„Aðal hugsjónin mín er að reyna að útrýma fátækt á Íslandi“ Birgir Olgeirsson skrifar 29. október 2017 01:37 Inga Sæland fagnar með sínu fólki á kosningavöku Flokks fólksins. Vísir/Ernir „Ég átti ekki vona á þessu. Ég er bara auðmjúk,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem er með fjóra menn á þingi eins og staðan er núna. Hún þakkar góðu starfi flokksins og kjósendum sínum þennan árangur. „Það er ekki hægt að þakka neinu öðru en þeim sem tóku utan um okkar litla flokk og hófu okkur upp þar sem við erum núna.“ Hún segist ekki geta áttað sig á því hvað varð til þess flokkurinn tók þetta mikla stökk á kosningadag en flokkurinn hafði ekki mælst á þingi í skoðanakönnunum vikuna fyrir kosningar. Hún segist ekki útiloka samstarf við neinn flokk. „Ég hef ævinlega sagt það að við störfum með öllum sem vilja taka utan um okkar hugsjónir. Aðalhugsjónin mín er að reyna að útrýma fátækt á Íslandi. Ég get ekki séð annað en að allir sem störfuðu í þessari kosningabaráttu séu á því plani. Það er mín bjargfasta trú og von að við sýnum þann þroska að taka utan um fólkið okkar og gera það vel.“ Hún segir að hún verði eflaust steinhissa þegar hún mætir á þingið yfir því hennar rödd sé komin þangað, aðspurð hvert verður hennar fyrsta verk sem þingmaður. „En að öðru leyti veit ég ekkert hvað verður um mig, hvort sem ég verð í meiri- eða minnihluta. Ég mun halda ótrauð áfram þeirri vegferð sem ég hef hafið.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkur fólksins fagnaði innilega fyrstu tölum Voru með þrjá menn á þingi eftir fyrstu tölur. 28. október 2017 23:09 Fyrstu tölur: Stóra spurningin hver mun vilja vinna með Sigmundi Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Miðflokknum vantar einn þingmann til að ná meirihluta miðað við fyrstu tölur 28. október 2017 23:43 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
„Ég átti ekki vona á þessu. Ég er bara auðmjúk,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sem er með fjóra menn á þingi eins og staðan er núna. Hún þakkar góðu starfi flokksins og kjósendum sínum þennan árangur. „Það er ekki hægt að þakka neinu öðru en þeim sem tóku utan um okkar litla flokk og hófu okkur upp þar sem við erum núna.“ Hún segist ekki geta áttað sig á því hvað varð til þess flokkurinn tók þetta mikla stökk á kosningadag en flokkurinn hafði ekki mælst á þingi í skoðanakönnunum vikuna fyrir kosningar. Hún segist ekki útiloka samstarf við neinn flokk. „Ég hef ævinlega sagt það að við störfum með öllum sem vilja taka utan um okkar hugsjónir. Aðalhugsjónin mín er að reyna að útrýma fátækt á Íslandi. Ég get ekki séð annað en að allir sem störfuðu í þessari kosningabaráttu séu á því plani. Það er mín bjargfasta trú og von að við sýnum þann þroska að taka utan um fólkið okkar og gera það vel.“ Hún segir að hún verði eflaust steinhissa þegar hún mætir á þingið yfir því hennar rödd sé komin þangað, aðspurð hvert verður hennar fyrsta verk sem þingmaður. „En að öðru leyti veit ég ekkert hvað verður um mig, hvort sem ég verð í meiri- eða minnihluta. Ég mun halda ótrauð áfram þeirri vegferð sem ég hef hafið.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Flokkur fólksins fagnaði innilega fyrstu tölum Voru með þrjá menn á þingi eftir fyrstu tölur. 28. október 2017 23:09 Fyrstu tölur: Stóra spurningin hver mun vilja vinna með Sigmundi Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Miðflokknum vantar einn þingmann til að ná meirihluta miðað við fyrstu tölur 28. október 2017 23:43 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Flokkur fólksins fagnaði innilega fyrstu tölum Voru með þrjá menn á þingi eftir fyrstu tölur. 28. október 2017 23:09
Fyrstu tölur: Stóra spurningin hver mun vilja vinna með Sigmundi Sjálfstæðisflokknum, Framsókn og Miðflokknum vantar einn þingmann til að ná meirihluta miðað við fyrstu tölur 28. október 2017 23:43