Slökkvifroðunni snjóaði þéttar en hundslappadrífu Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2017 21:36 Starfsmenn Icelandair, Brunavarna Suðurnesja og verktaka, sem koma að smíðinni, fylgdust með prófun slökkvikerfisins. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Starfsmenn Icelandair á Keflavíkurflugvelli komust í jólaskap í dag þegar slökkvifroðu snjóaði niður í nýtt flugskýli þegar eldvarnarbúnaður þess var reyndur. Um eitthundrað störf verða til með nýja verkstæðinu sem kostar á fjórða milljarð króna. Myndir voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Þótt skýlið teljist ekki stærsta bygging á Íslandi kemst það samt á metalista sem sú bygging sem hefur lengsta hafið á milli burðarveggja, sem spannar 97 metra. Og skýlishurðin slær einnig met sem stærsta hurð Íslands. Gamla skýlið þótti bylting fyrir 24 árum en margföldun flugflotans kallar á meira rými. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Icelandair, segir að þegar gamla skýlið var byggt árið 1993 hafi það rúmað allar fimm þotur Icelandair. Núna séu þoturnar orðnar þrjátíu.Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Icelandair, í gamla flugskýlinu. Fyrir aftan er Boeing 757-300 þota í skoðun.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Jens segir lungann af stórskoðunum hafa verið farinn úr landi en nú verði þær fluttar að mestu til Íslands. Nýja skýlið geri félaginu kleift að sinna öllum þeim skoðunum sem það vilji sinna. Og þetta þýðir eitthundrað ný störf, þar af sextíu flugvirkja. „Ég vil alltaf kalla þetta eitt af stærstu þekkingarfyrirtækjum landsins, tæknisviðið. Þetta er hátæknivinna,” segir Jens um störfin í flugskýlinu. Stefnt er að því að fyrstu þoturnar fari inn í nýja skýlið í byrjun nóvember. En áður en það gerist þarf að ganga úr skugga um að allur búnaður virki, þar á meðal slökkvikerfi. Og menn biðu spenntir að sjá það prófað. Skyndilega opnuðust gáttirnar og slökkvifroðunni snjóaði úr loftinu í ótrúlegu magni og þéttar en nokkur hundslappadrífa. Allt flugskýlisgólfið fylltist af þriggja til fjögurra metra þykkri froðu á aðeins tveimur til þremur mínútum og ef menn verða varir við óvenjulegar sápukúlur eða fjúkandi froðu á Suðurnesjum í kvöld, þá gæti þetta verið skýringin. Innanhúss var prófuninni fagnað með lófaklappi.Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ice-eigna, var kátur eftir velheppnaða prófun. Fyrir aftan má sjá þykka froðuna yfir skýlisgólfinu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég er bara kominn í jólaskap,” sagði Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ice-eigna, þegar hann horfði yfir froðufullt skýlisgólfið. „Það hefur greinilega tekist, þessi tilraun okkar, sem er búin að standa yfir frá því við byrjuðum á þessu verkefni. Þetta er bara að lukkast mjög vel.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32 Svona fylla menn flugskýli af froðu á þrem mínútum Prófun slökkvibúnaðar nýs flugskýlis Icelandair á Keflavíkurflugvelli í gær þótti mögnuð. Þar liðu aðeins tvær til þrjár mínútur frá því slökkvikerfið var ræst þar til tíu þúsund fermetra gólfflötur var orðinn þakinn þriggja til fjögurra metra þykkri slökkvifroðu. 20. október 2017 12:51 Byggja rúmlega þrettán þúsund fermetra flugskýli á Keflavíkurflugvelli Icelandair hyggst sinna öllu sínu viðhaldsstarfi hér á landi. 6. júní 2016 18:07 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Starfsmenn Icelandair á Keflavíkurflugvelli komust í jólaskap í dag þegar slökkvifroðu snjóaði niður í nýtt flugskýli þegar eldvarnarbúnaður þess var reyndur. Um eitthundrað störf verða til með nýja verkstæðinu sem kostar á fjórða milljarð króna. Myndir voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Þótt skýlið teljist ekki stærsta bygging á Íslandi kemst það samt á metalista sem sú bygging sem hefur lengsta hafið á milli burðarveggja, sem spannar 97 metra. Og skýlishurðin slær einnig met sem stærsta hurð Íslands. Gamla skýlið þótti bylting fyrir 24 árum en margföldun flugflotans kallar á meira rými. Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Icelandair, segir að þegar gamla skýlið var byggt árið 1993 hafi það rúmað allar fimm þotur Icelandair. Núna séu þoturnar orðnar þrjátíu.Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri tæknisviðs Icelandair, í gamla flugskýlinu. Fyrir aftan er Boeing 757-300 þota í skoðun.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Jens segir lungann af stórskoðunum hafa verið farinn úr landi en nú verði þær fluttar að mestu til Íslands. Nýja skýlið geri félaginu kleift að sinna öllum þeim skoðunum sem það vilji sinna. Og þetta þýðir eitthundrað ný störf, þar af sextíu flugvirkja. „Ég vil alltaf kalla þetta eitt af stærstu þekkingarfyrirtækjum landsins, tæknisviðið. Þetta er hátæknivinna,” segir Jens um störfin í flugskýlinu. Stefnt er að því að fyrstu þoturnar fari inn í nýja skýlið í byrjun nóvember. En áður en það gerist þarf að ganga úr skugga um að allur búnaður virki, þar á meðal slökkvikerfi. Og menn biðu spenntir að sjá það prófað. Skyndilega opnuðust gáttirnar og slökkvifroðunni snjóaði úr loftinu í ótrúlegu magni og þéttar en nokkur hundslappadrífa. Allt flugskýlisgólfið fylltist af þriggja til fjögurra metra þykkri froðu á aðeins tveimur til þremur mínútum og ef menn verða varir við óvenjulegar sápukúlur eða fjúkandi froðu á Suðurnesjum í kvöld, þá gæti þetta verið skýringin. Innanhúss var prófuninni fagnað með lófaklappi.Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ice-eigna, var kátur eftir velheppnaða prófun. Fyrir aftan má sjá þykka froðuna yfir skýlisgólfinu.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Ég er bara kominn í jólaskap,” sagði Guðmundur Tryggvi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Ice-eigna, þegar hann horfði yfir froðufullt skýlisgólfið. „Það hefur greinilega tekist, þessi tilraun okkar, sem er búin að standa yfir frá því við byrjuðum á þessu verkefni. Þetta er bara að lukkast mjög vel.” Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32 Svona fylla menn flugskýli af froðu á þrem mínútum Prófun slökkvibúnaðar nýs flugskýlis Icelandair á Keflavíkurflugvelli í gær þótti mögnuð. Þar liðu aðeins tvær til þrjár mínútur frá því slökkvikerfið var ræst þar til tíu þúsund fermetra gólfflötur var orðinn þakinn þriggja til fjögurra metra þykkri slökkvifroðu. 20. október 2017 12:51 Byggja rúmlega þrettán þúsund fermetra flugskýli á Keflavíkurflugvelli Icelandair hyggst sinna öllu sínu viðhaldsstarfi hér á landi. 6. júní 2016 18:07 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Erlent Fleiri fréttir Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Sjá meira
Flugskýli Icelandair hrópar á fleiri flugvirkja Hlutfall Suðurnesjamanna í viðhaldsstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli hefur fimmfaldast frá því flugskýlið var opnað. Skortur er nú á flugvirkjum. Það þótti ekki endilega sjálfsögð ákvörðun hjá Icelandair fyrir rúmum tuttugu árum að byggja upp fullkomna viðhaldsstöð fyrir flugflota sinn á Íslandi. 17. febrúar 2012 19:32
Svona fylla menn flugskýli af froðu á þrem mínútum Prófun slökkvibúnaðar nýs flugskýlis Icelandair á Keflavíkurflugvelli í gær þótti mögnuð. Þar liðu aðeins tvær til þrjár mínútur frá því slökkvikerfið var ræst þar til tíu þúsund fermetra gólfflötur var orðinn þakinn þriggja til fjögurra metra þykkri slökkvifroðu. 20. október 2017 12:51
Byggja rúmlega þrettán þúsund fermetra flugskýli á Keflavíkurflugvelli Icelandair hyggst sinna öllu sínu viðhaldsstarfi hér á landi. 6. júní 2016 18:07