Kjörstöðum landsins lokað og talning atkvæða hafin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2017 22:15 Frá Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. vísir/anton brink Kjörstöðum landsins var lokað nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin. Klukkan 21 höfðu 64,54 prósent kjósenda í Reykjavík kosið. Það er tæpu einu prósenti meira en höfðu kosið á sama tíma í fyrra en kjörsókn á landinu öllu er ívið betri á flestum stöðum heldur en í þingkosningunum 2016. Kosningarnar eru fimmtu þingkosningarnar á síðustu 10 árum og þær 23. frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Ellefu flokkar eru í framboði en níu þeirra bjóða fram á landsvísu. Miðað við kannanir munu sjö flokkar ná inn á þing, þar af er nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, og þá á einnig Flokkur fólksins möguleika á að ná mönnum inn á þing en í könnunum síðustu daga hefur hann mælst með eilítið minna en fimm prósent fylgi. Þá er útlit fyrir að einn ríkisstjórnarflokkurinn, Björt framtíð, detti út af þingi. Þjóðarpúls Gallup sem birtist daginn fyrir kjördag hefur sögulega gefið nokkuð góða mynd af því hvernig kannanirnar fara. Í könnun fyrirtækisins í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmt forskot á aðra flokka eða 25,3 prósent fylgi. Þar á eftir komu Vinstri græn með 17,3 prósent fylgi. Samfylkingin mældist með 15,5 prósent fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkurinn mældist með 9,7 prósent fylgi og vart mátti sjá á milli Pírata og Framsóknarflokksins sem mældust með 9 og 8,9 prósent fylgi. Viðreisn mældist með 8,2 fylgi í könnunni. Eru þetta einu flokkarnir sem myndu ná mönnum inn á þing miðað við Þjóðarpúlsinn en Flokkur fólksins er ekki langt undan með 4 prósent fylgi. Björt framtíð mældist aðeins með 1,5 prósent fylgi, Alþýðufylkingin með 0,6 prósent fylgi og Dögun 0,1 prósent fylgi. Kosningar 2017 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Kjörstöðum landsins var lokað nú klukkan 22 og er talning atkvæða hafin. Klukkan 21 höfðu 64,54 prósent kjósenda í Reykjavík kosið. Það er tæpu einu prósenti meira en höfðu kosið á sama tíma í fyrra en kjörsókn á landinu öllu er ívið betri á flestum stöðum heldur en í þingkosningunum 2016. Kosningarnar eru fimmtu þingkosningarnar á síðustu 10 árum og þær 23. frá stofnun lýðveldisins árið 1944. Ellefu flokkar eru í framboði en níu þeirra bjóða fram á landsvísu. Miðað við kannanir munu sjö flokkar ná inn á þing, þar af er nýr flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Miðflokkurinn, og þá á einnig Flokkur fólksins möguleika á að ná mönnum inn á þing en í könnunum síðustu daga hefur hann mælst með eilítið minna en fimm prósent fylgi. Þá er útlit fyrir að einn ríkisstjórnarflokkurinn, Björt framtíð, detti út af þingi. Þjóðarpúls Gallup sem birtist daginn fyrir kjördag hefur sögulega gefið nokkuð góða mynd af því hvernig kannanirnar fara. Í könnun fyrirtækisins í gær mældist Sjálfstæðisflokkurinn með rúmt forskot á aðra flokka eða 25,3 prósent fylgi. Þar á eftir komu Vinstri græn með 17,3 prósent fylgi. Samfylkingin mældist með 15,5 prósent fylgi og yrði þriðji stærsti flokkurinn á þingi. Miðflokkurinn mældist með 9,7 prósent fylgi og vart mátti sjá á milli Pírata og Framsóknarflokksins sem mældust með 9 og 8,9 prósent fylgi. Viðreisn mældist með 8,2 fylgi í könnunni. Eru þetta einu flokkarnir sem myndu ná mönnum inn á þing miðað við Þjóðarpúlsinn en Flokkur fólksins er ekki langt undan með 4 prósent fylgi. Björt framtíð mældist aðeins með 1,5 prósent fylgi, Alþýðufylkingin með 0,6 prósent fylgi og Dögun 0,1 prósent fylgi.
Kosningar 2017 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira