Undirbúningur að smíði bráðabirgðabrúar yfir Steinavötn hafinn Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. september 2017 11:32 Hreggviður Símonarson stýrimaður tók þessa mynd úr TF-GNA fyrr í dag af brúnni yfir Steinavötn. Hreggviður Símonarson/Landhelgisgæslan Ekkert lát er á rigningunni við Steinavötn og óx mikið í ánum í nótt. „Staðan er ágæt. Það óx mikið í ánum í nótt eins og við reiknuðum með og brúin yfir Steinavötn er orðin heldur lélegri en í gær,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Suðausturlandi í samtali við Vísi. Undirbúningur er nú hafinn að byggingu bráðabirgðabrúar en starfsmennirnir sem vinna að bráðabirgðabrúnni unnu einnig að byggingu brúar yfir Múlakvísl á sínum tíma. Beitt verður svipuðum aðferðum við brúarsmíðina. Þá segir hann jafnframt að á morgun ætti að vera komið vegarsamband við Suðursveit og einangrun að vera lokið. Eins og Vísir hefur greint frá voru á milli 20 til 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vangsstöðum. Þjóðvegur 1 er lokaður bæði við Hólmsá á Mýrum, þar sem vegur er í sundur, og við Steinavötn í Suðursveit. Þjóðvegurinn verður lokaður í minnst viku samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Víðir Reynisson, verkefnisstjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðalverkefni dagsins vera að aðstoða Vegagerðina. „Stærsta verkefnið í dag er að aðstoða Vegagerðina í öllu því sem þeir þurfa að gera til að láta hlutina ganga upp. Það rigndi mikið í nótt og það skemmdi eitthvað af því sem var verið að að gera til að verja brúnna. Það þarf því að byrja aftur á þeim verkefnum,“ segir Víðir. „Það gekk vel í gær að flytja fólk til og frá bæjum. Það eru ekki mörg svoleiðis verkefni sem liggja fyrir í dag. Við erum þó með þyrluna fram eftir degi og munum nota hana í tilfallandi verkefni,“ segir Víðir. Spáð er áframhaldandi rigningu fyrir austan og suðaustan í dag. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er spáð austan og norðaustan 5-13 m/s og rigningu í dag, einkum fyrir austan og suðaustan. Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Ekkert lát er á rigningunni við Steinavötn og óx mikið í ánum í nótt. „Staðan er ágæt. Það óx mikið í ánum í nótt eins og við reiknuðum með og brúin yfir Steinavötn er orðin heldur lélegri en í gær,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Suðausturlandi í samtali við Vísi. Undirbúningur er nú hafinn að byggingu bráðabirgðabrúar en starfsmennirnir sem vinna að bráðabirgðabrúnni unnu einnig að byggingu brúar yfir Múlakvísl á sínum tíma. Beitt verður svipuðum aðferðum við brúarsmíðina. Þá segir hann jafnframt að á morgun ætti að vera komið vegarsamband við Suðursveit og einangrun að vera lokið. Eins og Vísir hefur greint frá voru á milli 20 til 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vangsstöðum. Þjóðvegur 1 er lokaður bæði við Hólmsá á Mýrum, þar sem vegur er í sundur, og við Steinavötn í Suðursveit. Þjóðvegurinn verður lokaður í minnst viku samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Víðir Reynisson, verkefnisstjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðalverkefni dagsins vera að aðstoða Vegagerðina. „Stærsta verkefnið í dag er að aðstoða Vegagerðina í öllu því sem þeir þurfa að gera til að láta hlutina ganga upp. Það rigndi mikið í nótt og það skemmdi eitthvað af því sem var verið að að gera til að verja brúnna. Það þarf því að byrja aftur á þeim verkefnum,“ segir Víðir. „Það gekk vel í gær að flytja fólk til og frá bæjum. Það eru ekki mörg svoleiðis verkefni sem liggja fyrir í dag. Við erum þó með þyrluna fram eftir degi og munum nota hana í tilfallandi verkefni,“ segir Víðir. Spáð er áframhaldandi rigningu fyrir austan og suðaustan í dag. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er spáð austan og norðaustan 5-13 m/s og rigningu í dag, einkum fyrir austan og suðaustan.
Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira