Eigandi Mandi í framboði fyrir Samfylkinguna: Vill taka á móti fleiri flóttamönnum Ingvar Þór Björnsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 15. október 2017 19:41 Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur. Vísir/Stöð 2 Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. Þá segir hann að taka þurfi á móti flóttafólki sem þarf á hjálp að halda enda sé Ísland stórt land með fullt af tækifærum. Hlal Jarah flutti til Íslands árið 2005 en hann kemur frá Damaskus í Sýrlandi. Hér á landi kynntist hann eiginkonu sinni Iwonu sem er frá Póllandi en saman eiga þau tvö börn sem hafa alist upp á Íslandi. Hlal ákvað nýlega að hann langaði í pólitík og er nú í 14 sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Rekur vinsælan skyndibitastað Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur en hann rekur vinsælan sýrlenskan skyndibitastað, Mandi, við Ingólfstorg. Þar er boðið upp á allt það helsta í sýrlenskri matargerð en fjöldi Íslendinga eru fastagestir á staðnum. Hlal segir að langflestir Íslendingar hafi tekið sér og sinni fjölskyldu afar vel. „Flestir viðskiptavinir okkar koma hingað, ekki bara til að borða, heldur af því þeir hafa gaman af því. Sumir viðskiptavinirnir koma bara til að heilsa upp á okkur. Mér þykir vænt um Íslendinga,“ segir Hlal. Mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta Hjónin segja mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta. „Og ekki bara frá Sýrlandi heldur öllum sem eru hjálparþurfi. Öllum sem þurfa hjálp. Ef við getum hjálpað eigum við að hjálpa eins og við getum. Kannski sérstaklega núna frá Sýrlandi vegna ástandsins þar en það skiptir ekki máli. Ef fólk frá öðrum löndum þarfnast hjálpar, því þá ekki? Ísland er stórt land. Ég vil að Íslendingar verði ein milljón,“ segir Hlal og hlær. Hlal segir að hann hafi strax fundið það eftir að hann flutti til landsins að hér vilji hann vera. „Hér hefur maður tækifæri til að gera eitthvað,ólíkt því sem er í landinu okkar. Þar geta sumir ekkert gert.“ Flóttamenn Kosningar 2017 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Sýrlendingurinn Hlal Jarah, sem er á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík, segir mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri. Þá segir hann að taka þurfi á móti flóttafólki sem þarf á hjálp að halda enda sé Ísland stórt land með fullt af tækifærum. Hlal Jarah flutti til Íslands árið 2005 en hann kemur frá Damaskus í Sýrlandi. Hér á landi kynntist hann eiginkonu sinni Iwonu sem er frá Póllandi en saman eiga þau tvö börn sem hafa alist upp á Íslandi. Hlal ákvað nýlega að hann langaði í pólitík og er nú í 14 sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Rekur vinsælan skyndibitastað Hlal er þekktur fyrir að búa til einstaklega góðar Sjawarma vefjur en hann rekur vinsælan sýrlenskan skyndibitastað, Mandi, við Ingólfstorg. Þar er boðið upp á allt það helsta í sýrlenskri matargerð en fjöldi Íslendinga eru fastagestir á staðnum. Hlal segir að langflestir Íslendingar hafi tekið sér og sinni fjölskyldu afar vel. „Flestir viðskiptavinir okkar koma hingað, ekki bara til að borða, heldur af því þeir hafa gaman af því. Sumir viðskiptavinirnir koma bara til að heilsa upp á okkur. Mér þykir vænt um Íslendinga,“ segir Hlal. Mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta Hjónin segja mikilvægt að Ísland taki á móti fleira fólki á flótta. „Og ekki bara frá Sýrlandi heldur öllum sem eru hjálparþurfi. Öllum sem þurfa hjálp. Ef við getum hjálpað eigum við að hjálpa eins og við getum. Kannski sérstaklega núna frá Sýrlandi vegna ástandsins þar en það skiptir ekki máli. Ef fólk frá öðrum löndum þarfnast hjálpar, því þá ekki? Ísland er stórt land. Ég vil að Íslendingar verði ein milljón,“ segir Hlal og hlær. Hlal segir að hann hafi strax fundið það eftir að hann flutti til landsins að hér vilji hann vera. „Hér hefur maður tækifæri til að gera eitthvað,ólíkt því sem er í landinu okkar. Þar geta sumir ekkert gert.“
Flóttamenn Kosningar 2017 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira