Gagnrýnir Gurrý og Biggest Loser: „Þessir þættir eru ógeð“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. október 2017 12:15 Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hefur allt sitt líf stundað íþróttir. Vísir/Stefán Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hjólar í Gurrý og Biggest Loser á Facebook síðu sinni í dag. „Ég veit varla hvar ég á að byrja! Þessir þættir eru ógeð! Viðhorf þjálfara til keppenda er ógeð!” segir Elva. Setur hún þar sérstaklega út á samtal Gurrýar við þátttakendurnar í sínu liði þegar þeir kvarta undan æfingaákefð og mataræði. Með færslu sinni deilir Elva frétt frá MBL þar sem sagt er frá því að flytja þurfti keppenda í Biggest Loser Ísland í sjúkrabíl af æfingu. Þátturinn var sýndur í gær.Ekki jákvætt að vera borinn út„Ég hef allt mitt líf stundað íþróttir. Ég æfði með Boot Camp Iceland í mörg ár og telst æfingakerfið í Boot Camp til eitt af erfiðustu æfingakerfunum sem í boði er á landinu. ALDREI nokkurn tímann hef ég upplifað það að þjálfarar telji það dæmi um góða og jákvæða æfingahörku að vera borinn út úr íþróttasalnum á sjúkrabörum! Aldrei nokkurn tímann hafa þjálfara Boot Camp öskrað á mig eða talað til mín á niðrandi nótum. Það er vel hægt að aðstoða fólk við að efla heilsu sína með uppbyggandi tali og hvatningu.” Áður hafði Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu gagnrýnt þættina og svaraði Gurrý þá fyrir sig í viðtali hjá Svala og Svavari á útvarpsstöðinni K100. „Við erum ekki að stuðla að fitufordómum. Það er fullt af fólki í ofþyngd sem er farið að æfa eftir Biggest Loser. Ég myndi segja við hana Töru að það sé kominn tími til að hún fari að skrifa eitthvað umbyggilegt í staðinn fyrir að gagnrýna aðra,“ sagði Gurrý í viðtalinu. Biður fólk að kynna sér rannsóknirÍ færslu sinni segir Elva að Gurrý viti augljóslega ekki um hvað samtökin snúast. „Þú hefur gagnrýnt mín samtök opinberlega, greinilega án þess að kynna þér fyrir hvað við stöndum og hvað við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Fræðslur, forvarnir gegn átröskunum, ótal pistlar og greinar um líðan, sjálfsmynd, líkamsmynd og heilsu er bara brot af því sem við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Og Gurrý.. ég hef einnig æft Crossfit, hlaupið hálfmaraþon og æfi kraftlyftingar eins og er. Ég veit fátt skemmtilegra en að mæta á æfingu og elska að reyna á mig. Og samt er ég í stjórn samtaka sem þú telur ala á slæmu líferni og gera ekkert annað en að sitja á rassinum og gagnrýna aðra.” Elva hvetur sýningaraðila þáttanna og áhorfendur til þess að kynna sér þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum þáttanna Biggest Loser. Í sumar birtust fréttir um að það hætt hefði verið framleiðslu á Biggest Loser í Bandaríkjunum eftir 17 þáttaraðir. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira
Elva Björk Ágústsdóttir varaformaður Samtaka um líkamsvirðingu hjólar í Gurrý og Biggest Loser á Facebook síðu sinni í dag. „Ég veit varla hvar ég á að byrja! Þessir þættir eru ógeð! Viðhorf þjálfara til keppenda er ógeð!” segir Elva. Setur hún þar sérstaklega út á samtal Gurrýar við þátttakendurnar í sínu liði þegar þeir kvarta undan æfingaákefð og mataræði. Með færslu sinni deilir Elva frétt frá MBL þar sem sagt er frá því að flytja þurfti keppenda í Biggest Loser Ísland í sjúkrabíl af æfingu. Þátturinn var sýndur í gær.Ekki jákvætt að vera borinn út„Ég hef allt mitt líf stundað íþróttir. Ég æfði með Boot Camp Iceland í mörg ár og telst æfingakerfið í Boot Camp til eitt af erfiðustu æfingakerfunum sem í boði er á landinu. ALDREI nokkurn tímann hef ég upplifað það að þjálfarar telji það dæmi um góða og jákvæða æfingahörku að vera borinn út úr íþróttasalnum á sjúkrabörum! Aldrei nokkurn tímann hafa þjálfara Boot Camp öskrað á mig eða talað til mín á niðrandi nótum. Það er vel hægt að aðstoða fólk við að efla heilsu sína með uppbyggandi tali og hvatningu.” Áður hafði Tara Margrét Vilhjálmsdóttir formaður Samtaka um líkamsvirðingu gagnrýnt þættina og svaraði Gurrý þá fyrir sig í viðtali hjá Svala og Svavari á útvarpsstöðinni K100. „Við erum ekki að stuðla að fitufordómum. Það er fullt af fólki í ofþyngd sem er farið að æfa eftir Biggest Loser. Ég myndi segja við hana Töru að það sé kominn tími til að hún fari að skrifa eitthvað umbyggilegt í staðinn fyrir að gagnrýna aðra,“ sagði Gurrý í viðtalinu. Biður fólk að kynna sér rannsóknirÍ færslu sinni segir Elva að Gurrý viti augljóslega ekki um hvað samtökin snúast. „Þú hefur gagnrýnt mín samtök opinberlega, greinilega án þess að kynna þér fyrir hvað við stöndum og hvað við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Fræðslur, forvarnir gegn átröskunum, ótal pistlar og greinar um líðan, sjálfsmynd, líkamsmynd og heilsu er bara brot af því sem við höfum verið að vinna að undanfarin ár. Og Gurrý.. ég hef einnig æft Crossfit, hlaupið hálfmaraþon og æfi kraftlyftingar eins og er. Ég veit fátt skemmtilegra en að mæta á æfingu og elska að reyna á mig. Og samt er ég í stjórn samtaka sem þú telur ala á slæmu líferni og gera ekkert annað en að sitja á rassinum og gagnrýna aðra.” Elva hvetur sýningaraðila þáttanna og áhorfendur til þess að kynna sér þær rannsóknir sem hafa verið gerðar á áhrifum þáttanna Biggest Loser. Í sumar birtust fréttir um að það hætt hefði verið framleiðslu á Biggest Loser í Bandaríkjunum eftir 17 þáttaraðir.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Sjá meira