Innlent

Undirbýr málssókn gegn þremur íslenskum fjölmiðlum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vinnur nú að framboð hins nýja Miðflokks, ásamt því að skrifa bók  um bar­áttu ríkisstjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks við vog­un­ar­sjóði
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vinnur nú að framboð hins nýja Miðflokks, ásamt því að skrifa bók um bar­áttu ríkisstjórn­ar Sjálf­stæðis­flokks og Fram­sókn­ar­flokks við vog­un­ar­sjóði VÍSIR/AUÐUNN
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, stofnandi Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður undirbúa málsókn gegn þremur íslenskum fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um fjármál hans og eiginkonu hans í tengslum við eignarhaldið á aflandsfélaginu Wintris.

Sigmundur vill ekki gefa upp að svo stöddu hvaða fjölmiðla um ræðir en Morgunblaðið ýjar að því að um sé að ræða Ríkisútvarpið, Kjarnann og Stundina. Miðlarnir hafi unnið upp úr gögnum sem lekið var frá lögmannstofunni Mossack Fonseca á Panama í samvinnu við Reykjavík Media.

Sjá einnig: Enn og aftur kveikir Wintris elda sem loga glatt á Facebook

Sigmundur segir málsóknirnar hafa verið lengi í bígerð en að þær muni líklega bíða fram yfir kosningar. Takmörk séu fyrir því hvað hægt sé að sitja lengi „undir hreinum ósannindum,“ segir hann jafnframt í samtali við Morgunblaðið.

Hann segist ósáttur við að Ríkisútvarpið hafi ekki orðið við kröfu hans um afsökunarbeiðni og að hann hafi vonast til að „menn sæju að sér eftir því sem málin skýrðust.“ Það gangi ekki að „svona stór og mikilvæg stofnun, sem er haldið uppi af skattgreiðendum, komist upp með svona framgöngu án þess einu sinni að vera reiðubúin að skoða málið, hvað þá að biðjast afsökunar.“

Sigmundur tekur í sama streng í samtali við Fréttablaðið í morgun. „Það hefur vakið furðu mína hversu langt sumir hafa gengið í að afbaka staðreyndirnar sem birtust í dag. Menn virðast sumir hvorki botna upp né niður í því sem þeir eru að leysa og búa þá bara til sína eigin sögu.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.