Höfðingjagröf á Landsímareit gæti fært bæ Ingólfs Arnarsonar á Lækjargötu Garðar Örn Úlfarsson skrifar 11. október 2017 06:00 Séra Þórir Stephensen segir fund kumls á Landsímareit gefa vísbendingu um að bær Ingólfs Arnarsonar gæti hafi verið hér við Lækjargötu fremur en við Aðalstræti og gagnrýnir áform um framkvæmdir. vísir/anton brink „Þarna er örugglega höfðingjagröf,“ segir séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, um kuml sem fannst á Landsímareitnum og er enn til rannsóknar hjá sérfræðingum. Séra Þórir er einn þeirra sem gagnrýna harðlega áform um nýja viðbyggingu við gamla Landsímahúsið fyrir 160 herbergja hótel. Með framkvæmdunum yrði raskað hinum forna Víkurgarði þar sem verið hafi grafreitur í meira en þúsund ár. Heiðið kuml sem þar fannst í fyrra undir hinum kristnu gröfum þurfi að rannsaka betur. Kumlið sé talið vera frá árunum 870 til 875. „Þetta gæti verið aðeins eitt stakt kuml en ef rannsókn undir Kirkjustræti leiðir í ljós fleiri kuml þá er kominn kumlareitur og þá þurfa menn að íhuga vel hvort ekki þurfi að færa bústað Ingólfs frá Aðalstræti og yfir í Lækjargötu,“ segir Þórir og vísar þá til minja sem fundist hafa við Iðnaðarbankahúsið svokallaða á Lækjargötu 12. Nánar útskýrir Þórir að Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður telji að fjarlægðin frá þeim stað í Aðalstræti þar sem núverandi tilgáta segir að hafi verið bæjarstæði landsnámsmannsins Ingólfs Arnarssonar sé of lítil frá kumlinu sem nú sé fundið til þess að bær Ingólfs hafi getað verið þar. Haugfé úr kumli höfðinga frá níundu öld fannst að sögn Séra Þóris Stephensen í suðvesturhorni lóðinnar, til vinstri á myndinni.vísir/anton brink „Þetta er höfðingjagröf og hún virðist ekki hafa tilheyrt þessum bæ í Aðalstræti. Hún hefur frekar tilheyrt bænum sem búið er að finna við Lækjargötu. Og þar á að fara að rífa Iðnaðarbankann og ég hef ekki heyrt hvað á að gera við þær rústir,“ segir Þórir. Um sé að tefla atriði sem skipti máli yfir söguna. „Upphaf Reykjavíkur er svo mikið púsluspil. Nú er komið í ljós að það er vafasamt að púslubitinn sem er í Aðalstræti sé bær Ingólfs. Þetta gæti verið upphafið að því að sjá að hann er ekki á réttum stað,“ segir Þórir. Margt spennandi hafi fundist í kumlinu sem ekki hafi verið sagt frá og sé enn til rannsóknar. „Þegar rannsókninni lýkur þarf að raða púsluspilinu og sjá hvernig það passar við púsluspil sagnfræðinga í Reykjavík.“ Ekki náðist í gær tal af Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, stjórnanda uppgraftarins á Landsímareitnum sem gerður er á kostnað eiganda lóðarinnar, Lindarvatns ehf., í samvinnu við Minjastofnun. Vala hefur opinberlega sagt umræðuna um reitinn vera á villigötum. „Staðreyndin er nefnilega sú að í jörðinni voru sundur skornar minjar. Að púsla þeim saman með greiningum og túlkunum er og mun ætíð verða fræðilegt þrætuepli. Þessi staðreynd hryggir mig mjög en hún er staðreynd engu að síður. Þær greiningar, sem gerðar verða á þeim sýnum er tekin voru, munu kannski svara einhverjum spurningum sem brenna á mönnum í dag, en það er óraunhæft að ætlast til þess að hægt sé að fullyrða, hvað þá sanna það sem þarna var,“ skrifaði Vala í grein á vefsíðunni landsimareitur.is fyrir um hálfum öðrum mánuði. Þórir segir að endurheimta verði allt land Víkurgarðsins. „Þá getum við sett upp minningarmark um þennan ókunna höfðingja sem þarna er heygður. Að setja slíkan stað undir kjallaragólf á hóteli, sem kannski verður bara vaskahús eða ruslatunnugeymsla væri menningarlegt stórslys.“ vísir/anton brink Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Þarna er örugglega höfðingjagröf,“ segir séra Þórir Stephensen, fyrrverandi dómkirkjuprestur og staðarhaldari í Viðey, um kuml sem fannst á Landsímareitnum og er enn til rannsóknar hjá sérfræðingum. Séra Þórir er einn þeirra sem gagnrýna harðlega áform um nýja viðbyggingu við gamla Landsímahúsið fyrir 160 herbergja hótel. Með framkvæmdunum yrði raskað hinum forna Víkurgarði þar sem verið hafi grafreitur í meira en þúsund ár. Heiðið kuml sem þar fannst í fyrra undir hinum kristnu gröfum þurfi að rannsaka betur. Kumlið sé talið vera frá árunum 870 til 875. „Þetta gæti verið aðeins eitt stakt kuml en ef rannsókn undir Kirkjustræti leiðir í ljós fleiri kuml þá er kominn kumlareitur og þá þurfa menn að íhuga vel hvort ekki þurfi að færa bústað Ingólfs frá Aðalstræti og yfir í Lækjargötu,“ segir Þórir og vísar þá til minja sem fundist hafa við Iðnaðarbankahúsið svokallaða á Lækjargötu 12. Nánar útskýrir Þórir að Þór Magnússon, fyrrverandi þjóðminjavörður telji að fjarlægðin frá þeim stað í Aðalstræti þar sem núverandi tilgáta segir að hafi verið bæjarstæði landsnámsmannsins Ingólfs Arnarssonar sé of lítil frá kumlinu sem nú sé fundið til þess að bær Ingólfs hafi getað verið þar. Haugfé úr kumli höfðinga frá níundu öld fannst að sögn Séra Þóris Stephensen í suðvesturhorni lóðinnar, til vinstri á myndinni.vísir/anton brink „Þetta er höfðingjagröf og hún virðist ekki hafa tilheyrt þessum bæ í Aðalstræti. Hún hefur frekar tilheyrt bænum sem búið er að finna við Lækjargötu. Og þar á að fara að rífa Iðnaðarbankann og ég hef ekki heyrt hvað á að gera við þær rústir,“ segir Þórir. Um sé að tefla atriði sem skipti máli yfir söguna. „Upphaf Reykjavíkur er svo mikið púsluspil. Nú er komið í ljós að það er vafasamt að púslubitinn sem er í Aðalstræti sé bær Ingólfs. Þetta gæti verið upphafið að því að sjá að hann er ekki á réttum stað,“ segir Þórir. Margt spennandi hafi fundist í kumlinu sem ekki hafi verið sagt frá og sé enn til rannsóknar. „Þegar rannsókninni lýkur þarf að raða púsluspilinu og sjá hvernig það passar við púsluspil sagnfræðinga í Reykjavík.“ Ekki náðist í gær tal af Völu Garðarsdóttur fornleifafræðingi, stjórnanda uppgraftarins á Landsímareitnum sem gerður er á kostnað eiganda lóðarinnar, Lindarvatns ehf., í samvinnu við Minjastofnun. Vala hefur opinberlega sagt umræðuna um reitinn vera á villigötum. „Staðreyndin er nefnilega sú að í jörðinni voru sundur skornar minjar. Að púsla þeim saman með greiningum og túlkunum er og mun ætíð verða fræðilegt þrætuepli. Þessi staðreynd hryggir mig mjög en hún er staðreynd engu að síður. Þær greiningar, sem gerðar verða á þeim sýnum er tekin voru, munu kannski svara einhverjum spurningum sem brenna á mönnum í dag, en það er óraunhæft að ætlast til þess að hægt sé að fullyrða, hvað þá sanna það sem þarna var,“ skrifaði Vala í grein á vefsíðunni landsimareitur.is fyrir um hálfum öðrum mánuði. Þórir segir að endurheimta verði allt land Víkurgarðsins. „Þá getum við sett upp minningarmark um þennan ókunna höfðingja sem þarna er heygður. Að setja slíkan stað undir kjallaragólf á hóteli, sem kannski verður bara vaskahús eða ruslatunnugeymsla væri menningarlegt stórslys.“ vísir/anton brink
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira