Heklaði skírnarkjól dóttur sinnar Guðný Hrönn skrifar 2. október 2017 07:45 Kjartan gerði sér lítið fyrir og heklaði skírnarkjól dóttur sinnar. vísir/anton Hinn 23 ára Kjartan Jónsson byrjaði að hekla og prjóna af kappi árið 2013 þegar kann komst að því að hann og unnusta hans ættu von á barni. „Þetta byrjaði bara þegar konan mín, Anna Karen Kolbeins, varð ólétt. Þá fékk ég þessa flugu í hausinn. En maður lærði náttúrulega eitthvað í grunnskóla. Fyrst ákvað ég að hekla kalkpoka til að nota í klettaklifur. Mér fannst þetta helvíti gaman þannig að ég ákvað að halda áfram og kenna sjálfum mér meira,“ segir Kjartan Jónsson sem heklar og prjónar af kappi. Þegar Kjartan var kominn í góða æfingu byrjaði hann að hekla skírnarkjól. „Mig minnir að amma mín hafi látið mig fá gamalt tímarit með einhverjum leiðbeiningum að barnakjól. Ég breytti uppskriftinni aðeins þannig að úr varð skírnarkjóll,“ segir Kjartan. Kjóllinn er í miklu uppáhaldi hjá honum.Smáatriðin í kjólnum eru upp á tíu.Hann segir það ekki hafa verið mikið mál að hekla kjólinn. „Nei, í rauninni ekki. Þetta hefur alltaf legið svolítið vel fyrir mér, það er bara mikilvægt að ná góðum grunnskilningi á því hvernig þetta virkar.“ Spurður út í hvað það hafi tekið hann langan tíma að hekla kjólinn segir hann: „Það er góð spurning. Ég man það bara ekki. En þetta voru einhverjir mánuðir, ég sat ekki við þetta í heilu lagi. En það kom smá tímapressa á mig þegar það fór að styttast í skírnina,“ segir hann og hlær.Lítur út fyrir að vera flóknara en það er Síðan Kjartan fór að stunda hannyrðir hefur hann kennt kærustunni sinni að hekla. „Já, ég hef kennt henni og einhverjum vinkonum hennar eitthvað smá líka. En annars finnst mér Youtube alltaf vera besti kennarinn sko,“ útskýrir Kjartan sem hefur sjálfur stuðst mikið við kennslumyndbönd á Youtube. „Það geta allir gert þetta, þetta lítur út fyrir að vera miklu flóknara en það er. Það er bara um að gera að kaupa sér nál og prófa.“ Aðspurður hvort hann þekki marga karlmenn sem stunda hannyrðir svarar hann neitandi. „Mér sýnist það vera sjaldgæft að karlar hekli og prjóni. Það er einn annar strákur sem ég þekki sem hefur verið að hekla eina og eina húfu. En það er það eina sem ég veit af.“ Hvað finnst svo vinum hans og félögum? „Sko, ég vinn hjá Orkuveitunni, sem er rosalega mikill karlavinnustaður eitthvað. Og vinnufélagarnir kippa sér ekkert mikið upp við þetta. En maður hefur alveg fundið fyrir smá fordómum, þá frá einhverjum eldri körlum sem finnst þetta fyndið. En það er bara eins og það er. En mér finnst bara fyndið að þeim finnist þetta athugavert. Þeim finnst bara eins og maður eigi að vera með hamar og nagla,“ segir hann og hlær. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira
Hinn 23 ára Kjartan Jónsson byrjaði að hekla og prjóna af kappi árið 2013 þegar kann komst að því að hann og unnusta hans ættu von á barni. „Þetta byrjaði bara þegar konan mín, Anna Karen Kolbeins, varð ólétt. Þá fékk ég þessa flugu í hausinn. En maður lærði náttúrulega eitthvað í grunnskóla. Fyrst ákvað ég að hekla kalkpoka til að nota í klettaklifur. Mér fannst þetta helvíti gaman þannig að ég ákvað að halda áfram og kenna sjálfum mér meira,“ segir Kjartan Jónsson sem heklar og prjónar af kappi. Þegar Kjartan var kominn í góða æfingu byrjaði hann að hekla skírnarkjól. „Mig minnir að amma mín hafi látið mig fá gamalt tímarit með einhverjum leiðbeiningum að barnakjól. Ég breytti uppskriftinni aðeins þannig að úr varð skírnarkjóll,“ segir Kjartan. Kjóllinn er í miklu uppáhaldi hjá honum.Smáatriðin í kjólnum eru upp á tíu.Hann segir það ekki hafa verið mikið mál að hekla kjólinn. „Nei, í rauninni ekki. Þetta hefur alltaf legið svolítið vel fyrir mér, það er bara mikilvægt að ná góðum grunnskilningi á því hvernig þetta virkar.“ Spurður út í hvað það hafi tekið hann langan tíma að hekla kjólinn segir hann: „Það er góð spurning. Ég man það bara ekki. En þetta voru einhverjir mánuðir, ég sat ekki við þetta í heilu lagi. En það kom smá tímapressa á mig þegar það fór að styttast í skírnina,“ segir hann og hlær.Lítur út fyrir að vera flóknara en það er Síðan Kjartan fór að stunda hannyrðir hefur hann kennt kærustunni sinni að hekla. „Já, ég hef kennt henni og einhverjum vinkonum hennar eitthvað smá líka. En annars finnst mér Youtube alltaf vera besti kennarinn sko,“ útskýrir Kjartan sem hefur sjálfur stuðst mikið við kennslumyndbönd á Youtube. „Það geta allir gert þetta, þetta lítur út fyrir að vera miklu flóknara en það er. Það er bara um að gera að kaupa sér nál og prófa.“ Aðspurður hvort hann þekki marga karlmenn sem stunda hannyrðir svarar hann neitandi. „Mér sýnist það vera sjaldgæft að karlar hekli og prjóni. Það er einn annar strákur sem ég þekki sem hefur verið að hekla eina og eina húfu. En það er það eina sem ég veit af.“ Hvað finnst svo vinum hans og félögum? „Sko, ég vinn hjá Orkuveitunni, sem er rosalega mikill karlavinnustaður eitthvað. Og vinnufélagarnir kippa sér ekkert mikið upp við þetta. En maður hefur alveg fundið fyrir smá fordómum, þá frá einhverjum eldri körlum sem finnst þetta fyndið. En það er bara eins og það er. En mér finnst bara fyndið að þeim finnist þetta athugavert. Þeim finnst bara eins og maður eigi að vera með hamar og nagla,“ segir hann og hlær.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Lífið Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Lífið „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Lífið Slíta sambandinu en vinna áfram saman Lífið „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Lífið Fjórir á lista Páls hættir við Lífið Cillian mærir Kiljan Lífið Andri Björns stendur vaktina allar helgar Lífið Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Lífið Fleiri fréttir Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Fær reglulega að heyra: „Þú lékst Skara!“ Heiðrar minningu vinar síns með því að elta draumana Fréttatía vikunnar: Vaxtamálið, eldsvoði og pítsusósa Aron Can sprengdi risastóra graftarbólu á hundinum Cillian mærir Kiljan Slíta sambandinu en vinna áfram saman „Við hvern ert þú að tala?“ Bjóða öllum sem vilja heim í útgáfupartí Rúrik hlaut verðlaun sem rísandi stjarna ársins Ingunn Svala kaupir glæsihús Jóhanns Bergs á Arnarnesi „Við eigum bara eitt líf og ég ætla því að lifa því eins og ég vil“ Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Sjá meira