Óljóst hvort formenn flokkanna nái samkomulagi um þingstörfin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2017 08:42 Formenn flokkanna á fundi með forseta þingsins í liðinni viku. Vísir/Hanna Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi til fundar við sig síðdegis í dag þar sem reynt verður að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa og hvenær þingi verður slitið fyrir þingkosningarnar sem búið er að boða til þann 28. október næstkomandi. Í samtali við Vísi kveðst Unnur Brá vonast til að það náist lending í þessi mál á fundinum í dag en ekkert er fast í hendi ennþá. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar þann 14. september síðastliðinn þegar stjórn Bjartrar framtíðar ákvað að slíta samstarfinu. Ástæðan var trúnaðarbrestur sem varð að þeirra mati í tengslum við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Fyrir viku síðan fór Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, svo til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og lagði til að þing rofið og boðað til kosninga. Forsetinn féllst á þá tillögu. Alla síðustu viku hafa svo formenn flokkanna hist með forseta Alþingis og reynt að ná samkomulagi varðandi það hvaða mál fái afgreiðslu eða verði komið í öruggan farveg fyrir kosningar. Aðallega hefur verið horft til fjögurra mála, það er breytinga á lögum um uppreist æru, lögfestingar NPA – notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlaða, breytinga á útlendingalöggjöfinni og stjórnarskrárinnar. Hvorki hefur þó gengið né rekið í þessum viðræðum formannanna og í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að þessi umræða virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eigi ekki að þurfa að bíða eftir að nýtt þing verði kosið svo þeir fái úrlausn sinna mála. Vísar hún meðal annars til tveggja ungra stúlkna á flótta sem synjað hefur verið um hæli hér á landi en fjöldi þingmanna hefur lýst yfir vilja til að grípa inn í mál þeirra, til að mynda með því að breyta lögum um útlendinga. „Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út,“ segir Hanna Katrín í grein sinni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09 Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01 Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, hefur boðað formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi til fundar við sig síðdegis í dag þar sem reynt verður að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa og hvenær þingi verður slitið fyrir þingkosningarnar sem búið er að boða til þann 28. október næstkomandi. Í samtali við Vísi kveðst Unnur Brá vonast til að það náist lending í þessi mál á fundinum í dag en ekkert er fast í hendi ennþá. Eins og kunnugt er slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar þann 14. september síðastliðinn þegar stjórn Bjartrar framtíðar ákvað að slíta samstarfinu. Ástæðan var trúnaðarbrestur sem varð að þeirra mati í tengslum við uppreist æru dæmds kynferðisbrotamanns. Fyrir viku síðan fór Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, svo til fundar við Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og lagði til að þing rofið og boðað til kosninga. Forsetinn féllst á þá tillögu. Alla síðustu viku hafa svo formenn flokkanna hist með forseta Alþingis og reynt að ná samkomulagi varðandi það hvaða mál fái afgreiðslu eða verði komið í öruggan farveg fyrir kosningar. Aðallega hefur verið horft til fjögurra mála, það er breytinga á lögum um uppreist æru, lögfestingar NPA – notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar fyrir fatlaða, breytinga á útlendingalöggjöfinni og stjórnarskrárinnar. Hvorki hefur þó gengið né rekið í þessum viðræðum formannanna og í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, að þessi umræða virðist hafa tekið full langan tíma á kostnað einstaklinga sem eigi ekki að þurfa að bíða eftir að nýtt þing verði kosið svo þeir fái úrlausn sinna mála. Vísar hún meðal annars til tveggja ungra stúlkna á flótta sem synjað hefur verið um hæli hér á landi en fjöldi þingmanna hefur lýst yfir vilja til að grípa inn í mál þeirra, til að mynda með því að breyta lögum um útlendinga. „Ef formenn flokkanna ná ekki að afgreiða þetta þá þarf að útskýra tæpitungulaust hvað veldur. Það þarf að opna bakherbergið og lofta út,“ segir Hanna Katrín í grein sinni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09 Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01 Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Ekki samhljómur á meðal formanna flokkanna hvort komið sé að úrslitastund Búið er að boða til þingkosninga þann 28. október næstkomandi en þingið er ennþá starfandi og óljóst hvenær því verður slitið. 22. september 2017 11:09
Rúmlega helmingur vill að Katrín verði forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, er vinsælasta forsætisráðherraefni þjóðarinnar ef marka má nýja könnun Félagsvísindastofnunnar. 25. september 2017 08:01
Formaður Sjálfstæðisflokks vill ljúka þingstörfum á þriðjudag Formaður Sjálfstæðisflokksins telur að hægt væri að ljúka þingstörfum á tveimur dögum í næstu viku en segir formenn annarra flokka ekki deila þeirri skoðun með honum. 22. september 2017 19:30