Uppbygging og niðurrif mætast á einum reit Stefán Þór Hjartarson skrifar 19. október 2017 10:00 Brátt mun stórhýsið að Lækjargötu 12 verða rifið, en þess verður minnst af mörgum. „Þetta er bygging sem hefur sótt á okkur og kallar á athygli – einstök bygging. Síðastliðin ár hafa líka verið í deiglunni ákveðnar breytingar á þessum reit,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt aðspurð hvernig það komi til að akkúrat þessi bygging hafi orðið fyrir valinu – en hún, Berglind María Tómasdóttir tónskáld og Kristín Gunnarsdóttir myndlistarmaður standa fyrir jarðsöng Lækjargötu 12, en senn mun sú bygging víkja úr borgarlandslaginu. Lækjargata 12, stórhýsi Iðnaðarbankans, reis á árunum 1959 til 1963. Lögð var mikil alúð í handverk og við efnisval í bygginguna og var ekkert til sparað. Anna María segir að athöfnin sé að einhverju leyti ætluð til að heiðra þá alúð, iðnaðarmennina og hugmyndirnar sem komu við sögu í þessari byggingu. „Það sem vakir fyrir okkur er að varpa ljósi á bygginguna og það sem byggingin varpar ljósi á sjálf. Þessi staka bygging rís þarna á sjöunda áratugnum upp úr frekar lágreistri miðborg og endurspeglar bæði framtíðardrauma sem og alþjóðlega strauma. Nú rétt um fimmtíu árum síðar er búið að taka þá ákvörðun að rífa hana, þannig að hún staldrar stutt við, svona miðað við hvað var lagt upp með og sem bygging almennt. Við viljum varpa ljósi á þessi mörgu sjónarhorn sem hver bygging býður upp á, byggingarlist, borg, samfélag, hagkerfi o.s.frv. Bæði varpar þessi bygging ljósi á þá tíma sem hún var byggð á; sjöundi áratugurinn var þessi mikli uppbyggingartími – byggingin var vígð sama ár og nýtt Aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt þar sem uppi voru mjög stórtækar áætlanir um miklar breytingar á borginni, ekki síst miðborginni. Síðan er það líka hugmyndin um að að baki hverri byggingu eru draumar og hugmyndir sem spretta úr samfélaginu og tíðaranda sérhvers tíma. Það sem mætist núna er niðurrif og uppbygging – því að það sem er að baki niðurrifi eru líka draumar og hugmyndir. Við erum að einhverju leyti að velta upp spurningum um hvaða draumar og ástríða liggja að baki niðurrifinu í dag.“Hvernig mun athöfnin fara fram? „Við ætlum að leyfa byggingunni að ljóma innan frá og út, frá klukkan sex að miðnætti. Það er einmitt svolítið kjarni verksins að líta inn á við – bæði byggingin og borgin og við sem einstaklingar. Við hefjum þetta jafnframt á tónlistarviðburði eða jarðsöng. Hópur tónlistarmanna mun hlusta á bygginguna og spila með henni. Þannig að við erum líka að hlusta á hvað þessi bygging hefur að segja okkur og leyfa henni að ljóma í hinsta sinn.“ Skipulag Tengdar fréttir Höfðingjagröf á Landsímareit gæti fært bæ Ingólfs Arnarsonar á Lækjargötu Fyrrverandi dómkirkjuprestur segir kuml höfðingja sem fannst á Landsímareitnum geta kollvarpað tilgátunni um að bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið þar sem síðar varð Aðalstræti. 11. október 2017 06:00 Nýtt hótel rísi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Tillaga Glámu Kíms varð hlutskörpust í samkeppni um hótel sem áformað er að rísi á næstu árum. 3. júlí 2015 17:16 Vinningstillagan umdeild: Rís ekki nema byggingarfulltrúi og skipulagsráð sammælist Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. 5. júlí 2015 18:05 Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. 21. júlí 2008 07:00 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
„Þetta er bygging sem hefur sótt á okkur og kallar á athygli – einstök bygging. Síðastliðin ár hafa líka verið í deiglunni ákveðnar breytingar á þessum reit,“ segir Anna María Bogadóttir arkitekt aðspurð hvernig það komi til að akkúrat þessi bygging hafi orðið fyrir valinu – en hún, Berglind María Tómasdóttir tónskáld og Kristín Gunnarsdóttir myndlistarmaður standa fyrir jarðsöng Lækjargötu 12, en senn mun sú bygging víkja úr borgarlandslaginu. Lækjargata 12, stórhýsi Iðnaðarbankans, reis á árunum 1959 til 1963. Lögð var mikil alúð í handverk og við efnisval í bygginguna og var ekkert til sparað. Anna María segir að athöfnin sé að einhverju leyti ætluð til að heiðra þá alúð, iðnaðarmennina og hugmyndirnar sem komu við sögu í þessari byggingu. „Það sem vakir fyrir okkur er að varpa ljósi á bygginguna og það sem byggingin varpar ljósi á sjálf. Þessi staka bygging rís þarna á sjöunda áratugnum upp úr frekar lágreistri miðborg og endurspeglar bæði framtíðardrauma sem og alþjóðlega strauma. Nú rétt um fimmtíu árum síðar er búið að taka þá ákvörðun að rífa hana, þannig að hún staldrar stutt við, svona miðað við hvað var lagt upp með og sem bygging almennt. Við viljum varpa ljósi á þessi mörgu sjónarhorn sem hver bygging býður upp á, byggingarlist, borg, samfélag, hagkerfi o.s.frv. Bæði varpar þessi bygging ljósi á þá tíma sem hún var byggð á; sjöundi áratugurinn var þessi mikli uppbyggingartími – byggingin var vígð sama ár og nýtt Aðalskipulag Reykjavíkur var samþykkt þar sem uppi voru mjög stórtækar áætlanir um miklar breytingar á borginni, ekki síst miðborginni. Síðan er það líka hugmyndin um að að baki hverri byggingu eru draumar og hugmyndir sem spretta úr samfélaginu og tíðaranda sérhvers tíma. Það sem mætist núna er niðurrif og uppbygging – því að það sem er að baki niðurrifi eru líka draumar og hugmyndir. Við erum að einhverju leyti að velta upp spurningum um hvaða draumar og ástríða liggja að baki niðurrifinu í dag.“Hvernig mun athöfnin fara fram? „Við ætlum að leyfa byggingunni að ljóma innan frá og út, frá klukkan sex að miðnætti. Það er einmitt svolítið kjarni verksins að líta inn á við – bæði byggingin og borgin og við sem einstaklingar. Við hefjum þetta jafnframt á tónlistarviðburði eða jarðsöng. Hópur tónlistarmanna mun hlusta á bygginguna og spila með henni. Þannig að við erum líka að hlusta á hvað þessi bygging hefur að segja okkur og leyfa henni að ljóma í hinsta sinn.“
Skipulag Tengdar fréttir Höfðingjagröf á Landsímareit gæti fært bæ Ingólfs Arnarsonar á Lækjargötu Fyrrverandi dómkirkjuprestur segir kuml höfðingja sem fannst á Landsímareitnum geta kollvarpað tilgátunni um að bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið þar sem síðar varð Aðalstræti. 11. október 2017 06:00 Nýtt hótel rísi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Tillaga Glámu Kíms varð hlutskörpust í samkeppni um hótel sem áformað er að rísi á næstu árum. 3. júlí 2015 17:16 Vinningstillagan umdeild: Rís ekki nema byggingarfulltrúi og skipulagsráð sammælist Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. 5. júlí 2015 18:05 Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. 21. júlí 2008 07:00 Mest lesið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fleiri fréttir Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Sjá meira
Höfðingjagröf á Landsímareit gæti fært bæ Ingólfs Arnarsonar á Lækjargötu Fyrrverandi dómkirkjuprestur segir kuml höfðingja sem fannst á Landsímareitnum geta kollvarpað tilgátunni um að bær Ingólfs Arnarsonar hafi staðið þar sem síðar varð Aðalstræti. 11. október 2017 06:00
Nýtt hótel rísi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Tillaga Glámu Kíms varð hlutskörpust í samkeppni um hótel sem áformað er að rísi á næstu árum. 3. júlí 2015 17:16
Vinningstillagan umdeild: Rís ekki nema byggingarfulltrúi og skipulagsráð sammælist Hótelið verður fjögurra stjarna, 115 herbergja, á fimm hæðum auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. 5. júlí 2015 18:05
Borgaryfirvöld heimila að stórt hótel rísi í Kvosinni Umtalsvert niðurrif og tvöföldun á byggingarmagni er meðal breytinga á deiliskipulagi Kvosarinnar sem borgarráð samþykkti á fundi sínum fyrir helgi. Er gert ráð fyrir byggingu rúmlega 7.300 fermetra hótels og bankaútibús í nýbyggingu á sameinaðri lóð Lækjargötu 12 og Vonarstrætis 4 og 4b. 21. júlí 2008 07:00