Stjórnstöð ferðamála ekki orðið til að einfalda skipulag ferðamála Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2017 14:26 Ferðamenn í Reykjavík í fullum herklæðum. Vísir/andri marinó Stjórnstöð ferðamála, sem komið var á fót árið 2015, hefur ekki orðið til þess að einfalda skipulag ferðamála. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um skipan ferðamála sem birt var í dag. Þar segir einnig að mikilvægt sé að endurskoða lagaumhverfi ferðamála og setja fram skýra stefnu um skipan ferðamála. Í skýrslunni kemur fram að Ríkisendurskoðun telji brýnt að hlutverk og ábyrgð Stjórnstöðvarinnar gagnvart stjórnsýslustofnunum í málaflokknum verði gerð skýrari, meðal annars til að koma í veg fyrir tvíverknað. Stjórnstöðin var á sínum tíma hugsuð sem samhæfingar- og samstarfsvettvangur stjórnvalda og hagsmunaaðila. Ríkisendurskoðan telur að þó að ferðaþjónusta hafi fengið aukið vægi innan stjórnarráðsins með nýrri skrifstofu ferðamála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti teygi stjórnsýsla málaflokksins anga sína enn víða um stjórnkerfið og hafi snertifleti í flestum ráðuneytum. „Rík þörf er á að skýra hlutverka og ábyrgðarskiptingu innan málaflokksins til að auka samhæfingu og takast á við breytt umhverfi ferðaþjónustunnar og nýjar áskoranir. Í þessu sambandi ber að minnast þess að ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi langt umfram allar spár og er gert ráð fyrir að þeir verði yfir tvær milljónir á árinu 2017. Einnig er mikilvægt að endurskoða lagaumhverfi málaflokksins, m.a. lög um skipan ferðamála,“ segir í skýrslunni.Nálgast má skýrsluna á vef Ríkisendurskoðunar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira
Stjórnstöð ferðamála, sem komið var á fót árið 2015, hefur ekki orðið til þess að einfalda skipulag ferðamála. Þetta kemur fram í stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar um skipan ferðamála sem birt var í dag. Þar segir einnig að mikilvægt sé að endurskoða lagaumhverfi ferðamála og setja fram skýra stefnu um skipan ferðamála. Í skýrslunni kemur fram að Ríkisendurskoðun telji brýnt að hlutverk og ábyrgð Stjórnstöðvarinnar gagnvart stjórnsýslustofnunum í málaflokknum verði gerð skýrari, meðal annars til að koma í veg fyrir tvíverknað. Stjórnstöðin var á sínum tíma hugsuð sem samhæfingar- og samstarfsvettvangur stjórnvalda og hagsmunaaðila. Ríkisendurskoðan telur að þó að ferðaþjónusta hafi fengið aukið vægi innan stjórnarráðsins með nýrri skrifstofu ferðamála í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti teygi stjórnsýsla málaflokksins anga sína enn víða um stjórnkerfið og hafi snertifleti í flestum ráðuneytum. „Rík þörf er á að skýra hlutverka og ábyrgðarskiptingu innan málaflokksins til að auka samhæfingu og takast á við breytt umhverfi ferðaþjónustunnar og nýjar áskoranir. Í þessu sambandi ber að minnast þess að ferðamönnum hefur fjölgað hér á landi langt umfram allar spár og er gert ráð fyrir að þeir verði yfir tvær milljónir á árinu 2017. Einnig er mikilvægt að endurskoða lagaumhverfi málaflokksins, m.a. lög um skipan ferðamála,“ segir í skýrslunni.Nálgast má skýrsluna á vef Ríkisendurskoðunar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Sjá meira