Fyrstu tölur: Stóra spurningin hver mun vilja vinna með Sigmundi Birgir Olgeirsson skrifar 28. október 2017 23:43 Sigmundur Davíð, formaður Miðflokksins Vísir/Anton Brink Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn eru með þrjátíu og einn þingmann þegar fyrstu tölur hafa verið birtar á landinu öllu og þurfa einn þingmann til viðbótar til að ná meirihluta. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur bendir á þetta og segir að ef Vinstri græn ætla að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokkurinn þá þyrfti það að vera fimm flokka stjórn.Vinstri græn þyrftu þar með að leita til Samfylkingar, Viðreisnar, og Pírata og taka annað hvort Framsóknarflokkinn eða Miðflokkinn með í stjórn sem yrði afar ólíklegt segir Baldur. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingurVísirHann segir að það gæti orðið afar erfitt að mynda ríkisstjórn eftir kosningar miðað við þessar fyrstu tölur og spurning sem eftir stendur er hver muni vilja vinna með Sigmundi Davíð. Baldur segir að eins og staðan er núna gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn bætt við sig Flokki fólksins í ríkisstjórn og fengið þannig 35 manna meirihluta. „Framsóknarflokkurinn getur unnið til hægri og vinstri en stóra spurningin er hver getur unnið með Sigmundi,“ segir Baldur. Hann segir Vinstri græna einnig geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og þá væri hægt að taka hvaða flokk sem er með í þá stjórn til að ná meirihluta í þriggja flokka stjórn. Flokkur fólksins er með þrjá þingmenn þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar. Hann var ekki inni á þingi á könnunum vikuna fyrir kosningar. Inga Sæland, formaður flokksins, fór mikinn í leiðtogaumræðum á RÚV í gær þar sem hún beygði meðal annars af þegar hún talaði um hluta þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.Baldur segir þá frammistöðu Ingu mögulega hafa skilað einhverju en telur líklegra að flokkurinn hafi verið vanmetinn í könnunum, líkt og jafnan er með minni flokka. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn dala eilítið og Framsókn vinna varnarsigur. Vinstri græn bæta litlu við sig sem hann segir að hljóti að vera vonbrigði fyrir flokkinn miðað við stöðuna sem var uppi fyrir kosningar. Fjöldi þingmanna þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar.Vísir Kosningar 2017 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn eru með þrjátíu og einn þingmann þegar fyrstu tölur hafa verið birtar á landinu öllu og þurfa einn þingmann til viðbótar til að ná meirihluta. Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur bendir á þetta og segir að ef Vinstri græn ætla að mynda ríkisstjórn án Sjálfstæðisflokkurinn þá þyrfti það að vera fimm flokka stjórn.Vinstri græn þyrftu þar með að leita til Samfylkingar, Viðreisnar, og Pírata og taka annað hvort Framsóknarflokkinn eða Miðflokkinn með í stjórn sem yrði afar ólíklegt segir Baldur. Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðingurVísirHann segir að það gæti orðið afar erfitt að mynda ríkisstjórn eftir kosningar miðað við þessar fyrstu tölur og spurning sem eftir stendur er hver muni vilja vinna með Sigmundi Davíð. Baldur segir að eins og staðan er núna gætu Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn og Miðflokkurinn bætt við sig Flokki fólksins í ríkisstjórn og fengið þannig 35 manna meirihluta. „Framsóknarflokkurinn getur unnið til hægri og vinstri en stóra spurningin er hver getur unnið með Sigmundi,“ segir Baldur. Hann segir Vinstri græna einnig geta myndað ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og þá væri hægt að taka hvaða flokk sem er með í þá stjórn til að ná meirihluta í þriggja flokka stjórn. Flokkur fólksins er með þrjá þingmenn þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar. Hann var ekki inni á þingi á könnunum vikuna fyrir kosningar. Inga Sæland, formaður flokksins, fór mikinn í leiðtogaumræðum á RÚV í gær þar sem hún beygði meðal annars af þegar hún talaði um hluta þeirra sem minna mega sín í samfélaginu.Baldur segir þá frammistöðu Ingu mögulega hafa skilað einhverju en telur líklegra að flokkurinn hafi verið vanmetinn í könnunum, líkt og jafnan er með minni flokka. Hann segir Sjálfstæðisflokkinn dala eilítið og Framsókn vinna varnarsigur. Vinstri græn bæta litlu við sig sem hann segir að hljóti að vera vonbrigði fyrir flokkinn miðað við stöðuna sem var uppi fyrir kosningar. Fjöldi þingmanna þegar fyrstu tölur hafa verið lesnar.Vísir
Kosningar 2017 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira