Innlent

Manndráp á Melunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tveir lögregulbílar voru á vettvangi auk fleiri bíla starfsmanna rannsóknardeildar þegar blaðamann bar að garði um hálf ellefu í kvöld.
Tveir lögregulbílar voru á vettvangi auk fleiri bíla starfsmanna rannsóknardeildar þegar blaðamann bar að garði um hálf ellefu í kvöld. Vísir/Kolbeinn Tumi

Tveir menn eru í haldi lögreglu eftir að kona fannst látin í íbúð á Hagamel í Vesturbæ Reykjavíkur í kvöld. Tilkynning barst lögreglu um tíuleytið í kvöld og fóru sérsveitarmenn, lögreglumenn og sjúkrabíll á svæðið eins og Vísir hafði greint frá fyrr í kvöld.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, staðfestir við Vísi að grunur sé um líkamsárás sem leiddi til dauða konunnar. Tveir eru í haldi lögreglu og er annar þeirra undir meiri grun en hinn um aðkomu að dauða hennar.

Lögregla hefur verið á Hagamelnum í kvöld að taka skýrslur af íbúum í húsinu og rannsóknardeild lögreglu er að skoða vettvanginn. Framundan eru yfirheyrslur yfir mönnunum tveimur.
 


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.