Undirbúningur að smíði bráðabirgðabrúar yfir Steinavötn hafinn Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. september 2017 11:32 Hreggviður Símonarson stýrimaður tók þessa mynd úr TF-GNA fyrr í dag af brúnni yfir Steinavötn. Hreggviður Símonarson/Landhelgisgæslan Ekkert lát er á rigningunni við Steinavötn og óx mikið í ánum í nótt. „Staðan er ágæt. Það óx mikið í ánum í nótt eins og við reiknuðum með og brúin yfir Steinavötn er orðin heldur lélegri en í gær,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Suðausturlandi í samtali við Vísi. Undirbúningur er nú hafinn að byggingu bráðabirgðabrúar en starfsmennirnir sem vinna að bráðabirgðabrúnni unnu einnig að byggingu brúar yfir Múlakvísl á sínum tíma. Beitt verður svipuðum aðferðum við brúarsmíðina. Þá segir hann jafnframt að á morgun ætti að vera komið vegarsamband við Suðursveit og einangrun að vera lokið. Eins og Vísir hefur greint frá voru á milli 20 til 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vangsstöðum. Þjóðvegur 1 er lokaður bæði við Hólmsá á Mýrum, þar sem vegur er í sundur, og við Steinavötn í Suðursveit. Þjóðvegurinn verður lokaður í minnst viku samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Víðir Reynisson, verkefnisstjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðalverkefni dagsins vera að aðstoða Vegagerðina. „Stærsta verkefnið í dag er að aðstoða Vegagerðina í öllu því sem þeir þurfa að gera til að láta hlutina ganga upp. Það rigndi mikið í nótt og það skemmdi eitthvað af því sem var verið að að gera til að verja brúnna. Það þarf því að byrja aftur á þeim verkefnum,“ segir Víðir. „Það gekk vel í gær að flytja fólk til og frá bæjum. Það eru ekki mörg svoleiðis verkefni sem liggja fyrir í dag. Við erum þó með þyrluna fram eftir degi og munum nota hana í tilfallandi verkefni,“ segir Víðir. Spáð er áframhaldandi rigningu fyrir austan og suðaustan í dag. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er spáð austan og norðaustan 5-13 m/s og rigningu í dag, einkum fyrir austan og suðaustan. Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira
Ekkert lát er á rigningunni við Steinavötn og óx mikið í ánum í nótt. „Staðan er ágæt. Það óx mikið í ánum í nótt eins og við reiknuðum með og brúin yfir Steinavötn er orðin heldur lélegri en í gær,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Suðausturlandi í samtali við Vísi. Undirbúningur er nú hafinn að byggingu bráðabirgðabrúar en starfsmennirnir sem vinna að bráðabirgðabrúnni unnu einnig að byggingu brúar yfir Múlakvísl á sínum tíma. Beitt verður svipuðum aðferðum við brúarsmíðina. Þá segir hann jafnframt að á morgun ætti að vera komið vegarsamband við Suðursveit og einangrun að vera lokið. Eins og Vísir hefur greint frá voru á milli 20 til 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vangsstöðum. Þjóðvegur 1 er lokaður bæði við Hólmsá á Mýrum, þar sem vegur er í sundur, og við Steinavötn í Suðursveit. Þjóðvegurinn verður lokaður í minnst viku samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Víðir Reynisson, verkefnisstjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðalverkefni dagsins vera að aðstoða Vegagerðina. „Stærsta verkefnið í dag er að aðstoða Vegagerðina í öllu því sem þeir þurfa að gera til að láta hlutina ganga upp. Það rigndi mikið í nótt og það skemmdi eitthvað af því sem var verið að að gera til að verja brúnna. Það þarf því að byrja aftur á þeim verkefnum,“ segir Víðir. „Það gekk vel í gær að flytja fólk til og frá bæjum. Það eru ekki mörg svoleiðis verkefni sem liggja fyrir í dag. Við erum þó með þyrluna fram eftir degi og munum nota hana í tilfallandi verkefni,“ segir Víðir. Spáð er áframhaldandi rigningu fyrir austan og suðaustan í dag. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er spáð austan og norðaustan 5-13 m/s og rigningu í dag, einkum fyrir austan og suðaustan.
Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Fleiri fréttir Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Sjá meira