Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. október 2017 19:41 Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur. Vísir/Stöð 2 Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. Þá segir hann að taka þurfi á móti flóttafólki sem þarf á hjálp að halda enda sé Ísland stórt land með fullt af tækifærum. Hlal Jarah flutti til Íslands árið 2005 en hann kemur frá Damaskus í Sýrlandi. Hér á landi kynntist hann eiginkonu sinni Iwonu sem er frá Póllandi en saman eiga þau tvö börn sem hafa alist upp á Íslandi. Hlal ákvað nýlega að hann langaði í pólitík og er nú í 14 sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Rekur vinsælan skyndibitastað Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur en hann rekur vinsælan sýrlenskan skyndibitastað, Mandi, við Ingólfstorg. Þar er boðið upp á allt það helsta í sýrlenskri matargerð en fjöldi Íslendinga eru fastagestir á staðnum. Hlal segir að langflestir Íslendingar hafi tekið sér og sinni fjölskyldu afar vel. „Flestir viðskiptavinir okkar koma hingað, ekki bara til að borða, heldur af því þeir hafa gaman af því. Sumir viðskiptavinirnir koma bara til að heilsa upp á okkur. Mér þykir vænt um Íslendinga,“ segir Hlal. Mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta Hjónin segja mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta. „Og ekki bara frá Sýrlandi heldur öllum sem eru hjálparþurfi. Öllum sem þurfa hjálp. Ef við getum hjálpað eigum við að hjálpa eins og við getum. Kannski sérstaklega núna frá Sýrlandi vegna ástandsins þar en það skiptir ekki máli. Ef fólk frá öðrum löndum þarfnast hjálpar, því þá ekki? Ísland er stórt land. Ég vil að Íslendingar verði ein milljón,“ segir Hlal og hlær. Hlal segir að hann hafi strax fundið það eftir að hann flutti til landsins að hér vilji hann vera. „Hér hefur maður tækifæri til að gera eitthvað,ólíkt því sem er í landinu okkar. Þar geta sumir ekkert gert.“ Flóttamenn Kosningar 2017 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. Þá segir hann að taka þurfi á móti flóttafólki sem þarf á hjálp að halda enda sé Ísland stórt land með fullt af tækifærum. Hlal Jarah flutti til Íslands árið 2005 en hann kemur frá Damaskus í Sýrlandi. Hér á landi kynntist hann eiginkonu sinni Iwonu sem er frá Póllandi en saman eiga þau tvö börn sem hafa alist upp á Íslandi. Hlal ákvað nýlega að hann langaði í pólitík og er nú í 14 sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Rekur vinsælan skyndibitastað Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur en hann rekur vinsælan sýrlenskan skyndibitastað, Mandi, við Ingólfstorg. Þar er boðið upp á allt það helsta í sýrlenskri matargerð en fjöldi Íslendinga eru fastagestir á staðnum. Hlal segir að langflestir Íslendingar hafi tekið sér og sinni fjölskyldu afar vel. „Flestir viðskiptavinir okkar koma hingað, ekki bara til að borða, heldur af því þeir hafa gaman af því. Sumir viðskiptavinirnir koma bara til að heilsa upp á okkur. Mér þykir vænt um Íslendinga,“ segir Hlal. Mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta Hjónin segja mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta. „Og ekki bara frá Sýrlandi heldur öllum sem eru hjálparþurfi. Öllum sem þurfa hjálp. Ef við getum hjálpað eigum við að hjálpa eins og við getum. Kannski sérstaklega núna frá Sýrlandi vegna ástandsins þar en það skiptir ekki máli. Ef fólk frá öðrum löndum þarfnast hjálpar, því þá ekki? Ísland er stórt land. Ég vil að Íslendingar verði ein milljón,“ segir Hlal og hlær. Hlal segir að hann hafi strax fundið það eftir að hann flutti til landsins að hér vilji hann vera. „Hér hefur maður tækifæri til að gera eitthvað,ólíkt því sem er í landinu okkar. Þar geta sumir ekkert gert.“
Flóttamenn Kosningar 2017 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira