Innlent

Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn opin

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Brúin var opnuð við hátíðlega athöfn fyrr í dag.
Brúin var opnuð við hátíðlega athöfn fyrr í dag. Vísir/Jói K.
Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn í Suðursveit sem Vegagerðin hefur unnið að undanfarna daga var opnuð í dag við hátíðlega athöfn. Gamla brúin skemmdist í vatnavöxtum í síðustu viku.

Bráðabirgðabrúin er 104 metra löng brú, reist á tréstaurum sem reknir voru niður í sandinn, smíðuð var svo kölluð ok sem berastálbita, eða I-bita og ofan á þá var síðan lagt timburgólf. Það tók brúarvinnuflokk Vegagerðarinnar aðeins sex daga að reisa brúna sem er einbreið. Byggð verður ný tvíbreið brú á sama stað og sú gamla er. 

Þá var lagður vegur að brúnni beggja vegna. Vegagerðin á að jafnaði efni til þess að byggja 300 metra brú á lager svo bregðast megi við hamförum af því tagi sem urðu í síðustu viku.

Óvissustigi var lýst yfir þann 28. september vegna úrkomu og vatnavaxta. Var óvissustiginu hins vegar aflýst í dag enda samgöngur að komast í samt lag, ekki síst með tilkomu bráðabirgðabrúnar sem opnuð var í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×