Innlent

Ragnhildur: Höfum reynt að forðast skítkast og leiðindaumræður

Atli Ísleifsson skrifar
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi.
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Vísir/anton
Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi, segir kosningadaginn leggjast vel í sig, en hún var að leggja lokahönd á kosningakaffi flokksins þegar Vísir náði tali af henni. Hún segist munu mæta á kjörstað í Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Reykjanesbæ um klukkan 13.

„Við höfum haldið merki Dögunar á lofti, stefnunni og málaflokkunum. Við erum þegar byrjuð að koma þeim í verk eins og hér á Suðurnesjum með Íbúðafélag Suðurnesja,“ segir Ragnhildur og bætir við að næst sé að vinna að samfélagsbankanum sem flokkurinn hefur mikið talað fyrir.

Ragnhildur segir frambjóðendur Dögunar hafa reynt að tala bara um málefnin sín og halda þeim á lofti. „Það er gleðiefni að þau eru komin í stefnu annarra flokka, en það sem spurning hvort þeir komi þeim í verk. Við höfum reynt að forðast skítkast og leiðindaumræður um aðra og stefnu annarra. Við kynnum bara okkar stefnu og látum aðra um sitt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×