Tónlistin færir alzheimersjúklingum ró Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. september 2017 22:23 Dóttir alzheimersjúklings stendur fyrir söfnun á heyrnartólum og ipodum til að gefa öllum alzheimersjúklingum á landinu. Fyrir tveimur dögum stofnuðu Bergdís Eysteinsdóttir, sem er dóttir alzheimersjúklings, og maðurinn hennar síðuna Tónar fyrir sálina þar sem þau biðla til landsmanna að senda til þeirra hljómtæki, svo sem ipoda og heyrnartól, sem fólk er hætt að nota. Hugmyndina fengu þau eftir að þau horfðu á heimildarmyndina Alive inside sem fjallar um áhrif tónlistar á alzheimersjúklinga - en með því að loka á umhverfið með heyrnartólum geta uppáhalds lögin sem tengjast æskunni og yngri árum veitt öryggi og grafið upp ljúfar minningar. „Mér hefur verið sagt með alzheimersjúkdóminn að tóneyrað sé það síðasta sem fari. Þótt fólk sé komið með málstol og geti ekki tjáð sig þá heyrir það tónlist og við tónlistina er eins og það kvikni ljósaperur," segir Bergdís og að viðbrögð landans séu ótrúleg við beiðni þeirra, og tækin hrúgist inn. Markmiðið er að allir alzheimersjúklingar fái sitt eigið tæki með nokkrum lögum sem eiga sérstakan stað í hjarta þeirra. „Ég hef heyrt að tónlistin hafi komið í staðinn fyrir lyf, róandi lyf og þynglyndislyf. Það róar þau niður að hlusta á tónlistina. Það er svo dásamlegt að þurfa ekki að dæla í þau lyfjm," segir Bergdís en hún hefur einmitt séð hvað tónlistin getur haft róandi áhrif á móður sína. Hún slakar á við að hlusta á tónlist, óttinn og óöryggið hverfa á braut og hún fer að humma með. „Það er svo yndislegt að sjá gleðina í andlitinu. Það er oft erfitt að horfa upp á hana hverfa smátt og smátt í tómið en þegar tónlistin kemur þá lifnar hún við og það er svo gott að sjá það. Alveg dásamlegt," segir Bergdís. Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Dóttir alzheimersjúklings stendur fyrir söfnun á heyrnartólum og ipodum til að gefa öllum alzheimersjúklingum á landinu. Fyrir tveimur dögum stofnuðu Bergdís Eysteinsdóttir, sem er dóttir alzheimersjúklings, og maðurinn hennar síðuna Tónar fyrir sálina þar sem þau biðla til landsmanna að senda til þeirra hljómtæki, svo sem ipoda og heyrnartól, sem fólk er hætt að nota. Hugmyndina fengu þau eftir að þau horfðu á heimildarmyndina Alive inside sem fjallar um áhrif tónlistar á alzheimersjúklinga - en með því að loka á umhverfið með heyrnartólum geta uppáhalds lögin sem tengjast æskunni og yngri árum veitt öryggi og grafið upp ljúfar minningar. „Mér hefur verið sagt með alzheimersjúkdóminn að tóneyrað sé það síðasta sem fari. Þótt fólk sé komið með málstol og geti ekki tjáð sig þá heyrir það tónlist og við tónlistina er eins og það kvikni ljósaperur," segir Bergdís og að viðbrögð landans séu ótrúleg við beiðni þeirra, og tækin hrúgist inn. Markmiðið er að allir alzheimersjúklingar fái sitt eigið tæki með nokkrum lögum sem eiga sérstakan stað í hjarta þeirra. „Ég hef heyrt að tónlistin hafi komið í staðinn fyrir lyf, róandi lyf og þynglyndislyf. Það róar þau niður að hlusta á tónlistina. Það er svo dásamlegt að þurfa ekki að dæla í þau lyfjm," segir Bergdís en hún hefur einmitt séð hvað tónlistin getur haft róandi áhrif á móður sína. Hún slakar á við að hlusta á tónlist, óttinn og óöryggið hverfa á braut og hún fer að humma með. „Það er svo yndislegt að sjá gleðina í andlitinu. Það er oft erfitt að horfa upp á hana hverfa smátt og smátt í tómið en þegar tónlistin kemur þá lifnar hún við og það er svo gott að sjá það. Alveg dásamlegt," segir Bergdís.
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira