Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Sveinn Arnarsson skrifar 19. október 2017 05:00 Freyja segir að markmiðið með ráðstefnunni hafi verið að taka umræðuna á annað plan. Vísir/GVA Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar og baráttukona fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. Freyja telur brotið á mannréttindum sínum. „Hún óskaði þess að gerast fósturforeldri en því var hafnað af Barnaverndarstofu. Þeirri synjun var skotið til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti síðan synjun Barnaverndarstofu,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Freyja var varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð árin 2013-2016 og lagði fram frumvarp árið 2015 um bann við mismunun og réttindi fatlaðs fólks. Einnig barðist hún fyrir innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valliBragi segist ekki geta rætt ástæður þess að Barnaverndarstofa synjaði ósk Freyju. „Hins vegar tel ég líklegt að þessar málsástæður Barnaverndarstofu komi allar fram við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá geta menn lagt mat á þetta. Mér er ekki heimilt að greina frá ástæðum sem lúta að persónulegum þáttum einstaklinga sem varða mál á okkar borðum.“ Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er rætt um réttindi fatlaðra til fjölskyldulífs. Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að fjölskyldu og foreldrahlutverki á sama hátt og gildir um aðra. Einnig mun jafnræðisregla stjórnarskrárinnar líka verða tekin til skoðunar við meðferð þessa máls. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, segir málið snúast að miklu leyti um réttlæti og jafna stöðu borgaranna. „Við viljum ekki tjá okkur um málið á þessu stigi að öðru leyti en því að í hnotskurn snýst þetta um það hvort fatlað fólk fái sömu meðferð og sama umsagnarferli og ófatlað fólk,“ segir Sigrún Ingibjörg. Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður Bjartrar framtíðar og baráttukona fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks, hefur stefnt Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. Freyja telur brotið á mannréttindum sínum. „Hún óskaði þess að gerast fósturforeldri en því var hafnað af Barnaverndarstofu. Þeirri synjun var skotið til úrskurðarnefndar velferðarmála sem staðfesti síðan synjun Barnaverndarstofu,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Freyja var varaþingmaður fyrir Bjarta framtíð árin 2013-2016 og lagði fram frumvarp árið 2015 um bann við mismunun og réttindi fatlaðs fólks. Einnig barðist hún fyrir innleiðingu notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlað fólk. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu.vísir/valliBragi segist ekki geta rætt ástæður þess að Barnaverndarstofa synjaði ósk Freyju. „Hins vegar tel ég líklegt að þessar málsástæður Barnaverndarstofu komi allar fram við meðferð málsins fyrir dómstólum. Þá geta menn lagt mat á þetta. Mér er ekki heimilt að greina frá ástæðum sem lúta að persónulegum þáttum einstaklinga sem varða mál á okkar borðum.“ Í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk er rætt um réttindi fatlaðra til fjölskyldulífs. Aðildarríki skulu gera ráðstafanir til að uppræta mismunun gagnvart fötluðu fólki í öllum málum sem lúta að fjölskyldu og foreldrahlutverki á sama hátt og gildir um aðra. Einnig mun jafnræðisregla stjórnarskrárinnar líka verða tekin til skoðunar við meðferð þessa máls. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, segir málið snúast að miklu leyti um réttlæti og jafna stöðu borgaranna. „Við viljum ekki tjá okkur um málið á þessu stigi að öðru leyti en því að í hnotskurn snýst þetta um það hvort fatlað fólk fái sömu meðferð og sama umsagnarferli og ófatlað fólk,“ segir Sigrún Ingibjörg.
Dómsmál Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Erlent Fleiri fréttir Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Sjá meira