Gagnrýnir Gurrý og Biggest Loser: „Þessir þættir eru ógeð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2017 12:15 Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hefur allt sitt líf stundað íþróttir. Vísir/Stefán Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hjólar í Gurrý og Biggest Loser á Facebook síðu sinni í dag. „Ég veit varla hvar ég á að byrja! Þessir þættir eru ógeð! Viðhorf þjálfara til keppenda er ógeð!” segir Elva. Setur hún þar sérstaklega út á samtal Gurrýar við þátttakendurnar í sínu liði þegar þeir kvarta undan æfingaákefð og mataræði. Með færslu sinni deilir Elva frétt frá MBL þar sem sagt er frá því að flytja þurfti keppenda í Biggest Loser Ísland í sjúkrabíl af æfingu. Þátturinn var sýndur í gær.Ekki jákvætt að vera borinn út„Ég hef allt mitt líf stundað íþróttir. Ég æfði með Boot Camp Iceland í mörg ár og telst æfingakerfið í Boot Camp til eitt af erfiðustu æfingakerfunum sem í boði er á landinu. ALDREI nokkurn tímann hef ég upplifað það að þjálfarar telji það dæmi um góða og jákvæða æfingahörku að vera borinn út úr íþróttasalnum á sjúkrabörum! Aldrei nokkurn tímann hafa þjálfara Boot Camp öskrað á mig eða talað til mín á niðrandi nótum. Það er vel hægt að aðstoða fólk við að efla heilsu sína með uppbyggandi tali og hvatningu.” Áður hafði Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu gagnrýnt þættina og svaraði Gurrý þá fyrir sig í viðtali hjá Svala og Svavari á útvarpsstöðinni K100. „Við erum ekki að stuðla að fitufordómum. Það er fullt af fólki í ofþyngd sem er farið að æfa eftir Biggest Loser. Ég myndi segja við hana Töru að það sé kominn tími til að hún fari að skrifa eitthvað umbyggilegt í staðinn fyrir að gagnrýna aðra,“ sagði Gurrý í viðtalinu. Biður fólk að kynna sér rannsóknirÍ færslu sinni segir Elva að Gurrý viti augljóslega ekki um hvað samtökin snúast. „Þú hefur gagnrýnt mín samtök opinberlega, greinilega án þess að kynna þér fyrir hvað við stöndum og hvað við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Fræðslur, forvarnir gegn átröskunum, ótal pistlar og greinar um líðan, sjálfsmynd, líkamsmynd og heilsu er bara brot af því sem við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Og Gurrý.. ég hef einnig æft Crossfit, hlaupið hálfmaraþon og æfi kraftlyftingar eins og er. Ég veit fátt skemmtilegra en að mæta á æfingu og elska að reyna á mig. Og samt er ég í stjórn samtaka sem þú telur ala á slæmu líferni og gera ekkert annað en að sitja á rassinum og gagnrýna aðra.” Elva hvetur sýningaraðila þáttanna og áhorfendur til þess að kynna sér þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum þáttanna Biggest Loser. Í sumar birtust fréttir um að það hætt hefði verið framleiðslu á Biggest Loser í Bandaríkjunum eftir 17 þáttaraðir. Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hjólar í Gurrý og Biggest Loser á Facebook síðu sinni í dag. „Ég veit varla hvar ég á að byrja! Þessir þættir eru ógeð! Viðhorf þjálfara til keppenda er ógeð!” segir Elva. Setur hún þar sérstaklega út á samtal Gurrýar við þátttakendurnar í sínu liði þegar þeir kvarta undan æfingaákefð og mataræði. Með færslu sinni deilir Elva frétt frá MBL þar sem sagt er frá því að flytja þurfti keppenda í Biggest Loser Ísland í sjúkrabíl af æfingu. Þátturinn var sýndur í gær.Ekki jákvætt að vera borinn út„Ég hef allt mitt líf stundað íþróttir. Ég æfði með Boot Camp Iceland í mörg ár og telst æfingakerfið í Boot Camp til eitt af erfiðustu æfingakerfunum sem í boði er á landinu. ALDREI nokkurn tímann hef ég upplifað það að þjálfarar telji það dæmi um góða og jákvæða æfingahörku að vera borinn út úr íþróttasalnum á sjúkrabörum! Aldrei nokkurn tímann hafa þjálfara Boot Camp öskrað á mig eða talað til mín á niðrandi nótum. Það er vel hægt að aðstoða fólk við að efla heilsu sína með uppbyggandi tali og hvatningu.” Áður hafði Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu gagnrýnt þættina og svaraði Gurrý þá fyrir sig í viðtali hjá Svala og Svavari á útvarpsstöðinni K100. „Við erum ekki að stuðla að fitufordómum. Það er fullt af fólki í ofþyngd sem er farið að æfa eftir Biggest Loser. Ég myndi segja við hana Töru að það sé kominn tími til að hún fari að skrifa eitthvað umbyggilegt í staðinn fyrir að gagnrýna aðra,“ sagði Gurrý í viðtalinu. Biður fólk að kynna sér rannsóknirÍ færslu sinni segir Elva að Gurrý viti augljóslega ekki um hvað samtökin snúast. „Þú hefur gagnrýnt mín samtök opinberlega, greinilega án þess að kynna þér fyrir hvað við stöndum og hvað við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Fræðslur, forvarnir gegn átröskunum, ótal pistlar og greinar um líðan, sjálfsmynd, líkamsmynd og heilsu er bara brot af því sem við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Og Gurrý.. ég hef einnig æft Crossfit, hlaupið hálfmaraþon og æfi kraftlyftingar eins og er. Ég veit fátt skemmtilegra en að mæta á æfingu og elska að reyna á mig. Og samt er ég í stjórn samtaka sem þú telur ala á slæmu líferni og gera ekkert annað en að sitja á rassinum og gagnrýna aðra.” Elva hvetur sýningaraðila þáttanna og áhorfendur til þess að kynna sér þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum þáttanna Biggest Loser. Í sumar birtust fréttir um að það hætt hefði verið framleiðslu á Biggest Loser í Bandaríkjunum eftir 17 þáttaraðir.
Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira