Gagnrýnir Gurrý og Biggest Loser: „Þessir þættir eru ógeð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2017 12:15 Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hefur allt sitt líf stundað íþróttir. Vísir/Stefán Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hjólar í Gurrý og Biggest Loser á Facebook síðu sinni í dag. „Ég veit varla hvar ég á að byrja! Þessir þættir eru ógeð! Viðhorf þjálfara til keppenda er ógeð!” segir Elva. Setur hún þar sérstaklega út á samtal Gurrýar við þátttakendurnar í sínu liði þegar þeir kvarta undan æfingaákefð og mataræði. Með færslu sinni deilir Elva frétt frá MBL þar sem sagt er frá því að flytja þurfti keppenda í Biggest Loser Ísland í sjúkrabíl af æfingu. Þátturinn var sýndur í gær.Ekki jákvætt að vera borinn út„Ég hef allt mitt líf stundað íþróttir. Ég æfði með Boot Camp Iceland í mörg ár og telst æfingakerfið í Boot Camp til eitt af erfiðustu æfingakerfunum sem í boði er á landinu. ALDREI nokkurn tímann hef ég upplifað það að þjálfarar telji það dæmi um góða og jákvæða æfingahörku að vera borinn út úr íþróttasalnum á sjúkrabörum! Aldrei nokkurn tímann hafa þjálfara Boot Camp öskrað á mig eða talað til mín á niðrandi nótum. Það er vel hægt að aðstoða fólk við að efla heilsu sína með uppbyggandi tali og hvatningu.” Áður hafði Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu gagnrýnt þættina og svaraði Gurrý þá fyrir sig í viðtali hjá Svala og Svavari á útvarpsstöðinni K100. „Við erum ekki að stuðla að fitufordómum. Það er fullt af fólki í ofþyngd sem er farið að æfa eftir Biggest Loser. Ég myndi segja við hana Töru að það sé kominn tími til að hún fari að skrifa eitthvað umbyggilegt í staðinn fyrir að gagnrýna aðra,“ sagði Gurrý í viðtalinu. Biður fólk að kynna sér rannsóknirÍ færslu sinni segir Elva að Gurrý viti augljóslega ekki um hvað samtökin snúast. „Þú hefur gagnrýnt mín samtök opinberlega, greinilega án þess að kynna þér fyrir hvað við stöndum og hvað við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Fræðslur, forvarnir gegn átröskunum, ótal pistlar og greinar um líðan, sjálfsmynd, líkamsmynd og heilsu er bara brot af því sem við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Og Gurrý.. ég hef einnig æft Crossfit, hlaupið hálfmaraþon og æfi kraftlyftingar eins og er. Ég veit fátt skemmtilegra en að mæta á æfingu og elska að reyna á mig. Og samt er ég í stjórn samtaka sem þú telur ala á slæmu líferni og gera ekkert annað en að sitja á rassinum og gagnrýna aðra.” Elva hvetur sýningaraðila þáttanna og áhorfendur til þess að kynna sér þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum þáttanna Biggest Loser. Í sumar birtust fréttir um að það hætt hefði verið framleiðslu á Biggest Loser í Bandaríkjunum eftir 17 þáttaraðir. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hjólar í Gurrý og Biggest Loser á Facebook síðu sinni í dag. „Ég veit varla hvar ég á að byrja! Þessir þættir eru ógeð! Viðhorf þjálfara til keppenda er ógeð!” segir Elva. Setur hún þar sérstaklega út á samtal Gurrýar við þátttakendurnar í sínu liði þegar þeir kvarta undan æfingaákefð og mataræði. Með færslu sinni deilir Elva frétt frá MBL þar sem sagt er frá því að flytja þurfti keppenda í Biggest Loser Ísland í sjúkrabíl af æfingu. Þátturinn var sýndur í gær.Ekki jákvætt að vera borinn út„Ég hef allt mitt líf stundað íþróttir. Ég æfði með Boot Camp Iceland í mörg ár og telst æfingakerfið í Boot Camp til eitt af erfiðustu æfingakerfunum sem í boði er á landinu. ALDREI nokkurn tímann hef ég upplifað það að þjálfarar telji það dæmi um góða og jákvæða æfingahörku að vera borinn út úr íþróttasalnum á sjúkrabörum! Aldrei nokkurn tímann hafa þjálfara Boot Camp öskrað á mig eða talað til mín á niðrandi nótum. Það er vel hægt að aðstoða fólk við að efla heilsu sína með uppbyggandi tali og hvatningu.” Áður hafði Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu gagnrýnt þættina og svaraði Gurrý þá fyrir sig í viðtali hjá Svala og Svavari á útvarpsstöðinni K100. „Við erum ekki að stuðla að fitufordómum. Það er fullt af fólki í ofþyngd sem er farið að æfa eftir Biggest Loser. Ég myndi segja við hana Töru að það sé kominn tími til að hún fari að skrifa eitthvað umbyggilegt í staðinn fyrir að gagnrýna aðra,“ sagði Gurrý í viðtalinu. Biður fólk að kynna sér rannsóknirÍ færslu sinni segir Elva að Gurrý viti augljóslega ekki um hvað samtökin snúast. „Þú hefur gagnrýnt mín samtök opinberlega, greinilega án þess að kynna þér fyrir hvað við stöndum og hvað við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Fræðslur, forvarnir gegn átröskunum, ótal pistlar og greinar um líðan, sjálfsmynd, líkamsmynd og heilsu er bara brot af því sem við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Og Gurrý.. ég hef einnig æft Crossfit, hlaupið hálfmaraþon og æfi kraftlyftingar eins og er. Ég veit fátt skemmtilegra en að mæta á æfingu og elska að reyna á mig. Og samt er ég í stjórn samtaka sem þú telur ala á slæmu líferni og gera ekkert annað en að sitja á rassinum og gagnrýna aðra.” Elva hvetur sýningaraðila þáttanna og áhorfendur til þess að kynna sér þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum þáttanna Biggest Loser. Í sumar birtust fréttir um að það hætt hefði verið framleiðslu á Biggest Loser í Bandaríkjunum eftir 17 þáttaraðir.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira