Á greinilega von á góðu Guðný Hrönn skrifar 11. október 2017 11:00 Halla Tómasdóttir er ekkert svakalega mikið afmælisbarn að eigin sögn. vísir/stefán Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og fyrirlesari, á 49 ára afmæli í dag. Halla kveðst ekki vera mikið afmælisbarn þó að hún fagni vissulega hverju árinu sem líður. „Þetta verður alltaf betra. Og ég á fullt af góðum vinkonum sem segja mér að eftir fimmtugt verði lífið einfaldlega frábært. Mér finnst lífið mitt nú bara hafa verið gott hingað til, svo ég á greinilega von á góðu,“ segir hún og hlær. „Kannski held ég oftar upp á afmælið mitt þegar ég næ fimmtugu.“ Halla er stödd í Vilníus í Litháen á ráðstefnu. Hún stefnir á að vera komin heim í faðm fjölskyldunnar fyrir lok dags. „Ég næ vonandi heim áður en afmælisdagurinn er liðinn og þá fagna ég með eiginmanni mínum og börnum.“ „Það vill nú svo til að ég er oft á ferðinni á afmælisdaginn minn.“„Núna var ég að halda fyrirlestur fyrir alþjóðlega forystusveit Ólympíuleikanna hérna í Vilníus og ég var í landsliðstreyjunni, enda þvílíkt stolt af strákunum okkar og þeirra frábæra árangri.“ Halla heldur því enga veislu í dag. „Síðast þegar ég hélt stóra afmælisveislu þá var það fertugsafmælið mitt og það var í vikunni sem Ísland upplifði efnahagshrunið. Þannig að ég veit ekki, það er kannski svolítið í það að ég þori að halda aðra afmælisveislu,“ grínast Halla og skellir upp úr. „En ég mun alveg klárlega fagna fimmtugsafmælinu á næsta ári, þó að það sé ekki alveg ljóst hvernig ég geri það eða hvar. En það er auðvitað stór áfangi að lifa í hálfa öld, svo því ber að fagna.“ Að lokum, spurð út í það hvort hún óski sér einhvers sérstaks í afmælisgjöf þetta árið segir hún: „Nei, bara ómældrar ástar og samveru með fjölskyldunni. Það er það sem skiptir mestu máli.“ Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Halla Tómasdóttir, rekstrarhagfræðingur og fyrirlesari, á 49 ára afmæli í dag. Halla kveðst ekki vera mikið afmælisbarn þó að hún fagni vissulega hverju árinu sem líður. „Þetta verður alltaf betra. Og ég á fullt af góðum vinkonum sem segja mér að eftir fimmtugt verði lífið einfaldlega frábært. Mér finnst lífið mitt nú bara hafa verið gott hingað til, svo ég á greinilega von á góðu,“ segir hún og hlær. „Kannski held ég oftar upp á afmælið mitt þegar ég næ fimmtugu.“ Halla er stödd í Vilníus í Litháen á ráðstefnu. Hún stefnir á að vera komin heim í faðm fjölskyldunnar fyrir lok dags. „Ég næ vonandi heim áður en afmælisdagurinn er liðinn og þá fagna ég með eiginmanni mínum og börnum.“ „Það vill nú svo til að ég er oft á ferðinni á afmælisdaginn minn.“„Núna var ég að halda fyrirlestur fyrir alþjóðlega forystusveit Ólympíuleikanna hérna í Vilníus og ég var í landsliðstreyjunni, enda þvílíkt stolt af strákunum okkar og þeirra frábæra árangri.“ Halla heldur því enga veislu í dag. „Síðast þegar ég hélt stóra afmælisveislu þá var það fertugsafmælið mitt og það var í vikunni sem Ísland upplifði efnahagshrunið. Þannig að ég veit ekki, það er kannski svolítið í það að ég þori að halda aðra afmælisveislu,“ grínast Halla og skellir upp úr. „En ég mun alveg klárlega fagna fimmtugsafmælinu á næsta ári, þó að það sé ekki alveg ljóst hvernig ég geri það eða hvar. En það er auðvitað stór áfangi að lifa í hálfa öld, svo því ber að fagna.“ Að lokum, spurð út í það hvort hún óski sér einhvers sérstaks í afmælisgjöf þetta árið segir hún: „Nei, bara ómældrar ástar og samveru með fjölskyldunni. Það er það sem skiptir mestu máli.“
Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira