Freyju var hafnað áður en mat hafði verið lagt á hæfni hennar Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2017 14:57 Freyja Haraldsdóttir. Vísir/Ernir Stefna Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu snýst um það að ákvörðunin um að neita henni um að gerast fósturforeldri var tekin áður en hún hafði setið námskeið þar sem mat fer fram á hæfni til að vera fósturforeldri. Þetta segir lögmaður Freyju, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi.Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að Freyja hefði stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir.Sigrún Ingibjörg segir málið ekki snúast um hvort Freyja megi taka barn í fóstur, heldur hvernig henni var mismunað þegar ákvörðunin var tekin án þess að Freyja hafði farið í gegnum mat líkt og aðrir umsækjendur. Freyja hafði fengið jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar um að taka barn í fóstur. Ef umsækjendur fá jákvæða umsögn frá bæjarráði í sínu sveitarfélagi þá eiga þeir að sitja námskeið sem nefnist Foster-Pride. Þar fer fram mat á því hvort viðkomandi sé hæft fósturforeldri. Ef þau skilyrði eru uppfyllt fer fram þjálfun í því að annast fósturbörn. „Málið gengur út á það að hennar umsókn er hafnað áður en matið fer fram á því hvort hún sé hæf og að hvaða leyti hún sé hæf. Þetta snýst um það hvort hún fái sömu málsmeðferð og allir aðrir þegar hún sækir um að gerast fósturforeldri, þar sem metið er hvort einhver sé hæfur til þess.“ Barnaverndarstofu er því stefnt til að hnekkja þeim úrskurði. Hún segir niðurstöðuna ekki rétta út frá stjórnsýslu lögum og að rannsóknarskylda sé á stjórnvöldum að kanna mál til hlítar. „Það getur varla talist fyrir hendi þegar viðkomandi hefur ekki farið í gegnum sömu málsmeðferð og aðrir.“ Tengdar fréttir Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Stefna Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu snýst um það að ákvörðunin um að neita henni um að gerast fósturforeldri var tekin áður en hún hafði setið námskeið þar sem mat fer fram á hæfni til að vera fósturforeldri. Þetta segir lögmaður Freyju, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi.Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að Freyja hefði stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir.Sigrún Ingibjörg segir málið ekki snúast um hvort Freyja megi taka barn í fóstur, heldur hvernig henni var mismunað þegar ákvörðunin var tekin án þess að Freyja hafði farið í gegnum mat líkt og aðrir umsækjendur. Freyja hafði fengið jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar um að taka barn í fóstur. Ef umsækjendur fá jákvæða umsögn frá bæjarráði í sínu sveitarfélagi þá eiga þeir að sitja námskeið sem nefnist Foster-Pride. Þar fer fram mat á því hvort viðkomandi sé hæft fósturforeldri. Ef þau skilyrði eru uppfyllt fer fram þjálfun í því að annast fósturbörn. „Málið gengur út á það að hennar umsókn er hafnað áður en matið fer fram á því hvort hún sé hæf og að hvaða leyti hún sé hæf. Þetta snýst um það hvort hún fái sömu málsmeðferð og allir aðrir þegar hún sækir um að gerast fósturforeldri, þar sem metið er hvort einhver sé hæfur til þess.“ Barnaverndarstofu er því stefnt til að hnekkja þeim úrskurði. Hún segir niðurstöðuna ekki rétta út frá stjórnsýslu lögum og að rannsóknarskylda sé á stjórnvöldum að kanna mál til hlítar. „Það getur varla talist fyrir hendi þegar viðkomandi hefur ekki farið í gegnum sömu málsmeðferð og aðrir.“
Tengdar fréttir Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Fleiri fréttir Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Sjá meira
Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00