Undirbúningur að smíði bráðabirgðabrúar yfir Steinavötn hafinn Ingvar Þór Björnsson skrifar 30. september 2017 11:32 Hreggviður Símonarson stýrimaður tók þessa mynd úr TF-GNA fyrr í dag af brúnni yfir Steinavötn. Hreggviður Símonarson/Landhelgisgæslan Ekkert lát er á rigningunni við Steinavötn og óx mikið í ánum í nótt. „Staðan er ágæt. Það óx mikið í ánum í nótt eins og við reiknuðum með og brúin yfir Steinavötn er orðin heldur lélegri en í gær,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Suðausturlandi í samtali við Vísi. Undirbúningur er nú hafinn að byggingu bráðabirgðabrúar en starfsmennirnir sem vinna að bráðabirgðabrúnni unnu einnig að byggingu brúar yfir Múlakvísl á sínum tíma. Beitt verður svipuðum aðferðum við brúarsmíðina. Þá segir hann jafnframt að á morgun ætti að vera komið vegarsamband við Suðursveit og einangrun að vera lokið. Eins og Vísir hefur greint frá voru á milli 20 til 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vangsstöðum. Þjóðvegur 1 er lokaður bæði við Hólmsá á Mýrum, þar sem vegur er í sundur, og við Steinavötn í Suðursveit. Þjóðvegurinn verður lokaður í minnst viku samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Víðir Reynisson, verkefnisstjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðalverkefni dagsins vera að aðstoða Vegagerðina. „Stærsta verkefnið í dag er að aðstoða Vegagerðina í öllu því sem þeir þurfa að gera til að láta hlutina ganga upp. Það rigndi mikið í nótt og það skemmdi eitthvað af því sem var verið að að gera til að verja brúnna. Það þarf því að byrja aftur á þeim verkefnum,“ segir Víðir. „Það gekk vel í gær að flytja fólk til og frá bæjum. Það eru ekki mörg svoleiðis verkefni sem liggja fyrir í dag. Við erum þó með þyrluna fram eftir degi og munum nota hana í tilfallandi verkefni,“ segir Víðir. Spáð er áframhaldandi rigningu fyrir austan og suðaustan í dag. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er spáð austan og norðaustan 5-13 m/s og rigningu í dag, einkum fyrir austan og suðaustan. Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Ekkert lát er á rigningunni við Steinavötn og óx mikið í ánum í nótt. „Staðan er ágæt. Það óx mikið í ánum í nótt eins og við reiknuðum með og brúin yfir Steinavötn er orðin heldur lélegri en í gær,“ segir Friðrik Jónas Friðriksson, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Suðausturlandi í samtali við Vísi. Undirbúningur er nú hafinn að byggingu bráðabirgðabrúar en starfsmennirnir sem vinna að bráðabirgðabrúnni unnu einnig að byggingu brúar yfir Múlakvísl á sínum tíma. Beitt verður svipuðum aðferðum við brúarsmíðina. Þá segir hann jafnframt að á morgun ætti að vera komið vegarsamband við Suðursveit og einangrun að vera lokið. Eins og Vísir hefur greint frá voru á milli 20 til 25 bæir innlyksa vegna vatnavaxtanna en þar á meðal er Hótel Smyrlabjörg og ferðaþjónustan á Vangsstöðum. Þjóðvegur 1 er lokaður bæði við Hólmsá á Mýrum, þar sem vegur er í sundur, og við Steinavötn í Suðursveit. Þjóðvegurinn verður lokaður í minnst viku samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Víðir Reynisson, verkefnisstjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir aðalverkefni dagsins vera að aðstoða Vegagerðina. „Stærsta verkefnið í dag er að aðstoða Vegagerðina í öllu því sem þeir þurfa að gera til að láta hlutina ganga upp. Það rigndi mikið í nótt og það skemmdi eitthvað af því sem var verið að að gera til að verja brúnna. Það þarf því að byrja aftur á þeim verkefnum,“ segir Víðir. „Það gekk vel í gær að flytja fólk til og frá bæjum. Það eru ekki mörg svoleiðis verkefni sem liggja fyrir í dag. Við erum þó með þyrluna fram eftir degi og munum nota hana í tilfallandi verkefni,“ segir Víðir. Spáð er áframhaldandi rigningu fyrir austan og suðaustan í dag. Samkvæmt veðurspá Veðurstofu Íslands er spáð austan og norðaustan 5-13 m/s og rigningu í dag, einkum fyrir austan og suðaustan.
Mest lesið Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Pornographers’ Convention CANCELLED! News in english June 17th is Independence Day News in english Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Porn Conventioneers Hit Back! News in english Pornographers To Convene In Reykjavík News in english Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira