Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. október 2017 19:41 Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur. Vísir/Stöð 2 Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. Þá segir hann að taka þurfi á móti flóttafólki sem þarf á hjálp að halda enda sé Ísland stórt land með fullt af tækifærum. Hlal Jarah flutti til Íslands árið 2005 en hann kemur frá Damaskus í Sýrlandi. Hér á landi kynntist hann eiginkonu sinni Iwonu sem er frá Póllandi en saman eiga þau tvö börn sem hafa alist upp á Íslandi. Hlal ákvað nýlega að hann langaði í pólitík og er nú í 14 sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Rekur vinsælan skyndibitastað Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur en hann rekur vinsælan sýrlenskan skyndibitastað, Mandi, við Ingólfstorg. Þar er boðið upp á allt það helsta í sýrlenskri matargerð en fjöldi Íslendinga eru fastagestir á staðnum. Hlal segir að langflestir Íslendingar hafi tekið sér og sinni fjölskyldu afar vel. „Flestir viðskiptavinir okkar koma hingað, ekki bara til að borða, heldur af því þeir hafa gaman af því. Sumir viðskiptavinirnir koma bara til að heilsa upp á okkur. Mér þykir vænt um Íslendinga,“ segir Hlal. Mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta Hjónin segja mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta. „Og ekki bara frá Sýrlandi heldur öllum sem eru hjálparþurfi. Öllum sem þurfa hjálp. Ef við getum hjálpað eigum við að hjálpa eins og við getum. Kannski sérstaklega núna frá Sýrlandi vegna ástandsins þar en það skiptir ekki máli. Ef fólk frá öðrum löndum þarfnast hjálpar, því þá ekki? Ísland er stórt land. Ég vil að Íslendingar verði ein milljón,“ segir Hlal og hlær. Hlal segir að hann hafi strax fundið það eftir að hann flutti til landsins að hér vilji hann vera. „Hér hefur maður tækifæri til að gera eitthvað,ólíkt því sem er í landinu okkar. Þar geta sumir ekkert gert.“ Flóttamenn Kosningar 2017 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. Þá segir hann að taka þurfi á móti flóttafólki sem þarf á hjálp að halda enda sé Ísland stórt land með fullt af tækifærum. Hlal Jarah flutti til Íslands árið 2005 en hann kemur frá Damaskus í Sýrlandi. Hér á landi kynntist hann eiginkonu sinni Iwonu sem er frá Póllandi en saman eiga þau tvö börn sem hafa alist upp á Íslandi. Hlal ákvað nýlega að hann langaði í pólitík og er nú í 14 sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Rekur vinsælan skyndibitastað Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur en hann rekur vinsælan sýrlenskan skyndibitastað, Mandi, við Ingólfstorg. Þar er boðið upp á allt það helsta í sýrlenskri matargerð en fjöldi Íslendinga eru fastagestir á staðnum. Hlal segir að langflestir Íslendingar hafi tekið sér og sinni fjölskyldu afar vel. „Flestir viðskiptavinir okkar koma hingað, ekki bara til að borða, heldur af því þeir hafa gaman af því. Sumir viðskiptavinirnir koma bara til að heilsa upp á okkur. Mér þykir vænt um Íslendinga,“ segir Hlal. Mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta Hjónin segja mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta. „Og ekki bara frá Sýrlandi heldur öllum sem eru hjálparþurfi. Öllum sem þurfa hjálp. Ef við getum hjálpað eigum við að hjálpa eins og við getum. Kannski sérstaklega núna frá Sýrlandi vegna ástandsins þar en það skiptir ekki máli. Ef fólk frá öðrum löndum þarfnast hjálpar, því þá ekki? Ísland er stórt land. Ég vil að Íslendingar verði ein milljón,“ segir Hlal og hlær. Hlal segir að hann hafi strax fundið það eftir að hann flutti til landsins að hér vilji hann vera. „Hér hefur maður tækifæri til að gera eitthvað,ólíkt því sem er í landinu okkar. Þar geta sumir ekkert gert.“
Flóttamenn Kosningar 2017 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira