Catalina auglýsir fylgdarþjónustu á ný Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2017 18:45 Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. Catalina Ncogo var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2010 fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Catalina hafði atvinnu af umfangsmikilli vændisstarfsemi um nokkuð langt skeið. Hún var hins vegar sýknuð af ákæru um mansal. Hún var látin laus árið 2011 og hefur síðan búið hér á landi með hléum. Catalina auglýsti í gær á opnum Snapchat-reikningi sínum fylgdarþjónustu sem hún rekur. Talar hún um „stelpurnar sínar" og birtir myndir af konum sem hægt að komast í kynni við. Segir hún að trúnaði sé heitið og virðist hafa milligöngu um þjónustuna. Þá er tekið fram að hún greiði virðisaukaskatt vegna starfseminnar. Lögregla skoðar nú málið. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir að eftirlit með vændisstarfsemi á samfélagsmiðlum hafi verið stóraukið. „Við sjáum oft að þetta er auglýst sem fylgdarsíður. Það er hins vegar ekkert sem flokkast undir fylgd þarna. Það er engin lína. Það er bara eins og við köllum pjúra vændi sem á sér stað á þessum síðum og er í sjálfu sér engin fylgdarþjónusta," segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Fylgdarþjónustur á Íslandi eru auglýstar víða á netinu og samfélagsmiðlum en lögregla hefur undanfarið unnið staðfast að því að uppræta þær og hefur að minnsta kosti fimmtán síðum verið lokað. „Við höfum líka leitast eftir því við rekstraraðila samfélagsmiðla að þeir loki á þá ef það er rökstuddur grunur um það að vændi sé að fara fram á þessum síðum. Við því hefur verið brugðist með jákvæðum hætti í sumum tilvikum og síðum hefur verið lokað," segir Snorri. Hér á landi er ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin en sala er í raun heimil. Á síðustu tíu árum hafa um 150 einstaklingar verið kærðir fyrir vændiskaup en á sama tíma hefur lögregla haft samband við seljendur og reynt að aðstoða þá. „Það er bara því miður í þessum málum mjög erfitt að fá einstaklinga í vændi til samstarfs vegna þeirra hótana og blekkinga sem þau eftir atvikum búa við," segir Snorri. Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. Catalina Ncogo var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2010 fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Catalina hafði atvinnu af umfangsmikilli vændisstarfsemi um nokkuð langt skeið. Hún var hins vegar sýknuð af ákæru um mansal. Hún var látin laus árið 2011 og hefur síðan búið hér á landi með hléum. Catalina auglýsti í gær á opnum Snapchat-reikningi sínum fylgdarþjónustu sem hún rekur. Talar hún um „stelpurnar sínar" og birtir myndir af konum sem hægt að komast í kynni við. Segir hún að trúnaði sé heitið og virðist hafa milligöngu um þjónustuna. Þá er tekið fram að hún greiði virðisaukaskatt vegna starfseminnar. Lögregla skoðar nú málið. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir að eftirlit með vændisstarfsemi á samfélagsmiðlum hafi verið stóraukið. „Við sjáum oft að þetta er auglýst sem fylgdarsíður. Það er hins vegar ekkert sem flokkast undir fylgd þarna. Það er engin lína. Það er bara eins og við köllum pjúra vændi sem á sér stað á þessum síðum og er í sjálfu sér engin fylgdarþjónusta," segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Fylgdarþjónustur á Íslandi eru auglýstar víða á netinu og samfélagsmiðlum en lögregla hefur undanfarið unnið staðfast að því að uppræta þær og hefur að minnsta kosti fimmtán síðum verið lokað. „Við höfum líka leitast eftir því við rekstraraðila samfélagsmiðla að þeir loki á þá ef það er rökstuddur grunur um það að vændi sé að fara fram á þessum síðum. Við því hefur verið brugðist með jákvæðum hætti í sumum tilvikum og síðum hefur verið lokað," segir Snorri. Hér á landi er ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin en sala er í raun heimil. Á síðustu tíu árum hafa um 150 einstaklingar verið kærðir fyrir vændiskaup en á sama tíma hefur lögregla haft samband við seljendur og reynt að aðstoða þá. „Það er bara því miður í þessum málum mjög erfitt að fá einstaklinga í vændi til samstarfs vegna þeirra hótana og blekkinga sem þau eftir atvikum búa við," segir Snorri.
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira