja, Sigmundur Davíð er þarna og ætlar að gefa manni hlutabréf. Gott og vel, ég veit ekkert hvað það þýðir en er ekkert sérstaklega spennt fyrir því.“ Séríslensk þrjóska sækir í MiðflokkinnMikael segir Miðflokkinn höfða til séríslenskrar þrjósku. „Því ákveðinn hluti Íslendinga á erfitt með þegar einhver er barinn niður. Árni Johnsen fór í fangelsi fyrir spillingu en hlaut svo glimrandi kosningu hjá Sjálfstæðismönnum nokkrum árum síðar, bæði í prófkjöri og í kosningum. Ég upplifi það þannig að Miðflokkurinn sé að fá ofboðslegt þrjóskufylgi frá ákveðnum hópi Íslendinga sem lætur það fara rosalega í taugarnar á sér að einhverjir hafi verið svona glaðhlakkalegir yfir falli Sigmundar og ætla einhvern veginn að vísa ábyrgðinni annað. Þetta er svo ofboðsleg meðvirkni því Sigmundur kom sér svo sannarlega sjálfur í sín vandræði.“ Býður pening fyrir atkvæði „Sigmundur er líka að bjóða 100 til 200 þúsund kall fyrir að kjósa sig með því að lofa kjósendum hlutabréf í Arionbanka. Það höfðar til ákveðins hóps. Síðast þegar hann náði árangri í kosningum þá bauð hann Íslendingum sem skulda húsnæðislán að borga þeim fyrir að kjósa sig. Þú færð 100 til 200 þúsund kall ef þú kýst Sigmund og mörgum finnst það freistandi, það höfðar greinilega til einhvers hóps sem mér finnst óskiljanlegt,“ segir Mikael.Jón Gnarr kosningabaráttunnarAndrés segir að einn maður hafi haft á orði við sig að Sigmundur Davíð væri næstum því Jón Gnarr þessarar kosningabaráttu, og það hafi sést glöggt á forsíðu Fréttablaðsins í morgun þar sem hann stóð með silfraðan hest í hendi. „Maður veltir fyrir sér hvort hann hafi ekki verið að trolla þessa baráttu. Hann er svo glaður að vera upprisinn og hans fólk hoppar á vagninn með honum. Glaðir að hann sé búinn að fá uppreist æru. En hann er búinn að vera einangraður í þessari baráttu og verður væntanlega einangraður þegar kemur að stjórnarmyndun.“ Andrés vill meina að Arion banka-útspil Sigmundar hafa mistekist. Persónutöfrar hans og tal hans um kerfisbreytingar hitti hins vegar í mark þar sem hann slær á ákveðna strengi sem ýmsir stjórnmálamenn í öðrum löndum slá einnig. „Hann er bara að bjóða fram Sigmund Davíð, Hann segir að þetta sé róttæk skynsemishyggja en það er enginn flokkur eða stjórnmálafræðingur sem telur það vera stjórnmálastefnu. Það er væntanlega eitthvað sem honum finnst vera sniðugt hverju sinni, enda segir hann það líka að það sé stefna Miðflokksins að velja bestu stefnuna hverju sinni.“Framsókn: Karen segir vera eilítið hissa á Framsóknarflokknum sem hefur venjulega skarað fram úr í kosningabaráttu. Þeir hafi verið með fallegar auglýsingar en eina kosningamálið sem hafi náð í gegn hafi verið Svissneska-leiðin. „Það var eitthvað svo tæknilegt og óáhugavert, það kom mér pínu á óvart.“ Mikael segir Framsókn vera klofinn flokk í vandræðum. Framsókn hafi verið popúlistaflokkur sem hefur lofað stórt. Undir stjórn Sigmundar Davíð hafi flokkurinn lofað kjósendum tugi milljarða í leiðréttingu sem annars hefði geta farið í að reka heilbrigðiskerfi. „Það voru best settu Íslendingarnir sem fengu þessa peninga. Þetta voru kjósendur Framsóknarflokksins sem er nú farnir til Sigmundar í Miðflokkinn. Framsókn lofar nú einhverri flókinni leið, kannski eru loforðin þeirra ekki nógu stór og þessi kjósendahópur sem hefur kosið framsókn eða Sigmund Davíð út á gylliboð skilur eflaust ekki þessa Svissnesku-leið.“Með gott slagorðAndrés er á því að Framsókn hafi höndlað brotthvarf Sigmundar Davíð vel. Um var að ræða risa krísu sem hefði geta orðið til þess að flokkurinn félli af þingi. Framsókn hafi þó haldið velli að einhverju leyti og Sigurður Ingi Jóhannsson sýnt mikla auðmýkt með því að gefa Lilju Alfreðsdóttur sviðið. Framsóknar flokkurinn státi af góðu kosningaloforði ( Getum við ekki öll verið sammála um það?) og það sé ekki létt að koma fram með gott slagorð á íslensku. Flokkurinn hafi gert vel með kynningu sína á Svissnesku-leiðinni. „Þú veist sirka hvað þetta er og hefur verið reynt í öðru landi, þó ég sé ekki persónulega hlynntur því þá finnst mér þetta best heppnaða loforðið sem náði í gegn. Hvað það hefur skilað þeim er svo annað mál.Björt framtíð: Karen segist hafa samúð með Bjartri framtíð. Flokkurinn hafi staðið sig vel að mörgu leyti en hefur þó efasemdir um að það hafi verið rétt hjá flokknum að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. „Ég fæ það á tilfinninguna að þetta hafi verið tekið í óðagoti. Þau voru með flotta ráðherra svo sem en virðast ekki á leið aftur inn á þing. Ég veit ekki alveg af hverju það er svona lítil eftirspurn eftir þeim. Kosningabaráttan þeirra hefur ekki verið upp á marga fiska,“ segir Karen. Hljómurinn í kosningabaráttu Bjartrar framtíðar hafi verið á það leið að flokkurinn vilji ekki hreykja sér en bendi um leið hvað hann sé ofboðslega frábær. „Eiginlega of hástemmdar yfirlýsingar um eigið ágæti.“ Skilur ekki af hverju Björt framtíð lifði svo lengiMikael segir Bjarta framtíð hafa ávallt verið rugl flokk sem snerist aldrei um pólitík. Kosningabarátta flokksins fyrir síðustu kosningar hafi snúist um að fólk yrði „nice“ við Óttar Proppé. „En það var engin krafa í samfélaginu að það sé gaman hjá Óttari Proppé í vinnunni eða öðrum þingmönnum. Ég skil sjálfur ekki hvað Björt framtíð hefur lifað lengi,“ segir Mikael. Hann segir flokkinn ekki hafa erindi eða stefnumál. Ef einhver er umhverfissinni geti hann valið Vinstri græn, jafnaðarfólk geti farið í Samfylkinguna og frjálshyggjufólk geti leitað í Viðreisn. „Þetta er algjörlega tilgangslaus flokkur.“Stemningin dó með deilu við fyrrum meðlimiAndrés segir Bjarta framtíð hafa verið í losti í byrjun baráttunnar vegna fylgishrapsins og engin stemning í kringum flokkinn. „Sú litla stemning sem var drapst með leiðinlegum litlum deilumálum við fyrrum meðlimi. Þau dóu hins vegar ekki úr öllum æðum. Það voru sprækir frambjóðendur Bjartrar inn á milli sem neituðu að gefast upp virtist vera. Lokaútspilið þeirra var örvæntingarfullt en mér fannst það samt vera kalkúleruð áhætta sem hefði getað borgað sig. En það var að hjóla í Sigmund Davíð og hans “fiff” og reyna að krækja í atkvæði þeirra sem þola ekki Sigmund og hans hugmyndir. Aðrir flokkar voru að reyna að veita Sigmundi ekki of mikla athygli og forðast að gera honum þann greiða að fá sviðið með því að ráðast á hann. Björt framtíð hafði hins vegar engu að tapa og allt að vinna. En það var of lítið og of seint. Þegar allt kemur til alls þá þarf svona flokkur stemningu. Hann hefur ekki náttúrulegt bakland og því þýðir engin stemning, engin atkvæði.“Flokkur fólksins: Karen segir Ingu Sæland vera Flokk fólksins. „Hún er æðisleg kona og manneskja sem maður myndi búast við að hitta í hesthúsi hjá mömmu og pabba og við eldhúsborðið hvar sem er. Það er gaman að hlusta á hana og skil vel að fólk laðist að henni en flokkurinn er ekkert meira en það.“ Andrés segir Flokk fólksins hafa líklega toppað of snemma. „Og missti mómentið til Miðflokksins sem réri á sömu mið. Reynsluleysi, umdeildir frambjóðendur og minna nýjabrum yfir hinum heillandi og trúverðuga leiðtoga flokksins kom honum í koll. Hann kemst líklega ekki inn á morgun þó að kraftaverkin geti enn gerst.“Dögun: Andrés segir Dögun hefur ekki náð í gegn. „Þau eru bara að lenda í því sama og margir jaðarflokkar lenda í. Þau ná ekki að fanga mómentið og þau urðu til í einhverju mómenti fyrir tvennum kosningum og það er í raun bara að þessi hópur mun finna sér einhvern annan farveg næst. Hoppa um borð hjá Flokki fólksins og tryggja sér fimm prósent þannig.“Alþýðufylkingin: „Alþýðufylkingin var hress í þáttunum en kom ekki neinu að í sjálfri baráttunni,“ segir Andrés. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Kosningabaráttan hefur verið flaustursleg, erfið og ekki endilega fjallað um það sem varð til þess að boðað var til kosninga fyrir nokkrum vikum síðan. Þetta er mat Karenar Kjartansdóttur almannatengils, Andrésar Jónssonar almannatengils og rithöfundarins Mikaels Torfasonar. Vísir fékk þau til að fara yfir kosningabaráttu flokkanna og meta hvað þeir gerðu vel og hvað þeir gerðu illa. Karen segir flokkana hafa reynt að finna sig á ógnarhraða í þessari snörpu kosningabaráttu sem hefur hefur verið skemmtileg ásýndar að hennar mati. Andrés segir baráttuna hafa einkennst af miklum hávaða frá byrjun þar sem flokkunum hefur reynst erfitt að ræða málefni og ná í gegn með útspil. Flokkarnir hafi reynt að ná til fólk með gríðarlegri tíðni auglýsinga á ákveðnum miðli þar sem skilaboð voru endurtekin aftur og aftur og margfalt meira fé hafi farið í samfélagsmiðlauglýsingar en áður. Mikael bendir á að að þessar kosningar eigi ekki endilega að snúast um framtíðarsýn flokkanna því boðað var til þeirra undir óeðlilegum kringumstæðum annað árið í röð og um það sé lítið rætt. Lítið hafi farið fyrir þeim hneykslismálum sem sprengdu tvær síðustu ríkisstjórnir. Í staðinn fyrir að einblína á þau mál sé látið eins og um hefðbundnar kosningar sé að ræða, sem þessar kosningar eru alls ekki að hans mati.Sjálfstæðisflokkurinn: Karen er á því að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki verið að leita á nýjar lendur með sinni kosningabaráttu. „Mér finnst þau vera að tala við fólk sem ætlar að kjósa flokkinn. Það er ekki tekin áhætta í neinu og enginn töffaraskapur. Þau setja fram traust skilaboð sem dyggir kjósendur flokksins skilja. Þetta er eiginlega meira áferð en skilaboð; Við erum ströng og örugg og við gerum samfélagið betra. Þetta er ekki flóknara.“ Henni þykir þó skrýtið hvað Sjálfstæðisflokkurinn er í raun í miklu veseni miðað við hversu vel gengur í samfélaginu þegar litið til þess að efnahagurinn hefur verið í vexti. „Og þess vegna skilur maður ekki alveg af hverju flokkarnir sem skipuðu ríkisstjórnina sem sprakk í loft upp eru að fá svona harkalega útreið.“ Snjallt að tala út fyrir flokkinnMikael er ekki sammála því að Sjálfstæðisflokkurinn sé að tala til dyggra kjósenda flokksins. Hann segir að það sé í raun snjallt hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki talað inn í sinn hóp. „Ég veit ekki hvort þetta sé beinlínis heiðarlegt af þeim, því ég fékk inn um lúguna daginn bækling þar sem var mynd af Brynjari Níelssyni og tilvitnun í hann þar sem hann og Sjálfstæðismenn vildu heilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð efnahag. Manni hefur fundist að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu sé að mestu í eigu innmúraðra Sjálfstæðismanna og því hefur mér ekki fundist vera að tala við sinn hóp. Mér finnst þeir vera að reyna að ná út fyrir hann því nú er stór hluti landsmanna búinn að skrifa undir undirskriftalista til að endurræsa heilbrigðiskerfið og vill að meiru sé eytt í samneysluna.“ Hann segir Sjálfstæðismenn hafa hoppað á þann vagn sem sé ótrúlega undarlegt miðað við hvað flokkurinn hefur í raun gert. „Mér finnst þeir hafa verið snjallir og þetta virkar því þeir eru búnir að heyja mikla varnarbaráttu eins og í síðustu kosningum. Bjarni Ben var á forsíðum heimsblaða vegna hneykslismála og í rauninni átti stjórnarandstaðan ekki séns í hann síðast þegar hann fékk þriðjung atkvæða á Íslandi og nú er hann í stórsókn og því er flokkurinn að gera eitthvað rétt og ná út fyrir sitt þýði.“ Staðið sig vel í krísustjórnunAndrés Jónsson segir að Sjálfstæðisflokknum hafi að mestu leyti tekist mjög vel til í sinni baráttu. Flokkurinn hafi auglýst mikið og segir Andrés að svo virðist vera sem hann hafi úr meiri peningum að spila en aðrir. Flokkurinn hafi jafnframt lært mikið af stjórnarslitunum og staðið sig vel í krísustjórnun þegar lögbannsmálið gegn Stundinni kom upp eftir að fjölmiðillinn hafði fjallað mikið um málefni Bjarna Benediktssonar. „Bjarni fór í langt viðtal í átta og hálfa mínútu þar sem hann fór í auðmýktina og náði að sleppa frá nokkrum tundurduflum í þessari kosningabaráttu.“ Hann segir vandamál Sjálfstæðisflokksins vera arfleið hans. „Svolítið eins og líkið í lestinni,“ segir Andrés. Flokkurinn státi þó af lang fagmannlegustu kosningabaráttunni. Hann nefnir sem dæmi að strætóskýli í suðvesturkjördæmi séu merkt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þó svo að hann sé í framboði í Reykjavík. „Það er vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn veit til hvaða kjósenda Guðlaugur Þór höfðar og þau eru ekki að auglýsa hann í miðborginni, aðallega í úthverfunum og nágranna sveitarfélögum. Þau eru með mismunandi skilaboð og gott slagorð (Fyrir okkur öll) og sést á því að það fer í taugarnar á keppinautunum. Þau fór inn í þessa baráttu í vörn og virðast vera að ná að vinna varnarsigur.“Vinstri græn: Karen segir frambjóðendur Vinstri grænna vera örugga og dálítið „töff“, eins og Sjálfstæðisflokkurinn var áður. „Þau geta verið með töffaralega baráttu og eru ekki mikið að pikka í aðra.“ Hún segir Katrínu Jakobsdóttur vera frambærilegasta leiðtogann ásamt Bjarna Benediktssyni. „Maður treystir þeim. Kata er svakalega flott og þau eru afgerandi sigurvegarar þessarar baráttu. Eiginlega grunar mann dálítið að unga fólkið gæti verið að skila sér til VG. Það er jafnvel sama fólkið og sagðist ætla að kjósa Pírata síðasta en skilaði sér ekki á kjörstað,“ segir Karen. Hvolpamyndbandið slær í gegnHún nefnir sérstaklega hvolpamyndbandið listamannsins Ragnars Kjartanssonar sem sé æðislegt. „Það er engin vondur við neinn í þessu myndbandi eða andstyggilegur eins og í þessum nafnlausu myndböndum sem hafa birst á síðum Kosningavaktarinnar og Kosningar 2017. Þetta er bara svo sniðugt, og undir nafni.“Hvolpamyndbandið hans Ragnars er það fyrsta sem Mikael nefnir þegar hann fer yfir baráttu Vinstri grænna. „Mér fannst þetta auglýsingin hans stórkostleg en mér fannst líka auglýsingarnar hans í fyrra stórkostlegar. Þær höfða mikið til mín sem rithöfundar og aðdáandi Ragnars Kjartanssonar en veit ekki hvort hann höfði út fyrir þann hóp, enda er mér sama um það. Hún var skemmtilegasta auglýsingin og að því leytinu til ættu Vinstri grænir að vera skemmtilegastir.“Rétt að einblína á KatrínuHann er á því að það hafi verið rétt taktík hjá Vinstri grænum að leggja mesta áherslu á að hafa Katrínu Jakobsdóttur í forgrunni í kosningabaráttunni. „Það var stutt til kosninga og almennt ber fólk mikið traust til hennar. Í öllum könnunum eru Íslendingar stundum að láta í ljós óánægju sína með því að segjast ætla að kjósa Pírata og Flokk fólksins og þannig mælast ýmsir flokkar háir í skoðanakönnunum. Eðli málsins samkvæmt voru Vinstri græn aldrei að fara fá 30 prósent atkvæða en ég held að það hafi verið rétt ákvörðun hjá þeim að gera það.“ Andrés er á sama máli, Vinstri græn gerðu rétt með að keyra á Katrínu sem var óska forsetaframbjóðandi þjóðarinnar fyrir tveimur árum. „Þau fóru líka sömu leið og aðrar forsetakosningabaráttur þeirra sem fara inn í baráttu með langmest fylgi, eins og Þóra Arnórs og Guðni Th., að reyna að gera engin mistök. Segja sem minnst til að fæla sem fæsta frá. En rétt eins og með fyrri dæmin þá er þetta ákveðin áhætta og Vinstri græn misstu frumkvæðið í baráttunni. Þau virtust líka ekki vilja svara um hvaða skatta ætti að hækka og lækka. Eftir stendur samt að þau eru með besta forsætisráðherraefnið í Katrínu og hún kemur ósködduð frá baráttunni. Kæmi ekki á óvart að hún fengi stjórnarmyndunarumboðið eftir kosningar.“Samfylkingin: Karen segir það hafa öskrað á sig að Samfylkingin yrði að láta heyra í sér til að ná til þeirra atkvæða sem vilja atvinnulífsmiðað, frjálslynt og evrópusinnað afl en treysta sér ekki til að kjósa Viðreisn. „Ég var mjög ánægð með að þau færu að hreyfa sig og létu vita að þau væru enn þá lifandi. Það var ekkert flókin kosningabarátta hjá þeim, þau bara létu vita af sér og þá komu atkvæðin. Þau voru ekki að berjast við einhvern annan í þetta skiptið með því að segja að hinn eða þessi væri ömurlegur. Þannig að hrós til Samfylkingarinnar fyrir það.“ Samfylkingin svarað kalliMikael bendir á að ríkisstjórnin sprakk út af málaflokki sem hefur verið ótrúlega erfiður til umfjöllunar á Íslandi, kynferðisofbeldi. „Ríkisstjórnin sprakk af því Bjarni Ben var að hylma yfir með föður sínum sem skrifaði undir meðmælabréf með barnaníðingi og fólk á erfitt með að segja þá setningu því því finnst það svo óþægilegt. Samfylkingin hefur svarað því og segjast ætla að eyða meiri pening í þann málaflokk og eru búnir að eyrnamerkja þeim málaflokki ákveðna upphæð. Að einhverju leyti við værum ekki að kjósa nema einmitt út af því að ríkisstjórnin sprakk út af þessu. Samfylkingin hefur að mörgu leyti svarað því og það er partur af þeirra sókn.“ Flokkurinn aftur orðinn „kúl“ Andrés segir að Samfylkingin hafi hreinsast í síðustu kosningum þegar hún hlaut aðeins fimm prósent atkvæða. Flokkurinn hafði fyrir þær kosningar verið búinn að missa sína helstu frambjóðendur og umfram allt kúlið. Flokkurinn sæki fylgi sitt til höfuðborgarinnar þar sem hann er sterkur í grónum hverfum sem mótast af stemningu. Þegar flokkurinn hreinsaðist í síðustu kosningum hafi aftur orðið kúl að halda með Samfylkingunni. Logi Einarsson sé nýgræðingur sem formaður, mistækur en rosalega eðlilegur og sannur. „Það hefur nefnilega orðið breytingin á Íslandi. Við vorum rosa kaldhæðin þjóð en nú er einlægni málið. Logi virðist hitta í mark hjá álitsgjöfum og fólki sem finnst allt ömurlegt. Það er einhver einlægni þarna sem er að ná í gegn og Logi hefur smell passað þar.“Píratar: Karen segir alltof lítið hafa heyrst í Pírötum í þessari baráttu. Flokkurinn sé að takast á við það að vera orðinn fullorðinn flokkur og þá megi ekki vera eins miklir pönkarar og áður. „Þau eru að verða stór og eru að fóta sig í þessu. Það er virkilega skemmtilegt að sjá Helga Hrafn koma þarna inn, það ríkir þverpólitísk virðing fyrir honum.“ Andrés segir Pírata hafa verið vonbrigði þessarar baráttu að hluta til. Þeir eru komnir svolítið langt frá því sem þeir voru. Þeir voru flokkur þeirra sem voru óánægðir með stjórnmálin. En af því að aðrir flokkar eru byrjaðir að gagnrýna kerfið þá hafa þeir verið að verja kerfið og sagt að þú megir ekki taka lán í framtíðinni. Þeir hafa verið ábyrgi flokkurinn og þó það sé nýmóðins í kosningabaráttu þá er ég ekki viss um að það sé að skila því sem þeir vonuðust eftir. Þeir eru ekki pönkararnir í þessari baráttu en það gerir þá kannski vænlegri til stjórnarmyndun, þó ég sé ekki viss um það.“Viðreisn: Karen segir Viðreisn vera með ótrúlega flott og áhugavert fólk innanborðs. „Unga karlmenn sem ég sé ekki alveg inni í Sjálfstæðisflokknum sem virðist vera að eldast mjög hratt. Sjálfstæðisflokkurinn er svolítið eins og gamli frændinn sem ætlar enn að skemmta liðinu með Ladda eftirhermum en færri og færri vita hvað er um að vera þegar djókanir byrja. Viðreisn er með fólk á blönduðum aldri og og mér finnst flokkurinn mjög forvitnilegt stjórnarmálaafl sem ég hlakka til að fylgjast betur með,“ segir Karen.Rétt að skipta um formannMikael segir Viðreisn hafa gert svakalega vel með því að skipta Benedikt Jóhannessyni út fyrir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur sem formann flokksins. „Benedikt hefur ofboðslega litla persónutöfra hann og er líka náfrændi Bjarna Benediktssonar sem var að skaða Viðreisn því margir geta ekki hugsað sér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með Bjarna sem formann. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kemur ótrúlega vel fyrir. Hún hefur sína fortíð með sitt hjónaband, verandi gift handboltahetjunni sem varð að bankamanni. En hún er ótrúlega hæfur stjórnmálamaður og með alvöru persónutöfra. Hún er hrífandi og stendur sig vel og hefur Viðreisn verið skemmtilegur flokkur eftir að hún tók við.“ Andrés segir Benedikt hafa átt heiðurinn að því að búa til Viðreisn sem margir höfðu beðið eftir sem leið illa með að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Benedikt hafi hins vegar ekki náð í gegn. „Hann sagði kannski réttu hlutina, en af því hann sagði þá, þá virkuðu þeir ekki.“ Flokkurinn náði að minna á sigViðreisn tók mikla áhættu að hans mati með því að skipta út formanni en það virkaði og státar flokkurinn nú af besta endasprettinum. Flokkurinn hafi ekki beint náð í gegn en lagað ásýnd sína og minnt sitt fólk á hvað hann stendur fyrir. Nefnir Andrés þar útspil Þorsteins Pálssonar í sjávarútvegsmálinu og útspil Þorgerðar Katrínar varðandi verðlagsnefndina. Flokkurinn búi þó við þann vanda eins og aðrir jaðarflokkar að ef enginn stemning er í kringum hann þá sé kjarnafylgið ekkert.Miðflokkurinn: Karen segir segir Sigmund Davíð hafa snúið Flokk fólksins niður með vinstri hendi og væntanlega tekið kjósendur frá Ingu Sæland sem finnst það hlunnfarið og vill einhvern sem boðar miklar breytingar. „Þó Inga Sæland sé töffari vinnur, Sigmundur hana alla daga. Fólki finnst hann hafa unnið einhverja sigra. Miðflokkurinn er sama marki brennt og Flokkur fólksins. Manni finnst flokkurinn vera bara ein manneskja, Sigmundur Davíð er þarna og ætlar að gefa manni hlutabréf. Gott og vel, ég veit ekkert hvað það þýðir en er ekkert sérstaklega spennt fyrir því.“ Séríslensk þrjóska sækir í MiðflokkinnMikael segir Miðflokkinn höfða til séríslenskrar þrjósku. „Því ákveðinn hluti Íslendinga á erfitt með þegar einhver er barinn niður. Árni Johnsen fór í fangelsi fyrir spillingu en hlaut svo glimrandi kosningu hjá Sjálfstæðismönnum nokkrum árum síðar, bæði í prófkjöri og í kosningum. Ég upplifi það þannig að Miðflokkurinn sé að fá ofboðslegt þrjóskufylgi frá ákveðnum hópi Íslendinga sem lætur það fara rosalega í taugarnar á sér að einhverjir hafi verið svona glaðhlakkalegir yfir falli Sigmundar og ætla einhvern veginn að vísa ábyrgðinni annað. Þetta er svo ofboðsleg meðvirkni því Sigmundur kom sér svo sannarlega sjálfur í sín vandræði.“ Býður pening fyrir atkvæði „Sigmundur er líka að bjóða 100 til 200 þúsund kall fyrir að kjósa sig með því að lofa kjósendum hlutabréf í Arionbanka. Það höfðar til ákveðins hóps. Síðast þegar hann náði árangri í kosningum þá bauð hann Íslendingum sem skulda húsnæðislán að borga þeim fyrir að kjósa sig. Þú færð 100 til 200 þúsund kall ef þú kýst Sigmund og mörgum finnst það freistandi, það höfðar greinilega til einhvers hóps sem mér finnst óskiljanlegt,“ segir Mikael.Jón Gnarr kosningabaráttunnarAndrés segir að einn maður hafi haft á orði við sig að Sigmundur Davíð væri næstum því Jón Gnarr þessarar kosningabaráttu, og það hafi sést glöggt á forsíðu Fréttablaðsins í morgun þar sem hann stóð með silfraðan hest í hendi. „Maður veltir fyrir sér hvort hann hafi ekki verið að trolla þessa baráttu. Hann er svo glaður að vera upprisinn og hans fólk hoppar á vagninn með honum. Glaðir að hann sé búinn að fá uppreist æru. En hann er búinn að vera einangraður í þessari baráttu og verður væntanlega einangraður þegar kemur að stjórnarmyndun.“ Andrés vill meina að Arion banka-útspil Sigmundar hafa mistekist. Persónutöfrar hans og tal hans um kerfisbreytingar hitti hins vegar í mark þar sem hann slær á ákveðna strengi sem ýmsir stjórnmálamenn í öðrum löndum slá einnig. „Hann er bara að bjóða fram Sigmund Davíð, Hann segir að þetta sé róttæk skynsemishyggja en það er enginn flokkur eða stjórnmálafræðingur sem telur það vera stjórnmálastefnu. Það er væntanlega eitthvað sem honum finnst vera sniðugt hverju sinni, enda segir hann það líka að það sé stefna Miðflokksins að velja bestu stefnuna hverju sinni.“Framsókn: Karen segir vera eilítið hissa á Framsóknarflokknum sem hefur venjulega skarað fram úr í kosningabaráttu. Þeir hafi verið með fallegar auglýsingar en eina kosningamálið sem hafi náð í gegn hafi verið Svissneska-leiðin. „Það var eitthvað svo tæknilegt og óáhugavert, það kom mér pínu á óvart.“ Mikael segir Framsókn vera klofinn flokk í vandræðum. Framsókn hafi verið popúlistaflokkur sem hefur lofað stórt. Undir stjórn Sigmundar Davíð hafi flokkurinn lofað kjósendum tugi milljarða í leiðréttingu sem annars hefði geta farið í að reka heilbrigðiskerfi. „Það voru best settu Íslendingarnir sem fengu þessa peninga. Þetta voru kjósendur Framsóknarflokksins sem er nú farnir til Sigmundar í Miðflokkinn. Framsókn lofar nú einhverri flókinni leið, kannski eru loforðin þeirra ekki nógu stór og þessi kjósendahópur sem hefur kosið framsókn eða Sigmund Davíð út á gylliboð skilur eflaust ekki þessa Svissnesku-leið.“Með gott slagorðAndrés er á því að Framsókn hafi höndlað brotthvarf Sigmundar Davíð vel. Um var að ræða risa krísu sem hefði geta orðið til þess að flokkurinn félli af þingi. Framsókn hafi þó haldið velli að einhverju leyti og Sigurður Ingi Jóhannsson sýnt mikla auðmýkt með því að gefa Lilju Alfreðsdóttur sviðið. Framsóknar flokkurinn státi af góðu kosningaloforði ( Getum við ekki öll verið sammála um það?) og það sé ekki létt að koma fram með gott slagorð á íslensku. Flokkurinn hafi gert vel með kynningu sína á Svissnesku-leiðinni. „Þú veist sirka hvað þetta er og hefur verið reynt í öðru landi, þó ég sé ekki persónulega hlynntur því þá finnst mér þetta best heppnaða loforðið sem náði í gegn. Hvað það hefur skilað þeim er svo annað mál.Björt framtíð: Karen segist hafa samúð með Bjartri framtíð. Flokkurinn hafi staðið sig vel að mörgu leyti en hefur þó efasemdir um að það hafi verið rétt hjá flokknum að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. „Ég fæ það á tilfinninguna að þetta hafi verið tekið í óðagoti. Þau voru með flotta ráðherra svo sem en virðast ekki á leið aftur inn á þing. Ég veit ekki alveg af hverju það er svona lítil eftirspurn eftir þeim. Kosningabaráttan þeirra hefur ekki verið upp á marga fiska,“ segir Karen. Hljómurinn í kosningabaráttu Bjartrar framtíðar hafi verið á það leið að flokkurinn vilji ekki hreykja sér en bendi um leið hvað hann sé ofboðslega frábær. „Eiginlega of hástemmdar yfirlýsingar um eigið ágæti.“ Skilur ekki af hverju Björt framtíð lifði svo lengiMikael segir Bjarta framtíð hafa ávallt verið rugl flokk sem snerist aldrei um pólitík. Kosningabarátta flokksins fyrir síðustu kosningar hafi snúist um að fólk yrði „nice“ við Óttar Proppé. „En það var engin krafa í samfélaginu að það sé gaman hjá Óttari Proppé í vinnunni eða öðrum þingmönnum. Ég skil sjálfur ekki hvað Björt framtíð hefur lifað lengi,“ segir Mikael. Hann segir flokkinn ekki hafa erindi eða stefnumál. Ef einhver er umhverfissinni geti hann valið Vinstri græn, jafnaðarfólk geti farið í Samfylkinguna og frjálshyggjufólk geti leitað í Viðreisn. „Þetta er algjörlega tilgangslaus flokkur.“Stemningin dó með deilu við fyrrum meðlimiAndrés segir Bjarta framtíð hafa verið í losti í byrjun baráttunnar vegna fylgishrapsins og engin stemning í kringum flokkinn. „Sú litla stemning sem var drapst með leiðinlegum litlum deilumálum við fyrrum meðlimi. Þau dóu hins vegar ekki úr öllum æðum. Það voru sprækir frambjóðendur Bjartrar inn á milli sem neituðu að gefast upp virtist vera. Lokaútspilið þeirra var örvæntingarfullt en mér fannst það samt vera kalkúleruð áhætta sem hefði getað borgað sig. En það var að hjóla í Sigmund Davíð og hans “fiff” og reyna að krækja í atkvæði þeirra sem þola ekki Sigmund og hans hugmyndir. Aðrir flokkar voru að reyna að veita Sigmundi ekki of mikla athygli og forðast að gera honum þann greiða að fá sviðið með því að ráðast á hann. Björt framtíð hafði hins vegar engu að tapa og allt að vinna. En það var of lítið og of seint. Þegar allt kemur til alls þá þarf svona flokkur stemningu. Hann hefur ekki náttúrulegt bakland og því þýðir engin stemning, engin atkvæði.“Flokkur fólksins: Karen segir Ingu Sæland vera Flokk fólksins. „Hún er æðisleg kona og manneskja sem maður myndi búast við að hitta í hesthúsi hjá mömmu og pabba og við eldhúsborðið hvar sem er. Það er gaman að hlusta á hana og skil vel að fólk laðist að henni en flokkurinn er ekkert meira en það.“ Andrés segir Flokk fólksins hafa líklega toppað of snemma. „Og missti mómentið til Miðflokksins sem réri á sömu mið. Reynsluleysi, umdeildir frambjóðendur og minna nýjabrum yfir hinum heillandi og trúverðuga leiðtoga flokksins kom honum í koll. Hann kemst líklega ekki inn á morgun þó að kraftaverkin geti enn gerst.“Dögun: Andrés segir Dögun hefur ekki náð í gegn. „Þau eru bara að lenda í því sama og margir jaðarflokkar lenda í. Þau ná ekki að fanga mómentið og þau urðu til í einhverju mómenti fyrir tvennum kosningum og það er í raun bara að þessi hópur mun finna sér einhvern annan farveg næst. Hoppa um borð hjá Flokki fólksins og tryggja sér fimm prósent þannig.“Alþýðufylkingin: „Alþýðufylkingin var hress í þáttunum en kom ekki neinu að í sjálfri baráttunni,“ segir Andrés.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15 Mest lesið Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja „fit to fly“ vottorð brjóta gegn siðareglum lækna Innlent Byrja að rukka sérstaklega fyrir ökuskírteini á plasti Innlent „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Innlent Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Fleiri fréttir Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Bein útsending: Vítt og breitt um almannavarnamál „Þegar þú liggur yfir þessu dag og nótt þá byrjar þú að þekkja þá“ Máttu ekki hvetja hlunnfarið starfsfólk til að hætta Sjá meira
Hulduhópar dæla út áróðri á samfélagsmiðlum Fjöldi nafnlausra kosningaáróðurssíðna hafa sprottið upp fyrir þingkosningarnar nú. 25. október 2017 12:15