Sjálfstæðisflokkur til í að endurskoða stjórnarskrána í áföngum Heimir Már Pétursson skrifar 20. september 2017 19:30 Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað fyrir heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. Formenn flokkanna ræða meðal annars möguleika á samkomulagi um þessi mál ásamt breytingar á lögum um útlendinga, uppreist æru og lög um notendastýrða persónulega aðstoð áður en þingstörfum lýkur fyrir kosningar. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt fundi með forseta Alþingis frá því á mánudag til að reyna að ná samkomulagi um framtíð þingstarfa. Þeir áttu síðast í dag um tveggja stunda fund til að reyna að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar. Samkomulag náðist ekki á þeim fundi og ætla formennirnir að hittast aftur á föstudag. Ekkert þingmál er komið til nefndar en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er þó að fjalla um framkvæmd laga um uppreist æru. Það liggur því enginn formlegur listi þingmála fyrir til að afgreiða. Formenn höfðu mismikið að segja eftir að fundi þeirra lauk í dag og voru á mismikilli hraðferð.Óttarr Proppé er formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vildi lítið segja við fréttamenn að loknum fundi formannanna enda að flýta sér á annan fund. Sagði lítið að frétta en boðað hefði verið til annars fundar á föstudag. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði formennina vera að skoða afgreiðslu nokkurra mála. „Ég hef lagt áherslu á mál varðandi útlendingalög. Varðandi notendastýrða persónulega aðstoð og varðandi einhvers konar útfærslur í að þoka stjórnarmálunum áfram. En það eru nokkur mál sem eru til umræðu. Uppreist æru til dæmis,“ sagði Óttarr og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir nauðsyn þess að skoða þau mál. „Skyldi engan undra. Enda hefur dómsmálaráðherrann boðað að þar þurfi að gera breytingar. Svo eru önnur mál sem flokkarnir eru sammála um að þurfi að vera í traustum farvegi. Þar eru menn kannski ekki að horfa á lok þessa þings heldur horfa meira inn í áramótin. Getum tekið þar sem dæmi NPA málin,“ sagði Bjarni.Forsætisráðherra fór á fund forseta á dögunum með þingrofsbeiðniVísir/AntonFormaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram minnisblað til formannanna um aðferð við að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum en formennirnir áttu fund um málið í ágúst. „En það tryggir að minnsta kosti að þá verði búið að fara yfir hana í áföngum. Það þýðir þá líka um leið að menn eru ekki að tala um frumvarp til heildarendurskoðunar á stjórnarskránni í einu frumvarpi,“ segir Bjarni. Hann telur sjálfsagt að verða við ákalli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Ísland í setningarræðu hans á Alþingi um að ákvæði um völd og áhrif forseta í stjórnarskrá verði skýrari enda sé hann sjálfur þeirrar skoðunar. „Það er svo sem hægt að vísa í atburði undanfarinna daga. Menn hafa verið að spyrja sig; hvað má, hvað er hægt, hvert er hlutverk forsetans þegar menn ætla að rjúfa þing. Eða eru að velta fyrir sér að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta eru atriði sem við sjáum á atburðum dagsins í dag að skipta sköpum um að línur séu skýrar með,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur opnað fyrir heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum. Formenn flokkanna ræða meðal annars möguleika á samkomulagi um þessi mál ásamt breytingar á lögum um útlendinga, uppreist æru og lög um notendastýrða persónulega aðstoð áður en þingstörfum lýkur fyrir kosningar. Formenn stjórnmálaflokkanna hafa átt fundi með forseta Alþingis frá því á mánudag til að reyna að ná samkomulagi um framtíð þingstarfa. Þeir áttu síðast í dag um tveggja stunda fund til að reyna að ná samkomulagi um hvaða mál verði afgreidd fyrir kosningar. Samkomulag náðist ekki á þeim fundi og ætla formennirnir að hittast aftur á föstudag. Ekkert þingmál er komið til nefndar en stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd er þó að fjalla um framkvæmd laga um uppreist æru. Það liggur því enginn formlegur listi þingmála fyrir til að afgreiða. Formenn höfðu mismikið að segja eftir að fundi þeirra lauk í dag og voru á mismikilli hraðferð.Óttarr Proppé er formaður Bjartrar framtíðar.Vísir/HannaKatrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna vildi lítið segja við fréttamenn að loknum fundi formannanna enda að flýta sér á annan fund. Sagði lítið að frétta en boðað hefði verið til annars fundar á föstudag. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar sagði formennina vera að skoða afgreiðslu nokkurra mála. „Ég hef lagt áherslu á mál varðandi útlendingalög. Varðandi notendastýrða persónulega aðstoð og varðandi einhvers konar útfærslur í að þoka stjórnarmálunum áfram. En það eru nokkur mál sem eru til umræðu. Uppreist æru til dæmis,“ sagði Óttarr og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins tók undir nauðsyn þess að skoða þau mál. „Skyldi engan undra. Enda hefur dómsmálaráðherrann boðað að þar þurfi að gera breytingar. Svo eru önnur mál sem flokkarnir eru sammála um að þurfi að vera í traustum farvegi. Þar eru menn kannski ekki að horfa á lok þessa þings heldur horfa meira inn í áramótin. Getum tekið þar sem dæmi NPA málin,“ sagði Bjarni.Forsætisráðherra fór á fund forseta á dögunum með þingrofsbeiðniVísir/AntonFormaður Sjálfstæðisflokksins hefur lagt fram minnisblað til formannanna um aðferð við að ljúka heildarendurskoðun á stjórnarskránni í áföngum á þremur kjörtímabilum en formennirnir áttu fund um málið í ágúst. „En það tryggir að minnsta kosti að þá verði búið að fara yfir hana í áföngum. Það þýðir þá líka um leið að menn eru ekki að tala um frumvarp til heildarendurskoðunar á stjórnarskránni í einu frumvarpi,“ segir Bjarni. Hann telur sjálfsagt að verða við ákalli Guðna Th. Jóhannessonar forseta Ísland í setningarræðu hans á Alþingi um að ákvæði um völd og áhrif forseta í stjórnarskrá verði skýrari enda sé hann sjálfur þeirrar skoðunar. „Það er svo sem hægt að vísa í atburði undanfarinna daga. Menn hafa verið að spyrja sig; hvað má, hvað er hægt, hvert er hlutverk forsetans þegar menn ætla að rjúfa þing. Eða eru að velta fyrir sér að mynda nýja ríkisstjórn. Þetta eru atriði sem við sjáum á atburðum dagsins í dag að skipta sköpum um að línur séu skýrar með,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Lagði ekki til neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, lagði ekki fram neinar efnislegar breytingar á stjórnarskránni á fundi formanna þeirra flokka sem eiga sæti á Alþingi með forseta þingsins í gær. 20. september 2017 11:45