Ásmundur segist finna fyrir miklum stuðningi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. október 2017 12:00 Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmunds, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn. Vísir/gva Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist finna fyrir miklum stuðningi eftir gagnrýni á málflutning hans um málefni hælisleitenda. Hann segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem séu með krummafót í kosningabaráttunni. Ásmundur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum, sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda. Vilji hann meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn. Einn þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, en hún segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. „Ég segi það bara að við í Suðurkjördæmi, við höfum nóg að gera í að reka okkar kosningabaráttu og halda áfram í okkar málum og við höfum engan tíma til að fara í slag við samflokksmenn okkar,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki vera hissa á viðbrögðum almennings. „Ég átti von á skiptum skoðunum. Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál og mér finnst það bara eðlilegt. Þetta er bara þannig mál. Ég tek góðum rökum í þessu máli hvort sem þau eru á móti mér eða ekki. Þau eru mörg auðvitað góð og gild og ég sé ekkert athugavert við það að fólk sé ekki sammála mér en ég frábið mér skítkasti,“ segir Ásmundur. Þá hafa samflokksmenn hvatt kjósendur til þess að strika nafn Ásmundar út af kjörseðli í komandi alþingiskosningum. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að Ásmundur hafi gefið kjósendum flokksins í Suðurkjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann. Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, tekur í sama streng á Twitter-síðu sinni og hvetur kjósendur flokksins í til að strika Ásmund út. „Ég ætla ekki að eyða neinu í það. Þeir eru bara með krummafótinn í kosningabaráttunni,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki hafa heyrt í meðframbjóðendum sínum í Suðurkjördæmi en að hann finni fyrir miklum stuðningi meðal almennings. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á komandi kosningar? „Ég held ekki. Þetta er auðvitað bara innlegg í umræðuna og ég finn að það eru margir sem fagna því þannig ég held að við eigum að ræða þessi mál eins og öll önnur. Allavega af viðbrögðunum að dæma voru mikið fleiri ánægðir en óánægðir, ég finn það,“ segir Ásmundur. Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segist finna fyrir miklum stuðningi eftir gagnrýni á málflutning hans um málefni hælisleitenda. Hann segist ekki hafa tíma til að vera í slag við samflokksmenn sína sem séu með krummafót í kosningabaráttunni. Ásmundur, sem skipar annað sæti á lista Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi í komandi þingkosningum, sagði í grein sem birtist í Morgunblaðinu í gær að ræða þurfi kostnað vegna hælisleitenda. Vilji hann meina að þöggun ríki um málefnið og að heimafólk líði fyrir fjölgun hælisleitenda á Íslandi. Fjölmargir hafa gagnrýnt málflutning Ásmundar, meðal annars nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn. Einn þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, en hún segir á Twitter-síðu sinni að stefna Sjálfstæðisflokksins sé skýr, en þar segi að móttaka flóttamanna sé sjálfsögð. „Ég segi það bara að við í Suðurkjördæmi, við höfum nóg að gera í að reka okkar kosningabaráttu og halda áfram í okkar málum og við höfum engan tíma til að fara í slag við samflokksmenn okkar,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki vera hissa á viðbrögðum almennings. „Ég átti von á skiptum skoðunum. Það eru mjög skiptar skoðanir um þetta mál og mér finnst það bara eðlilegt. Þetta er bara þannig mál. Ég tek góðum rökum í þessu máli hvort sem þau eru á móti mér eða ekki. Þau eru mörg auðvitað góð og gild og ég sé ekkert athugavert við það að fólk sé ekki sammála mér en ég frábið mér skítkasti,“ segir Ásmundur. Þá hafa samflokksmenn hvatt kjósendur til þess að strika nafn Ásmundar út af kjörseðli í komandi alþingiskosningum. Magnús Sigurbjörnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, sagði að Ásmundur hafi gefið kjósendum flokksins í Suðurkjördæmi ærna ástæðu til að strika yfir hann. Davíð Þorláksson, fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, tekur í sama streng á Twitter-síðu sinni og hvetur kjósendur flokksins í til að strika Ásmund út. „Ég ætla ekki að eyða neinu í það. Þeir eru bara með krummafótinn í kosningabaráttunni,“ segir Ásmundur. Hann segist ekki hafa heyrt í meðframbjóðendum sínum í Suðurkjördæmi en að hann finni fyrir miklum stuðningi meðal almennings. Heldur þú að þetta komi til með að hafa áhrif á komandi kosningar? „Ég held ekki. Þetta er auðvitað bara innlegg í umræðuna og ég finn að það eru margir sem fagna því þannig ég held að við eigum að ræða þessi mál eins og öll önnur. Allavega af viðbrögðunum að dæma voru mikið fleiri ánægðir en óánægðir, ég finn það,“ segir Ásmundur.
Flóttamenn Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38 Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Sjá meira
Hvetja til útstrikana á Ásmundi "Fráleitur Friðriksson gefur fólkinu í Suðurkjördæmi ástæðu til þess að nota yfirstrikunarpennann.“ 14. október 2017 22:38
Gagnrýnir þá sem ekki vilja ræða kostnað við hælisleitendur Ásmundur Friðriksson segir hælisleitendum veitt þjónusta á kostnað heimafólks. 14. október 2017 20:30