Nýtt hótel rísi á horni Lækjargötu og Vonarstrætis Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júlí 2015 17:16 Svona er ráðgert að hótelið muni koma til með að líta út. mynd/gláma kím Tillaga Glámu Kíms Arkitekta varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni Lækjargata 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Samkeppnin var boðskeppni. Aðrir þátttakendur voru Studio Granda í samvinnu við Gullinsnið og Basalt Arkitektar. Verkkaupi er Íslandshótel hf. Horn Lækjargötu og Vonarstrætis er áberandi staður í miðborg Reykjavíkur og verður hótelið ein af þeim nýbyggingum sem kemur til með að standa skammt frá Kvosinni. Aðalhlið hótelsins mun snúa að Lækjargötu, en uppbrot og áherslur undirstrika innri skipan þess. Húshlið að Vonarstræti tekur mið af hæð og hlutföllum Vonarstrætis 4, sem er höfundarverk Guðjóns Samúelssonar. Í samtali við mbl.is segir Ólafur Torfason, forstjóri Íslandshótela, að hann bindi vonir við að hægt verði að hefja framkvæmdir í byrjun næsta árs. Stefnt er að því að hótelið opni í mars eða apríl 2018. Enn skortir samþykki skipulagsyfirvalda. Hótelið er fjögurra stjarna-, 115 herbergja, það verður hæst fimm hæðir auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. Í kjallara verði þjónusturými og bílastæði og á 2. - 5. hæð verða hótelherbergi. Á þremur efstu hæðum verða þaksvalir fyrir hótelgesti, þar sem njóta má útsýnis til allra átta. Brúttóstærð byggingarinnar ofanjarðar verður um 5000m² og brúttóstærð kjallara verður um 1500m² sem er innan þeirra marka sem deiliskipulag reitsins heimilar. Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Tillaga Glámu Kíms Arkitekta varð hlutskörpust í lokaðri samkeppni um hótel sem áformað er að byggja á lóðinni Lækjargata 12, á horni Lækjargötu og Vonarstrætis. Samkeppnin var boðskeppni. Aðrir þátttakendur voru Studio Granda í samvinnu við Gullinsnið og Basalt Arkitektar. Verkkaupi er Íslandshótel hf. Horn Lækjargötu og Vonarstrætis er áberandi staður í miðborg Reykjavíkur og verður hótelið ein af þeim nýbyggingum sem kemur til með að standa skammt frá Kvosinni. Aðalhlið hótelsins mun snúa að Lækjargötu, en uppbrot og áherslur undirstrika innri skipan þess. Húshlið að Vonarstræti tekur mið af hæð og hlutföllum Vonarstrætis 4, sem er höfundarverk Guðjóns Samúelssonar. Í samtali við mbl.is segir Ólafur Torfason, forstjóri Íslandshótela, að hann bindi vonir við að hægt verði að hefja framkvæmdir í byrjun næsta árs. Stefnt er að því að hótelið opni í mars eða apríl 2018. Enn skortir samþykki skipulagsyfirvalda. Hótelið er fjögurra stjarna-, 115 herbergja, það verður hæst fimm hæðir auk kjallara. Á jarðhæð er áætlað að hafa verslanir, veitingasal og bar, eldhús og skrifstofur, auk nokkurra hótelherbergja. Í kjallara verði þjónusturými og bílastæði og á 2. - 5. hæð verða hótelherbergi. Á þremur efstu hæðum verða þaksvalir fyrir hótelgesti, þar sem njóta má útsýnis til allra átta. Brúttóstærð byggingarinnar ofanjarðar verður um 5000m² og brúttóstærð kjallara verður um 1500m² sem er innan þeirra marka sem deiliskipulag reitsins heimilar.
Mest lesið Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira