Freyju var hafnað áður en mat hafði verið lagt á hæfni hennar Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2017 14:57 Freyja Haraldsdóttir. Vísir/Ernir Stefna Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu snýst um það að ákvörðunin um að neita henni um að gerast fósturforeldri var tekin áður en hún hafði setið námskeið þar sem mat fer fram á hæfni til að vera fósturforeldri. Þetta segir lögmaður Freyju, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi.Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að Freyja hefði stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir.Sigrún Ingibjörg segir málið ekki snúast um hvort Freyja megi taka barn í fóstur, heldur hvernig henni var mismunað þegar ákvörðunin var tekin án þess að Freyja hafði farið í gegnum mat líkt og aðrir umsækjendur. Freyja hafði fengið jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar um að taka barn í fóstur. Ef umsækjendur fá jákvæða umsögn frá bæjarráði í sínu sveitarfélagi þá eiga þeir að sitja námskeið sem nefnist Foster-Pride. Þar fer fram mat á því hvort viðkomandi sé hæft fósturforeldri. Ef þau skilyrði eru uppfyllt fer fram þjálfun í því að annast fósturbörn. „Málið gengur út á það að hennar umsókn er hafnað áður en matið fer fram á því hvort hún sé hæf og að hvaða leyti hún sé hæf. Þetta snýst um það hvort hún fái sömu málsmeðferð og allir aðrir þegar hún sækir um að gerast fósturforeldri, þar sem metið er hvort einhver sé hæfur til þess.“ Barnaverndarstofu er því stefnt til að hnekkja þeim úrskurði. Hún segir niðurstöðuna ekki rétta út frá stjórnsýslu lögum og að rannsóknarskylda sé á stjórnvöldum að kanna mál til hlítar. „Það getur varla talist fyrir hendi þegar viðkomandi hefur ekki farið í gegnum sömu málsmeðferð og aðrir.“ Tengdar fréttir Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Stefna Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu snýst um það að ákvörðunin um að neita henni um að gerast fósturforeldri var tekin áður en hún hafði setið námskeið þar sem mat fer fram á hæfni til að vera fósturforeldri. Þetta segir lögmaður Freyju, Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, í samtali við Vísi.Greint var frá því í Fréttablaðinu í morgun að Freyja hefði stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri.Sigrún Ingibjörg Gísladóttir.Sigrún Ingibjörg segir málið ekki snúast um hvort Freyja megi taka barn í fóstur, heldur hvernig henni var mismunað þegar ákvörðunin var tekin án þess að Freyja hafði farið í gegnum mat líkt og aðrir umsækjendur. Freyja hafði fengið jákvæða umsögn frá fjölskylduráði Garðabæjar um að taka barn í fóstur. Ef umsækjendur fá jákvæða umsögn frá bæjarráði í sínu sveitarfélagi þá eiga þeir að sitja námskeið sem nefnist Foster-Pride. Þar fer fram mat á því hvort viðkomandi sé hæft fósturforeldri. Ef þau skilyrði eru uppfyllt fer fram þjálfun í því að annast fósturbörn. „Málið gengur út á það að hennar umsókn er hafnað áður en matið fer fram á því hvort hún sé hæf og að hvaða leyti hún sé hæf. Þetta snýst um það hvort hún fái sömu málsmeðferð og allir aðrir þegar hún sækir um að gerast fósturforeldri, þar sem metið er hvort einhver sé hæfur til þess.“ Barnaverndarstofu er því stefnt til að hnekkja þeim úrskurði. Hún segir niðurstöðuna ekki rétta út frá stjórnsýslu lögum og að rannsóknarskylda sé á stjórnvöldum að kanna mál til hlítar. „Það getur varla talist fyrir hendi þegar viðkomandi hefur ekki farið í gegnum sömu málsmeðferð og aðrir.“
Tengdar fréttir Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00